Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJORNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sjálfstæðisbaráttan er ævarandi Nú eru liðin 39 ár síðan við íslendingar öðluð- umst fullt sjálfstæði og tókum öll mál lands og þjóðar í eigin hendur. Fyrir okkur sem þjóð er líklega ekkert eins mikilvægt og það að við gerum okkur fulla grein fyrir hvernig til hefur tekist á þessu tímabili, hvað áunnist hefur og hvað miður hefur farið sem hægt væri að lag- færa með sameiginlegu átaki. Slíka úttekt er nauðsynlegt að gera öðru hverju til þess að umræður um þjóðfélagsmál- in séu meira byggðar á staðreyndum en verið hefur um sinn. Uttekt sem byggð er á stað- reyndum og sýnir hvernig þjóðfélagið hefur þróast að undanförnu og er unnin þannig að erfitt er að véfengja hana er sennilega áhrifa- mesta leiðin til þess að draga úr áhrifum lýð- skrumara sem vaða nú uppi og virðast hafa ótrúleg áhrif á skoðanamyndun í landinu. Ein mikilvæg ástæða fyrir þessari nauðsyn er að meirihluti þeirra sem nú eiga setu á Al- þingi muna ekki einu sinni viðreisnarárin, hvað þá lengra aftur í tímann. Eins er um ýmsa aðra ráðandi aðila hér og þar í þjóðfé- laginu sem hafa því ekki yfirsýn um það sem gerst hefur í landinu síðan við endurheimtum sjálfstæði okkar og eru því ekki færir um vegna eigin reynslu að meta hvað hefur verið að gerast í þjóðfélaginu á þessum tíma. Ég hygg að slík úttekt myndi sýna að fram- kvæmdir og framfarir hafi orðið meiri hér á landi en annars staðar á umræddu tímabili. Hins vegar hafa fylgt þessum miklu breyting- um ýmsir fylgikvillar sem þjóðin gerir sér naumast nægilega grein fyrir og hafa staðið í vegi fyrir að við næðum þeim árangri í efna- hagslegu og siðferðislegu tilhti sem auðvelt væri að ná ef skilningur og samstaða væri fyrir hendi. Það er t.d. athyglisverð staðreynd að meiri- hluti íslendinga kaupir frekar erlendan varn- ing en íslenskan þrátt fyrir sambærilegt verð og gæði. Svo langt hefur þetta gengið að sumir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að senda framleiðslu sína á innlendan mark- að merkta erlendum nöfnum með góðum ár- angri. í nágrannalöndum okkar, ekki síst á Norðurlöndum, er viðhorf almennings að þessu leyti allt annað. Þar ganga menn framhjá innfluttum vörum þótt þær séu eitthvað ódýrari en innlend framleiðsla. í þjóðarsálinni býr sú vitund að eigin framleiðsla sé sú besta, sé eftirsóknar- verðari vegna þess að það sé eitthvað sem fólkið í landinu hefur skapað. Fólkið í þessum löndum er stolt af sinni framleiðslu líkt og for- eldrar af börnum sínum og tekur hana því fram yfir allt annað. Er þetta ekki sú sjálf- stæðiskennd sem okkur skortir mest nú og leysa myndi ýmis vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir? Ef þjóðin fengi sömu til- finningu og trú á eigin framleiðslu og hún hefur fyrir móðurmálinu myndi það sennilega nægja til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. S.V. Júlíus Snorrason ávarpar gesti við opnun „Sæluhússins“. - Eins og sjá má eru innréttingar hinar vönduðustu en þær eru hannaðar af Davíð Haraldssyni. - segir Júlíus Snorrason, sem rekur veitingastaðinn „Sæluhúsið“ á Dalvík þjónustu í sal, en í hádegi erum við með „teríufyrirkomulag". Við höfum sæti fyrir 60-70 manns.“ - Leigið þið út aðstöðu fyrir einkasamkvæmi? „Það hefur ekki komið til þess ennþá og verður að koma í ljós hvort það verður hægt. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði þægi- legt að eiga við það í sumar en án efa betra við að eiga þegar kemur fram á haustið." - Hvað olli því að þú fórst út í að opna þennan stað, hefur þú starfað við veitingarekstur áður? „Ekki ég sjálfur, en konan mín hefur fengist við þetta. En ástæð- an fyrir því að við förum út í þetta er sú að við erum hér með 150 fermetra húsnæði þar sem við rákum áður skinnasaumastofu. Það var brostinn allur grundvöll- ur fyrir þeim rekstri og við vild- um reyna að nýta húsnæðið. Veitingahús eins og þetta hefur vantað hér á Dalvík og við vild- um láta reyna á það hvort ekki væri grundvöllur fyrir svona fyrir- tæki hér.“ - Er það ekki fjárfrekt að koma svona stað á laggirnar? „Jú, það er það. Við töldum að það þýddi ekkert að bjóða upp á svona stað nema hann gæti stað- ist samanburð við aðra staði, eins og t.d. á Akureyri, og þar af leið- andi var þetta kostnaðarsamt. Við vonum bara að Dalvíkingar kunni að meta þetta framtak og líti hér inn annað slagið,“ sagði Júlíus að lokum. Þess má að lokum geta að Júlíus og kona hans, Aðalbjörg Árnadóttir, hafa heimavist Dal- víkurskóla á leigu í sumar. Þar hafa þau gistirými fyrir 40 manns í mjög rúmgóðum og skemmti- legum herbergjum og bjóða einn- ig upp á morgunverð. Ekki er annað að sjá en að vel hafi faríð um gesti „Sæluhússins“ við opnun- ina. Myndir: Rögnvaldur. „Það er búið að vera opið hjá okkur í rúmlega hálfan mánuð og það hefur verið töluvert rennsli, talsvert um að fólk hafi komið og skoðað hvað hér er á boðstólum,“ sagði Júlíus Snorrason, sem opnaði 4. júní sl. veitingahúsið „Sæluhúsið“ á Dalvík og er það eina veit- ingahúsið þar í bæ. „Við höfum aðeins séð bregða fyrir fólki úr nágrannabæjunum en ekki mikið ennþá. Enn hefur þetta byggst upp hjá okkur á heimafólki og svo vinnuhópum sem hafa átt hér leið um. Við opnum kl. 9 á morgnana og höf- um opið til kl. 22 alla virka daga og til 23 um helgar.“ - Einhverjar nýjungar sem þið eruð með? „Það má segja það, við vorum með „dinnertónlist“ um síðustu helgi og það er ekki útilokað að við gerum eitthvað svipað í fram- tíðinni ef aðstæður leyfa. Við höfum auglýst þetta á Akureyri og mér þykir ekki ósennilegt að fólk þar hafi gaman af því að renna hingað, það er stutt að fara og hér er nýr staður með allar veitingar og vínveitingar fyrir matargesti. Við erum með mjög gott starfslið og höfum verið með - ■ mmm ^ ----- vw Hvnmw Stiítl - -.'■t wir HAfmnmn t. uso*d m q '■M.a *. lm i : $ . t f': * í <. i f ff”, hfi 1 mI 1 • Júlíus Snorrason og Aðalbjörg Ámadóttir, eigendur „Sæluhússins“. „Vona að Dalvíkingar kunni að meta þetta framtak“ 4 - DAGUR - 22. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.