Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 1
STÚDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 29. júní 1983 70. tölublað 200 millj- ónir kr. fara í Blöndu- virkjun á árinu -50mannsstarfaaö undirbúningsfram- kvæmdum „Þær framkvæmdir sem nú eru í gangi eru undirbúningsfram- kvæmdir, aðalverkefnið er uppbygging á Kjalveginum inn að stíflu," sagði Ólafur Jens- son verkfræðingur hjá Lands- virkjun þegar Dagur innti hann fregna af gangi mála við virkjun Blöndu. Á næstunni fer í gang enn frek- ari undirvinna fyrir skála og flutningur á þeim. „Framkvæmd- ir við jarðgöng munu að öllum líkindum hefjast í haust," sagði Ólafur, en segja má að með því verki hefjist eiginlegar fram- kvæmdir við virkjunina. Jarð- gangavinnan mun væntanlega verða nokkuð samfelld frá því byrjað er og þar til yfir lýkur. Vinna við stíflurnar hefst ekki fyrr en á næsta ári en stefnt er að því að fyrsta vél virkjunarinnar fari í gang haustið 1987. Alls eru nú að störfum um 50 manns við þau verk sem verið er að vinna, flestir eru það starfs- menn Vegagerðar ríkisins, sem sér um vegaframkvæmdir. Auk þeirra eru starfsmenn Lands- virkjunar á staðnumr Reiknað er með að verkefni þessa árs muni kosta tvö hundruð milljónir miðað við verðlag í vor. „Og það er það fé sem við þurf- um í þessar framkvæmdir," sagði Ólafur. „t>að liggur ekki endan- lega fyrir hvernig fjárveitingum á næstu árum verður háttað." í alla nótt unnu vaskar sveitir sjálfboðaliða við lokafrágang á þar hefst Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna á morgun og sumarsins hérlendis. Hestar og hestamenn eru þegar mættir á tók þessa mynd á Melgerðismelum í gærkvöldi. Melgerðismelum í Eyjafirði en er það stærsta hestamannamót svæðið en Gestur E. Jónasson Tímatal bæjarstjórnar Skriðuföll -bis.3 Bubbiog rækjan -bls.6-7 Flýta sérhægt - bls. 2 Óróleiki í Fræðsluráði Norðurlandskjördæmis eystra: af sér „Það er rétt, ég mun hefja störf sem fræðslustjóri í Norðurlandskjördæmi eystra 1. ágúst, enda hef ég verið ráðinn tU þess starfs, þótt ég hafi verið í launalausu leyií frá því í tvö ár." sagði Sturla Krístjánsson, fræðslustjóri og fyrrverandi skólastjórí Þelamerkurskóla, í samtali við Dag. Sturla var settur skólastjóri Þelamerkurskóla haustið 1981. Um leið fékk hann launalaust leyfi frá fræðslustjóraembættinu í eitt ár. Staðgengill hans í það embætti var ráðinn Ingólfur Ár- mannsson, sem fékk launalaust leyfi frá yfirkennarastöðu við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Sturla var síðan endursettur skólastjóri við Þelamerkurskóla sl. haust og aftur varð fræðslu- nefnd við óskum hans um ársleyfi Mikið kalið - Allt að því 70% kal í túnum Þingeyinga „Það er verulegt kal í túnum og heldur slæmt ástand hjá bændum hér um slóðir," sagði Stefán Skaftason ráðunautur í Straumnesi í Aðaldal, er Dag- ur hafði samband við hann. „Það er allt upp í 70% kal í sumum túnum hér, en sem betur fer snertir þetta ekki alla bændur. Þetta er líklega verst á Stöng og einnig í félagsræktun þeirra Mývetninga þar er verulegt kal. Það er einnig kal í túnum í Reykjahverfi, í Bárðardal og í Kinn. En þetta er nú ekki kal eins og það var verst hér á kalár- unum og víðast er þetta þannig að þetta bjargast. En þrátt fyrir það er þetta tilfinnanlega kalt hjá einstaka bónda," sagði Stefán Skaftason, ráðunautur, að lokum. frá fræðslustjóraembættinu. Ing- ólfur sagði hins vegar yfir- kennarastöðu sinni lausri. Það gerðist síðan á liðnu skólaári, að íngvar Gíslason, þáverandi rnenntamálaráðherra, vék Sturlu ír starfi ásamt einum kennara en Deir voru taldir eiga sök á lang- /arandi misklíð innan kennara- iiðs skólans, að mati ráðherrans. Sigurður Óli Brynjólfsson er for- maður Fræðsluráðs Norðurlands- kjördæmis eystra. Hann sagði af sér á fundi fræðsluráðs í síðustu viku, en á næsta fundi á undan hafði Sturla staðfest þá ætlun sína að taka aftur við fyrra em- bætti. Sigurður Óli lét gera eftir- farandi bókun: „Af ástæðum sem ég hirði ekki um að tilgreina tel ég mér ekki fært að starfa í fræðsluráði frá 1. ágúst nk. að telja. Ég óska eftir því að vara- maður minn í fræðsluráði, Jó- hannes Sigvaldason, verði boð- aður á fundi í minn stað og að varaformaður gegni störfum for- manns frá þeim tíma, án frekari milligöngu minnar þar til ég til- kynni annað. Meðan fyrrgreind skipan stendur sé ég ekki ástæðu til að skrifstofan sendi mér gögn sem fræðsluráðsmanni. Ég þakka fræðsluráðsmönnum og settum fræðslustjóra góða samvinnu undanfarið og óska þeim velfarn- aðar í störfum á breyttum og óbreyttum vettvangi". Sigurður Óli var spurður, hvort ástæðan fyrir afsögn hans væri sú, að Sturla kemur aftur til starfa sama dag og afsögnin tekur gildi? • „Ef blaðamanni finnst það lík- leg ástæða, þá getur hann nefnt það eins og hvað annað. Ég svara því hvorki játandi né neitandi," svaraði Sigurður Óli. Ingólfur Ármannsson, sem verið hefur fræðslustjóri undan- farin tvö ár, lætur af störfum 1. ágúst. Hann hefur verið ráðinn kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, en jafnframt er hann formaður skólanefndar Akureyr- ar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.