Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 3
Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur fyrir framan Sporthúsið. Mynd: GEJ Líf og fjör í göngugötu Las Vegas: Beðið eftir bæjar- lögmanni „Það vill nú svo til að bæjar- lögmaður er í sumarfríi og það er aðallega hann sem vinnur í þessu máli. En um leið og hann kemur tU starfa munum við fara að hugsa okkur til hreyfings,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri þegar Dagur innti hann eftir málefnum leiktækja- salarins Las Vegas. Samkvæmt tillögu sem bæjar- stjórn samþykkti, frá bygginga- nefnd fékk Las Vegas starfsleyfi til 1. mars sl. og fékk einnig undanþágu frá heilbrigðisfulltrúa, því húsnæðið stóðst ekki þær heilbrigðiskröfur sem gerðar eru. Síðan hefur bæjarstjórn ekki fjallað um málið. Á Ólafsfirði hefur verið tölu- vert um ágang hrossa bæði í bænum og einnig á túnum bænda í sveitinni í kring. Einn- ig hafa hrossin vanið komur sínar á flugvöllinn og er talið að af þessu geti hlotist töluverð hætta. Að sögn bæjarstjórans á Ólafs- firði Jóns E. Friðrikssonar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn vegna kvörtunar frá einum aðila. En samkvæmt búfjárræktarlögum er bannaður allur lausagangur búfjár í þéttbýli á ákveðnum tímum, en því hefur ekki verið framfylgt á Ólafsfirði. Jón E. Friðriksson sagði að ákveðið hefði verið að fara varlega af stað og skrifa hrossaeigendum með vinsamlegri ábendingu um lag- færingu. Það setti svip á miðbæinn er lúðrasveit Tónlistarskólans á Ak- ureyri mætti með hljóðfæri sín framan við Sporthúsið í Hafnar- stræti og spilaði nokkur vel valin lög fyrir vegfarendur. Fjöldi manns, sem leið átti um miðbæ- inn þennan tíma, staldraði við og Hinn enski líffræðingur, Harry Oldfield, hefur ásamt félaga sín- um stundað rannsóknir á lífs- orkusviði undanfarin ár. Þeir fé- lagar hafa notað við rannsóknir sínar svokallaða „Kirlian-ljós- myndun“ sem upprunnin er í Sovétríkjunum og er sérstök ljósmyndatækni þar sem hátíðni- rafsvið er látið verka á hlutinn sem mynda á. Koma þá fram ljósfyrirbæri sem þekkt eru sem „Kórónufyrirbæri“. Þessi kór- ónufyrirbæri frá lifandi vefjum eða jurtum eru verulega frá- brugðin samsvarandi fyrirbærum frá dauðum hlutum. Þetta m.a. hefur vakið áhuga vísindamanna í líffræði og læknisfræði á þessu. Svo virðist sem stundum sé samband milli ákveðinna eigin- leika ljósfyrirbæranna og vissra sjúkdóma. Þá hafa rannsóknirnar beinst að aðferðum til þess að mynda læknandi lífsorkusvið og hefur hlýddi á eitt lag eða tvö. Það voru strákarnir í Sporthús- inu sem stóðu fyrir þessari skemmtilegu nýjung og hyggjast þeir halda þessu áfram til að lífga upp á miðbæinn. T.d. verða í göngugötunni tvær hljómsveitir nk. föstudag ef veður leyfir. athygli þeirra félaga beinst að sérstökum kristöllum og eðal- steinum og þróast í það sem þeir nefna „Electro Crystal Therapy“. Með rannsóknum sínum og til- raunum hafa þeir sýnt fram á að með því að örva ákveðna krist- alla með rafsviði geti þeir gefið frá sér læknandi orku. Harry Oldfield verður staddur á Akureyri á vegum Sálarrann- sóknarfélags Akureyrar laugar- daginn 25. júní og heldur al- mennan fund um þessi efni í Borgarbíói þann dag kl. 14.00 og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Ennfremur býðst þeim félags- mönrtum Sálarrannsóknarfélags- ins sem áhuga hafa tækifæri á að panta sérstaka tíma til þess að ná fundi vísindamannsins (sjá nánar auglýsingu annars staðar í þessu blaði). Sálarrannsóknarfélag Akureyrar: Almennur fundur með Harry Oldfield Allt r hendui lax-, silungs- og þorsk veiðimanna Merkin tryggja gæðin: Abu - Mitchell - Shakespeare -\ Dawea - Penn Gjörið svo vel og lítið inn. m Eyfjörö Hjalteyrargötu 4, simi 25222 Opið laugardaga Hestamannafélagið „Léttir“ óskar að ráða reiðkennara til að veita forstöðu reiðskóla Léttis og Æsku- lýðsráðs Akureyrar. Áætlað er að hafa þrjú námskeið á tímabilinu 11. júlí til 20. ágúst ef næg þátttaka fæst. Umsóknum skal skila í pósthólf 348 Akureyri fyrir 25. júní. Upplýsingar í síma 21441 eða 24121 kl. 19-20 næstu daga. Stjórnin. Tilboð Tilboð verður á fjórum tegundum af Frónkexi í öllum kjörbúðum KEA næstu daga. Mikill afsláttur. Utgáfudögum breytt Þær breytingar hafa nú verið ákveðnar á útgáfudögum Dags að framvegis kemur blaðið út mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Breyting þessi er ákveðin sökum þess að samgöngum hér á Norðurlandi er þannig háttað að þeir henta betur hvað dreifingu blaðsins varðar, þ.e. blaðið kemst fyrr til áskrif- enda. Jafnfi 11 árdegis. Nú er skilafrestur auglýsinga þessi: Mánudagsblað, fyrir kl. 17.00 á fimmtudegi. Miðvikudagsblað, fyrir kl. 12.00 á Itádegí á þriðjudegi. Föstudagsblað, fyrir kl. 12.00 á hádegi á fimmtudegi. 22. júní 1983-DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.