Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 12
ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR I a s s « Ný lýsing á Drottning- arbraut „Það á að skipta um Ijós í staurunum á Drottningar- brautinni og setja svipuð Ijós og notuð eru á helstu umferð- aræðum í Reykjavík t.d. á Miklubrautinni. Það eru gul Ijós sem hafa reynst mjög vel,“ sagði Knútur Otterstedt raf- veitustjóri er Dagur spurðist fyrir um „ljósaleysið“ á Drottningarbrautinni. Þar er búið að taka niður alla kúpla úr staurunum. „Það er hugmyndin að setja þessi ljós víða um bæinn aðallega við helstu umferðaræðarnar í bænum, og gegnum bæinn.“ En hvað um kostnaðinn? Hann er töluverður, en við notum aftur þau Ijós sem við tök- um niður auk þess sem þessi nýju ljós nota minna afl en þau gömlu,“ sagði Knútur að lokum. Þess má geta að þessi nýju ljós verða komin upp um mánaða- mót júlí ágúst er Ijósanotkun hefst að marki á nýjan leik. Kristín Dögg hin hressasta á sjúkrahúsinu á Húsavík. Mynd: Þ.B. Ólafsfjörður: Dökkar horfur í atvinnumálum - segir Jón E. Friðriksson, bæjarstjóri „Vonandi komist fyrir þetta“ „Þeir skipta hundruðum ein- staklingarnir sem hafa verið berklaprófaðir í sambandi við þetta mál,“ sagði Snorri Ólafs- son, læknir, er Dagur spurði frétta vegna berklatilfellisins sem upp kom á einum togara Útgerðarfélags Akureyringa. Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí. „Það hefur enginn veikst af þeim sem smituðust og vonandi höfum við komist fyrir þetta," sagði Snorri að lokum. „Það er deyfð yfir atvinnulíf- inu hér á Ólafsfirði þessa stundina og reyndar mannlíf- inu líka,“ sagði Jón E. Frið- riksson, bæjarstjóri, er Dagur sló á þráðinn til hans. „Það er ekki mikið atvinnu- leysi núna þessa stundina, en ég er hræddur um að það verði erfitt hjá okkur næsta vetur.“ Jón sagði að veiði hafi verið heldur iéleg að undanförnu en það væri þó full vinna við fiskinn. „Það er með staði eins og hér að þetta fer allt eftir því hvernig þorksurinn hagar sér. Hann sagði ennfremur að útlitið væri dökkt hjá byggingarmönnum því lítið væri byggt á staðnum. Hagkaup vilja fá að hafa opið lengur „Umsókn okkar hljóðar fyrst og fremst upp á rýmkun opnunartíma dagana fyrir stór- ar helgar, eins og t.d. nú fimmtudaginn fyrir 17. júní, sem og páska, hvítasunnu og verslunarmannahelgi,“ sagði Gunnar Arnason verslunar- stjóri í Hagkaupum, en versl- unin hefur sent bæjarstjórn umsókn um að lengja opnunar- tímann. Bæjarstjórn hefur frestað því að taka ákvörðun í málinu. í Reykjavík hafa Hagkaup leyfi til fjögurra stunda umfram- opnunar en sá tími er ekki bund- inn við neina ákveðna daga. „Við fórum fram á að fá tveggja stunda umframopnunartíma, sem við fengjum annað hvort að ráðstafa sjálfir eða yrði settur á ákveðna daga,“ sagði Gunnar. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að geta veitt betri þjón- ustu fyrir þessar stóru helgar, hinu var nú frekar skotið með svona rétt til að sjá hverjar undir- tektir yrðu.“ Bæjarstjórn hefur skrifað ýms- um hagsmunaaðilum í þessu máli bréf, þar sem óskað er eftir tillög- um um breytingar á opnunartíma og jafnframt æskt álits á umsókn Hagkaupa. Þessir aðilar eru Fé- lag verslunarfólks, Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupmannasamtök- in og Neytendasamtökin. Beðið er eftir svari frá þessum aðilum og hefur ákvarðanatöku verið frestað uns það berst. „Eigi þetta fram að ganga kostar það breyt- ingu á reglugerðinni um opnun- artíma verslana,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri. „É9 var að veiða“ - sagði Kristín Dögg, 3 ára stúlka frá Aðalbóli í Aðaldal, sem var bjargað frá drukknun