Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 9
GLÆSIMÖRK — þegar t*ór og Valur skildu jöfn á Akureyrarvelli í gærkvöldi - Það vantaði aðeins herslu- muninn hjá okkur I þessum leik. Við lékum vel í fyrri hálf- leik og vorum betri aðilinn í þeim síðari, en það má e.t.v. segja að jafntefli hafí ekki ver- ið svo ósanngjöm úrslit þrátt fyrir allt, sagði Bjöm Árnason, þjálfari Þórs eftir Ieik Þórs og Vals í 1. deildarkeppninni í gærkvöldi. Áhorfendur fengu að sjá þrjú glæsimörk í þessum fyrsta leik 1. deildar á Akureyrarvelli og það var svo sannarlega leikið fyrir áhorfendur fyrstu mínúturnar. Fyrsta markið kom þegar á 3. mínútu en þá fengu Þórsarar dæmda hornspyrnu. Guðjón Guðmundsson, besti maður vall- arins hafði betur í baráttunni við varnarmenn Vals og náði að skalla boltann til Sigurðar Péturs- sonar sem gaf sér góðan tíma fyrir framan Valsmarkið og skoraði af stuttu færi. Sigurður sem kom inn í Þórsliðið fyrir Helga Bentsson sem var í leikbanni var svo aftur á ferðinni á 16. mínútu en þá skaut hann lúmsku langskoti af um 30 metra færi yfir Sigurð Har- aldsson, markvörð sem hafði hætt sér of framarlega. Sannar- lega glæsilegt mark og staðan allt í einu orðin 2:0 Þórsurum í vil. Golfklúbbur Akureyrar: 2 mót um helgina Tvö golfmót verða hjá Golf- klúbbi Akureyrar um belgina. Reyndar var ekkert mót á dagskrá samkvæmt mótaskrá, en þar sem fresta varð opna Sauðár- króksmótinu vegna slæmra. vall- arskilyrða voru tvö frestuð mót sett á dagskrá. Á laugardag verður Olíubikar- inn á dagskrá, 18 holu höggleikur og er hér um „uppstilingu" að ræða, en það þýðir að keppend- um verður síðan raðað upp eftir árangri til þess að leika holu- keppni með úrsláttarfyrirkomu- lagi. Á sunnudag er svo 18 holu drengjamót með forgjöf á dagskrá. Bikarleikir á Húsa- vík og Ólafsfirði I kvöld fæst úr því skoríð hvaða tvö lið það verða úr Norðurlandsriðli Bikarkeppni Knattspyrnusambands íslands sem komast í aðalkeppni 16 liða, en þá mæta liðin úr 1. deild til keppni. Stórleikur verður því á Húsa- vík í kvöld þegar Völsungar fá hina baráttuglöðu Siglfirðinga í heimsókn til sín. Siglfirðingar gerðu sér lítið fyrir og slógu KA út í fyrstu umferðinni á Siglu- firði, en þá unnu Völsungar lið Vorboðans úr 4. deild. Hinn leikurinn er á milli Leift- urs og Tindastóls og fer hann fram á Ólafsfirði. Á pappírnum eru Tindastólsmenn sterkari en Leifturs-liðið hefur bitið hressi- lega frá sér í leikjum sínum í sumar og skora mikið af mörkum. Jakob verður áfram hjá KA. Þessi mörk Þórsara virtust virka eins og köld vatnsgusa framan í Valsmennina því að nú hófu þeir að sækja af miklum krafti og mínútu síðar höfðu þeir minnkað muninn í eitt mark. Ingi Björn Albertsson tók langt inn- kast og eftir nokkra þvögu barst boltinn út í teiginn til Gríms Sæmundssonar sem skaut föstu jarðskoti í stöng en þaðan fór boltinn í bakið á Þorsteini Ólafs- syni, markverði og í netið. Glæsi- mark númer tvö var orðið stað- reynd en lokaorðið í þessari glæsimarkasyrpu átti svo marka- kóngurinn Ingi Björn Alberts- son. Þetta var á sjálfri markamín- útunni (43. mín) en þá braust Bergþór Magnússon upp kantinn og sendi boltann beint á Inga Björn sem hamraði knöttinn í netið. Glæsilegt skallamark og Þorsteinn fékk ekki rönd við reist. