Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 12
r í Eitthundrað hvítir kollar og tuttugu — Menntaskólinn á Akureyri útskrifar stúdenta í 103. sinn. Menntaskólinn á Akureyri út- skrifaði á 17. júní 120 nýstú- denta, þar af 10 úr öldunga- deild. 11 úr eðlisfræðideild, 21 úr félagsfræðideild, 39 úr máladeild, 38 úr náttúrufræði- deild, 2 úr tónlistardeOd í sam- vinnu við Tónlistarskólann á Akureyri og 9 úr viðskipta- deild í samvinnu við Gagn- fræðiskóla Akureyrar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, 8,73. Af nemendum á þriðja ári hætti enginn námi, 2 stóðust ekki próf, eða aðeins tveir af hund- raði. Hæstu einkunn hlaut Erla Sigurðardóttir, 8,9. í öðrum bekk stóðust 75,5% nemenda próf og hæstu einkunn hlaut Halldóra Soffía Gunnlaugs- dóttir, 9,3. Af nemendum á fyrsta ári hættu 6 án þess að taka próf og 35 stóðust eklci próf. Það voru því 79 af hundraði sem stóðust próf og hæst urðu þau Andri Teitsson og Ingibjörg Baldursdóttir. Við skólaslitin, bárust skólan- um góðar gjafir frá eldri stúdent- um. Fimmtíu ára stútentar gáfu peninga er renna skyldu í tölvu- sjóð, 25 ára stúdentar gáfu tvær tölvur og tíu ára stúdentar gáfu skólanum lykil að gamla Möðru- vallaskólanum og ætla einnig að hefja útgáfu æviskrár allra stú- denta frá skólanum. Tómas Ingi Olrich lætur nú af störfum sem konrektor og tekur til við frönskukennslu af fullum krafti. Hann hefur gegnt embætti konrektors í tíu ár. í skólaslitaræðunni sagði Tryggvi Gíslason meðal annars: „Enn einu starfsári Mennta- skólans á Akureyri er að ljúka. Enn er komið vor á Norðurlandi, sumarsólstöður eru að fjórum dögum liðnum og þá kominn sólmánuður. Á þessari stundu sameinast eftirvænting eftir hinu ókomna, treginn vegna þess sem horfið er og umhugsunin um hverfullleika lífsins. Þó vona ég, að í brjóstum ykkar, verðandi stúdentar, sé gleðin og hamingjan sterkari en allt annað. Þetta er mikil stund, settu marki er náð og merkum áfanga er lokið. Sagt er að stú- dentsprófið nú sé eins og gagn- fræðapróf áður. Rétt er að á þessu vori taka um 1500 manns stúdentspróf eða um 30 af hund- raði fæðingarárgangs eða álíka margt og tók gagnfræðapróf fyrir 20 árum. Árið 1963 tóku 330 stú- dentspróf eða 10% af fæðingar- árgangi. Fleiri taka því stú- dentspróf en áður, álíka margir og tóku gagnfræðapróf. Tryggvi Gíslason, skólameistari Myndir og texti: KGA. „Skólinn vill ekki verða nátttröir - Spjallað við Tryggva Gíslason skólameistara vitað er nokkur söknuður bund- inn þessum degi en meðan við enn erum á besta aldri þurfum við ekki svo mjög að hverfa á vit minninganna, heldur horfi ég enn fram á veginn.“ - Er það öðruvísi að útskrifast nú , heldur en var þegar þú tókst hér við stöðu skólameistara? „Nei ég held að ég geti ekki sagt að það hafi orðið breyting þar á. Ef til vill er svolítið annað viðhorf ríkjandi meðal ungs fólks nú og fyrir tíu árum, annað við- horf til lífsins og tilverunnar eins og alltaf vill verða. En ég held að það sé alltaf það sama að braut- skrást héðan frá Menntaskólan- um á Akureyri, fólk er stolt af því og má vera það. Skólinn hef- ur lengi viljað sameina tvennt, annarsvegar forna siði og hefðir - þar á meðal fornar hefðir í menntun - en jafnframt hefur skólinn viljað leitast við að fylgja breytingum tímans. Fylgjast með því sem er að gerast og uppfylla skilyrði sem góður menntaskóli sem veitir almenna menntun. Skólinn vill ekki verða nátttröll, hann vill ekki staðna og horfa > eingöngu til baka heldur líta i einnig fram á við. Og það held ég að hafi tekist, þrátt fyrir allt, vel.“ - En hvemig gekk skólastarfið í vetur? „Skólastarf gekk mjög vel, það urðu engin áföll af neinu tagi og námsárangur nemenda varð góður. Að vísu vekur það athygli að um 20% nemenda á fyrsta ári falia. En það er ekkert nýtt af nálinni. I vetur voru það raunar ívið fleiri sem féllu á öðru ári - sennilega nær 24%. En eftir tvo fyrstu veturna sigla menn yfirleitt nokkuð tryggan sjó. Fyrir því liggja eðlilegar ástæður, fólk er þá farið að átta sig á því hvaða kröfur skólinn gerir og svo eru hinir sem minni áhuga hafa horfnir. Svoleiðis að á þriðja og fjórða námsári er nánast ekkert „Þó að 17. júni sé einn anna- samasti dagur ársins þá er hann mikill gleðidagur því ánægja þessa unga fólks sem lýkur þessum merka áfanga, er svo mildl og fölskvalaus að annirnar falla i skuggann. Þannig að það er ánægjulegt að vera skólameistari 17, júni.“ Tryggvi Gíslason skólameistari var nú að útskrifa stúdenta í tíunda sinn. - Sækja einhverjar sérstakar minningar á hugann á svona degi? „Nú vill svo til að ég er 25 ára stúdent í dag, við hjón tókum stúdentspróf fyrir 25 árum og auk þess opinberuðum við trúlofun okkar þennan sama dag, svoleið- is að 17. júni er merkur dagur. Mér finnst hann kannski að sumu leyti merkari en brúðkaupsdag- urinn minn og það eru sannarlega margvíslegar minningar sem bundnar eru þessum degi. Auð- 12 - DAGUR - 20; júní 1903

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.