úr bæjarlæknum „Ég var að veiða,“ sagði Krist- ín Dögg Höskuldsdóttir, þriggja ára stúlka frá Aðalbóli í Aðaldal sem bjargað var frá drukknun úr bæjarlæk við heimili sitt sl. fimmtudag. Þegar Dagur ræddi við stúlk- una og móður hennar á sjúkra- húsinu á Húsavík í gær var sú litla hress og kát og lék sér inni á sjúkrastofunni. „Eg bara svaf,“ sagði hún þegar við spurðum hana hvort hún hefði verið hrædd. Móðir Kristínar, Þóra Helga- dóttir, sagði að litla stúlkan hefði verið að leika sér á hlaðinu ásamt öðrum börnum. Þegar öll börnin skiluðu sér inn nema Kristín Dögg fór Þóra að hyggja að henni. „Ég fór fyrst út í hesthús og leitaði þar en fann hana ekki. Og fyrir einhverja tilviljun datt mér í hug að leita við lækinn. Ég hljóp þangað og svo blessunar- lega vildi til að ég kom beint að þeim stað þar sem Kristín hafði dottið í lækinn. Hún var meðvitundarlaus á botni lækjarins og þegar ég var að ná henni upp úr komu bróðir hennar Bjarni og Holgeir Her- mannsson þar að, en þeir voru að koma af björgunarsveitaræfingu. Þeir hófu lífgunartilraunir og Kristín var komin með meðvit- und þegar læknir og sjúkrabíll komu á staðinn." - Telur þú að þú hefðir sjálf getað blásið lífi í dóttur þína? „Það held ég ekki. Ég kann þó blástursaðferðina en var það æst að ég hugsa að mér hefði ekki tekist það. Ég tel að það hafi orð- ið Kristínu til lífs að Bjarni og Holgeir komu þarna að á elleftu stundu,“ sagði Þóra. Þegar Dagur ræddi við þær mæðgur á sjúkrahúsinu á Húsa- vík í gærmorgun benti allt til þess að Kristín Dögg myndi fá að fara heim til sín þá um eftirmiðdag- inn. Þ.B. # Brúðkaup að hætti Þórs Það var víst ansi fjörugt á Draghálsi hjá Sveinbirni alls- herjargoða Beinteinssyni og hans mönnum um síðustu helgi. Þar var nefnilega hald- ið brúðkaup með tilheyrandí öltelti að fornum og heiðnum sið og síðast sá finnska sjón- varpið um að filma herleg- heftin. Þetta brullaup var fyrsta virkilega samkoma Asatrúarmanna um þriggja ára skeið og því notuðu menn að sjálfsögðu tækifær- ið til að blóta Þór all ótæpi- lega. Allsherjargoðinn sá sjálfur um blöndun á staðn- um og segir sagan að blóts- og brúðkaupsgestir hafi ver- ið orðnir meira en Iftiö valtir á fótunum áður en vígslan hófst og á það jafnt við um brúðhjónin sem fínnska sjón- varpsfólkið. # Mjöður og lambakjöt En Sveinbjörn er maður lag- inn eins og hann sannaði best á Austurvelli á dögunum er hann gaf saman síkátan sjómann og stúlku sem átti þar leið um og ekki var brúð- kaupið á Draghálsi síðra. Kona og maður sögðu já en heyrst hefur að a.m.k. annar aðilinn að þessu hjónabandi hafi síðan fengið bakþanka, hvort sem það er nú satt eður ei eða hvað úr því verður. Það var sem sagt glatt á hjalla á Draghálsi og mjöður- inn rann og lambakjötið smakkaðist vel. Engir eru þó sagðír hafa skemmt sér betur en starfsmenn finnska sjón- varpsins en þeir hafa selt sýningarréttinn að þessari uppákomu víða um lönd og bíður heimsbyggðin nú spennt eftir að fá Ásatrúar- brúðkaupið á skjáinn. # Lyftingamenn sæta aðkasti Lyftingamenn í höfuðborg- inni hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, þvf með um 7 daga millibili hefur verið kveikt í æfingahúsnæði þelrra „Jakabóli“ og hafa skemmdir orðið þar mjög miklar. Láta mun nærri að tjón þeirra farí að nálgast eina milljón króna en lyft- ingatæki ýmiss konar sem eru mjög dýr hafa skemmst auk þess sem húsnæðið er ein brunarúst. Húsvörður f „Jakabóii“ mun hafa viður- kennt verknaðinn og situr nú bak við lás og slá. Hefði ekki verið nær fyrir hann að segja bara upp starfi sínu og fá sér annað?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.