Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 7
Helbláir puttalingar í slyddu á veginum Varla er hægt að segja að Mallorcaveður hafi verið á Húsavík sl. þriðjudag. Samt sem áður var það ákaflega fag- urt og stillt. Fjallið okkar fagra, 417 metra yfir sjávar- máli var á litinn eins og rjúpa sem maður sér stundum hanga utan á húsgafli á fyrstu dðgum „sláturtíðar“, eins og hún sé Krakkar í vinnuskóla bæjarins. ekki fyllilega búin að gera það upp við sig hvaða árstími sé. í vestri trjónaði Kinnarfjallgarð- urinn, alhvítur, fúllviss um það að enn sé sumarið ekki komið. En auðvitað er sumarið komið, þótt rólega hafi það nú farið af stað. Puttalingar með pokana sína stóru eru farnir að sjást í bænum. Skelfing vorkennir mað- ur þessum greyjum. Ekki voru þeir tveir sem ég mætti sunnan við bæinn á sunnudaginn öfunds- verðir þar sem þeir þrömmuðu áfram helbláir eftir þjóðveginum, í slyddunni. En það eru fleiri en puttaling- arnir sem farnir eru að setja svip sinn á bæinn. Innlendir ferða- langar eru eitthvað farnir að koma, að minnsta kosti voru það ekki allt Þ-bílar sem ég sá á bæjarrölti mínu í dag. En talandi um að einhver setji svip sinn á bæinn, þá finnst mér krakkarnir í vinnuskólanum skipa þar önd- vegi. Þau voru mætt með sópana sína og hjólbörurnar, hreinsandi upp ryk og skít miðbæjarins. Vinnugleðin og ánægjan með lífið og tilveruna skein út úr hverju andliti. Ekki spillti fyrir góða skapinu að stórt og myndar- legt segulbandstæki fylgdi hópn- um eftir, spilandi nýjustu ung- mennatónlistina. Það var ekki laust við að hávær tónlistin sem rann ljúflega út úr segulbandinu hefði einnig jákvæð áhrif á veg- farendur sem áttu leið þarna um. M Aðalsteinn Baldursson með fallegan sanð. Meira að segja konan með fýlu- lega andlitið (ég man aldrei hvað hún heitir) virtist gleyma öllum sínum áhyggjum þegar hún kjag- aði framhjá með innkaupatösk- una sína á leið í kaupfélagið. Hún var allt í einu orðin 20 árum yngri, svei mér ef hún brosti ekki örlítið. Uppi við Hrafntinnu, aðsetur hestamanna, var Bogga Jóns að sækja hrossatað á lóðina sína. Frá Búðará. Hún sagðist hafa lent í miklu basli við að bakka „Bronkónum" með kerruna aftaní, að skíta- haugnum. Þar sem hún var ákveðin í því að sækja skítinn án aðstoðar bónda síns og annarra kalla, lét hún það ekkert á sig fá þótt hún yrði að gera margar til- raunir til þess að nálgast hauginn. Lengra uppi á Reykjaheiðinni var Aðalsteinn Baldursson að sinna ánum sínum og annarra á Björg Jónsdóttir að sækja hrossatað á lóð sína. samyrkjubúi föður síns, Baldurs Árna og fleiri rollukalla. Aðal- steinn var auðvitað ekkert kátur með tíðarfarið, það eru bændur ekki almennt hér fyrir norðan. Hann kvað sauðburð hafa gengið vel og flestar ærnar hefðu verið tvílembdar. „Við höfum þann sið að skírá'oll lömbin. Eitt var skírt Guðrún Helgadóttir. Svo kom í ljós að þetta var hrútur og var þá nafninu breytt í Guðjón. Annað skírðum við Kjartan Jóhannsson. Hann fékk einhverja iumbru greyið og dó. Eftir að hafa dvalið á búgarð- inum um stund lauk þessu bæjar- rölti mínu í listigarðinum við Búðará. Fyrir stuttu hafði sést þar minnkur og var Árni Logi búinn að skjóta a.m.k. eina læðu. Nokkrar endur kúrðu úti í hólma og létu fara vel um sig. Það eru vinsamleg tilmæli til minnka og annarra óvina andanna að láta þessa fallegu fugla í friði. Að öðrum kosti verður að kalla á Árna Loga. Þ.B. „Húsið skal standa í miðjum bænum“ — var samþykkt bæjarstjórnar árið 1898 „Þetta hús hefur langa sögu á bak viö sig,“ sagði Gústaf Njálsson, sem var ásamt Svanbergi Þóröarsyni að setja nýja glugga í „gamla