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörlega leikinn en Þórsarar voru samt sem áður betri aðilinn. Reyndar léku Valsmenn aðeins tíu allan hálfleikinn þar sem fyrir- liðanum Grími Sæmundssyni var vikið af leikvelli þegar á 46. mín- útu. Góður dómari leiksins Frið- geir Hallgrímsson sýndi Grími rauða spjaldið eftir að Grímur hafði stöðvað Bjarna Svein- björnsson á klaufalegan hátt með handafli. Þrír leikmenn til við- bótar fengu að sjá guia spjaldið, þeir Sigurbjörn Viðarsson og Sig- urður Pálsson hjá Þór og Hilmar Sighvatsson hjá Val. Besta mark- tækifæri hálfleiksins átti Guð- mundur Þorbjörnsson, Val en Þorsteinn varði hörkuskot hans í slá og þaðan fór knötturinn aftur fyrir endamörk. - Það var blóðugt að ná ekki báðum stigunum, sagði Guð- mundur Sigurbjörnsson, formað- ur knattspyrnudeildar Þórs eftir leikinn. - Við sóttum án atláts en gæfan brosti ekki við okkur að þessu sinni. - ESE Staðan ÞÓR - VALUR KR - ÍBÍ ÍBV 7 3 2 2 13:6 2:2 0:0 8 UBK 7 3 2 2 6:4 8 KR 7 2 4 1 8:9 8 ÍA 6 3 12 7:3 7 Valur 7 3 13 12:14 7 ÍBÍ 7 2 3 2 7:9 7 Þór 7 14 2 8:9 6 Þróttur 7 2 2 3 8:12 6 Vík 6 13 2 5:7 5 ÍBK 5 2 0 3 7:8 4 Halldór Áskelsson þramar knettinum í átt a Valsmarkinu. Ingi Bjöm Albertsson sem skoraði sitt 103 mark í 1. deildarkeppninni í leiknum er til vamar. Ingi Björa er nú markhæstur í 1. deild með 5 mörk. Mynd: KGA „Jakob verður áfram h|á KA „Það er enginn uppgjafartónn í okkur KA-mönnum og of snemmt að afskrífa okkur,“ sagði Þorieifur Ananíasson, leikmaður og fyrirliði KA í handknattleik, er við ræddum við hann. í síðustu viku sögð- um við frá því að KA væri búið að missa fimm leikmenn og tveir til viðbótar færu hugsan- lega og því væri erfítt framund- an hjá KA í 1. deildinni. „Auðvitað verður þetta erfitt en við höfum séð það svart áður. Það er afráðið að Jakob Jónsson verði áfram hjá okkur þótt það kosti hann hugsanlega sæti í ung- lingalandsliðinu. Handknatt- leikssambandið vinnur nefnilega eftir „Esju-kenningunni“ en hún er þannig að allt sé nothæft í landslið sem er Reykjavíkurmeg- in vði Esjuna, hitt má eiga sig. En Jakob ætlar að vera hér og hjálpa okkur í baráttunni. Þá eigum við einnig von á yngri leikmönnum. Við höfum verið með ágæta yngri flokka og t.d. var 2. flokkur okkar í fyrra mjög góður og stóð sig vel í íslands mótinu. Þá er það ákveðið að ef Erlingur Kristjánsson, sem verð- ur við nám í Reykjavík, spilar handknattleik þá spilar hann með KA en ekki öðru félagi. Við munum því bíta á jaxlinn þrátt fyrir þann mannamissi sem við höfum orðið fyrir og gefumst ekki upp, sagði Þorleifur. Vinabæjarmót í Randers Dagana 5.-7. ágúst nk. fer fram vinabæjarmót I Randers í Danmörku. Keppt verður í knattspyrnu drenga og frjáls- íþróttum stúlkna og pilta á aldrinum 12-14 ára. Ferðin verður þátttakendum að kostnaðarlausu, en ferða- kostnað greiðir Akureyrarbær og Randers. Þeir unglingar á þess- um aldri sem áhuga hafa á að æfa frjálsíþróttir með þátttöku í huga hafi samband við Ingunni Einars- dóttur þjálfara símar 26191 eða 26000 eða formann ÍBA Knút Otterstedt í síma 24164 eða 21000 sem allraTyrst. 22. jún( 1983-DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.