barnaskólann“ á Akureyri. Þetta hús var í upphafi barna- skóli bæjarins, byggt mitt á milli Akureyrar og Oddeyrar, til að leysa ágreining á milli bæjarhlut- anna. Síðar hýsti það Amtsbóka- safnið og til skamms tíma var það notað sem íbúðarhús á vegum bæjarins. Þegar því hlutverki lauk stóð húsið autt og það var líka farið að láta verulega á sjá vegna vanhirðu. Fyrir vikið fór það ekki varhluta af „vandalism- anum“ í mannskepnunni. Enginn hlutur fékk að vera í friði, allt var mölbrotið og meira að segja heil- ir veggir fjarlægðir. Þar hafa „stór börn“ verið að verki, sem langað hefur í gamlan panel. En nú er þetta gamla og fallega hús óðum að breyta um svip. Smiðir Sverris Hermannssonar hafa á undanförnum árum unnið að endurbótum á húsinu. Ný klæðning hefur verið sett á húsið að hluta og nú eru komnir í það nýir gluggar. Einnig hafa steypu- skemmdir í veggjum kjallarans verið lagfærðar. Árangurinn lætur ekki á sér standa, því húsið er óðum að ná sínum gamla svip, eins og gamlir Akureyringar muna hann fallegastan. 6 - DAGUR - 22. júní 1983 • Menn voru ekki á eitt sáttir Árið 1895 ákvað bæjarstjórnin að byggja nýtt skólahús á Akureyri og var Snorra Jónssyni falið að gera teikningar af húsinu og áætl- un um byggingu þess. Á þessum tíma var Kvenna- skóli Eyfirðinga í húsnæðishraki og hafði fengið inni í gamla skólanum í svokallaðri Hav- steensbúð, sem var eitt af kon- ungsverslunarhúsunum. En bær- inn hafði keypt það hús og látið gera þær breytingar sem til þurfti svo kennsla gæti farið þar fram. Ákveðið var að nýja skólahúsið skyldi hýsa bæði kvennaskólann og barnaskólann, og skyldu bæjarstjórn og sýslunefnd byggja húsið í sameiningu. Húsinu var valinn staður á Torfunefi og framkvæmdum átti að ljúka fyrir 1898. Ekkert varð úr framkvæmdum í þetta sinn og var málið tekið til umræðu að nýju 1898. Ný samþykkt var gerð í bæjarstjórn það ár um sameig- inlega skólabyggingu fyrir allan bæinn. Leitað var eftir tilboðum í smíði skólans og var gengið að tilboði Bjarna Einarssonar eftir að hann lækkaði tilboð sitt, sem var 6.350 krónur, um eitt hundr- að krónur. Bæjarfógeti vígði síð- an húsið 18. október árið 1900 og þótti það bera af öllum skólahús- um landsins, að hans sögn. • Ekki dónalegt að hafa gosdrykkja- verksmiðju Fyrsta árið eftir að skólinn tók til starfa var rekin gosdrykkjaverk- smiðja í kjallaranum. Eflaust hefur nemendum ekki þótt það verra, ef þeir hafa þá fengið að njóta góðs af, en um verksmiðj- una segir í blaðagrein frá þeim tíma: „Knut Hertevig hefur stofnað gosdrykkjaverksmiðju í kjallara skólans. Hún framleiðir m.a. sódavatn, sítrón, hindberjalím- onaði, jarðarberjalímonaði. Ennfremur súra og sæta saft, edik og gerpúlver. Hertevig seg- ist hvergi hafa fengið svo gott vatn í gosdrykkjagerð.“ Annars var íbúð í kjallara skólans en honum var að hluta til breytt í kennsluhúsnæði árið 1922. Kennt var í húsinu til ársins 1930 er nýi barnaskólinn uppi á Brekkunni var fullbúinn. Þá fékk Amtsbókasafnið húsið til afnota og var þar í 17-18 ár. Bókavörð- urinn, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, bjó í húsinu flest þau ár. Um tíma rak Akureyrarbær saumastofu í barnaskólanum. Seinustu árin hefur skólinn verið notaður til íbúðar en kjallarinn sem geymsla fyrir Leikfélag Ak- ureyrar. Búið var í húsinu fram undir árslok 1980. Gamall og niðumýddur skóli 1982. Gamalt hús að fá nýjan svip. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur gert úttekt á húsinu. Hann segir að húsið sé vel viðað og traust hús. Ennfremur segir Hjörleifur: „Húsið er sérstakt frá sögulegu sjónarmiði og einnig er það sérstakt sem bygging." • Hvað á að gera við húsið? Viðgerð á húsinu miðar heldur hægt, þar sem árlegar fjárveiting- ar til endurbótanna eru ekki háar. En að því kemur þó að við- gerð lýkur. Þá vaknar sú spurning: Hvað á að gera við húsið? Ýmsar hugmyndir hafa heyrst. Vitað er að Myndlista- skólinn mun hafa hug á að kom- ast í húsið, en aðrir hafa róman- tískari hugmyndir um notkun þess. Bent hefiir verið á, að húsið henti vel fyrir veitingastað. Á efri hæðinni má innrétta hlýlegan veitingasal í gömlum stíl, en það- an er stórkostlegt útsýni yfir Pollinn. Þessi veitingastaður gæti starfað að einhverju leyti í sam- vinnu við Leikhúsið og ekki óraunhæft að gera megi innan- gengt á milli húsanna. Ingvar Gíslason, alþingismaður: Hugsað til Pólverja og páfans í Róm Akureyringar mega gjarnan hugsa til Póllands þessa daga, þegar landið er hvað mest í fréttum, því að um áratugi var Pólland meiri háttar viðskipta- land Akureyringa, einkum mark- aður fyrir norðlenskar gærur og e.t.v. fleiri vörur. Vegna efna- hagsöngþveitis og stjórnmála- óróa í Póllandi lokaðist þessi markaður og olli nokkrum erfið- leikum í atvinnu- og markaðs- málum Akureyringa, a.m.k. um sinn. Svo afdrifaríkir geta at- burðir í fjarlægum löndum orðið og svo augljóst er það að íslend- ingar geta ekki alltaf látið eins og þeim komi ekki við það sem er að gerast í heiminum í kringum þá. II. Ferð Jóhannesar Páls páfa annars til Póllands er greinilega mikill fréttamatur, enda hlýtur það að vekja athygli að sjálfur páfinn í Róm skuli fá tækifæri til þess að ferðast um kommúnistaríki og beita þar áhrifavaldi sínu án um- talsverðrar hindrunar eða íhlut- unar stjórnvalda. Ýtarlegar skýr- ingar á þessu er vafalaust hægt að finna, en geta má þess að Pólland er ekki síður kaþólskt en komm- únískt, - slíkar eru aðstæðurnar í landinu - og stjórnarforystan í Póllandi virðist ekki sjá aðra leið til þjóðareiningar en þá að um- bera kaþólskuna eins og unnt er. Vel má hugsa sér (án allra full- yrðinga), að Pólverjar standi raunverulega á tímamótum hvað varðar pólitíska þróun, þ.e. að þjóðfélagið verði að vissu marki mótað í samráðum við kaþólska menn og í samræmi við kaþólsk viðhorf. í því sambandi mun þó margur spyrja, hvort til sé sam- komulagsgrundvöllur milli kaþólsku og kommúnisma. Er hér ekki um að ræða hugtök sem útiloka hvort annað bæði í orði og á borði? Vafalaust horfir mál- ið þannig við harðlínumönnum á hvorn veginn sem er og í flestra augum mun bilið milli þessara andstæðu fylkinga svo breitt að það verði aldrei brúað. III. Flestir íslendingar ala með sér þá hugmynd um kaþólsku kirkj- una, að setja megi jafnaðarmerki milli páfadóms og pólitískrar íhaldssemi, enda ekki úr lausu lofti gripið. Kaþólsk kirkjuyfir- völd hafa yfirleitt hneigst til kyrr- stöðu í stjórnmálum og stutt við bakið á afturhaldsstjórnum og einræðisherrum í ýmsum löndum. í augum frjálslyndra manna hafa kaþólska kirkjan og páfastóllinn því orðið holdtekja afturhaldsins. Þrátt fyrir það er vafasamt að láta slíka skoðun gilda sem allsherjar- dóm um kaþólskan sið og ka- þólsk viðhorf. Kaþólskan er flóknari en svo, sögulega og menningarlega, að hún verði af- greidd með einu lýsingarorði. Eins og öll menning sem það nafn er gefandi, stendur kaþólsk menning á föstum grunni trúar og siðgæðis og er borin uppi af ýms- um máttarstoðum og innviðum, sem varla verður hnikað til. Kirkjan sem stofnun er óaðskilj- anlegur hluti hins kaþólska heims, kaþólskrar heimsmyndar. Hins vegar er kaþólskan engin myrkrahöll, þar sem hvorki er ljós né ylur, hún er engin þrengslakompa, sem ekki rúmar frjálsa, vísindalega hugsun, sköp- unargáfu og framtak. Sannleikur- inn er sá að í húsi hins kaþólska siðar eru margar vistarverur, sem rúma þetta allt, þótt á ýmsu hafi gengið um það að framfara- sinnuð sjónarmið fengju notið sín fyrir afturhaldstilhneigingum Ingvar Gíslason æðstu yfirvalda kirkjunnar. Ekki er því heldur að neita að ávirð- ingum kaþólskunnar hefur verið haldið meira á loft í sögukennslu og þjóðfélagsumræðu en áhrifum hennar til menningarframfara og mannbóta gegnum aldirnar. ís- lendingar ættu ekki að gleyma því að íslenskar fornbókmenntir, sem eru enn sem fyrr eina viður- kennda framlag þjóðarinnar til heimsmenningarinnar, eru ávöxt- ur kaþólskrar menningar á ís- landi. IV. Núverandi páfi, Jóhannes Páll II., hefur sýnt það með skrifum sín- um oj; ræðum að hann aðhyllist þjóðfélagsumbætur í þágu lág- stétta og erfiðisvinnufólks. Hann hefur opin augu fyrir ranglæti auðvaldsskipulagsins. í nýút- komnu hefti bandaríska frétta- ritsins Newsweek fjallar greinar- höfundur að nafni Kenneth Woodward allýtarlega um stjórn- málaskoðanir páfa og viðhorf hans til launþegastéttar, ekki síst iðnverkafólks. Þar er augljóslega ekki verið að lýsa viðhorfum afturhaldsmanns, heldur félags- hyggjumanns og húmanista. Woodward segir m.a. að páfi virðist hneigjast að „sósíalisma með samvinnusniði" (coopera- tive form of socialism), þar sem verkamenn eigi hlut í framleiðslu- tækjunum og hlutdeild í stjórn þeirra, jafnframt því sem ríkið tryggi réttláta skiptingu lífs- nauðsynja. Þá bendir Woodward á, að páfi hafi í hirðisbréfi sínu „Um vinnuna" fjallað um firring- una (sljóleikann), sem fylgt hafi verksmiðjuvinnu frá fyrstu tíð og enn sé við lýði í verksmiðjuiðn- aði nútímans. Páfi bendir á kald- lyndi auðhringanna og arðrán þeirra gagnvart verkalýð þróun- arlandanna og fordæmir þá efna- hagsstefnu, sem við lýði er m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi að tryggja hag atvinnu- rekstrar með stórfelldu atvinnu- leysi. Að áliti páfa er þetta forkast- anlegt fyrirkomulag, enda and- stætt félagslegum viðhorfum hans og pólitískum siðgæðishugmynd- um, þar sem hann gengur út frá þvf að vinnan sé æðri auðmagn- inu, að vinnan sé til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna vinnunnar, eða eins og sagt hefur verið: Manngildi er ofar auðgildi. í hirðisbréfinu „Um vinnuna“ segir páfi ennfremur að ríkið eigi að haga þannig áætlunum og skipulagningu að allir geti fengið vinnu við sitt hæfi. V. Þannig lýsir Kenneth Woodward stjórnmálaviðhorfum Jóhannesar Páls II., páfans í Róm. Það er ekki trénaður afturhaldsseggur, sem hér á í hlut og hittir stjórn- völd Póllands að máli þessa dag- ana. Þótt réttlætiskennd hans og umbótahugsjón hafi án efa mót- ast á þeim árum sem hann starf- aði heima í Póllandi, fyrst sem verkamaður og síðar sem kennari og prestur í kommúnistaríki, þá er stjórnmálaskoðun hans ekki bundin við Pólland eitt og and- stöðu við kommúnismann þar og í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Gagnrýni hans á óheft auðvalds- skipulag er í þessu sambandi miklu athyglisverðari og ekki síður nærri raunveruleikanum eins og nú háttar þjóðfélags- ástandi í ýmsum kaþólskum löndum, einkum í Mið- og Suður-Ameríku. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála í Póilandi á næstunni og hver áhrif páfa heimsóknin hefur þegar til lengd- ar lætur. Ég minnti á að Akureyr ingar áttu lengi góð viðskipti við Pólverja. Þau liggja nú niðri, en verða vonandi tekin upp aftur, e.t.v. í nýju formi. Ingvar Gíslason. 22. júní 1983-DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.