Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 9
Bikarkeppni KSÍ: Siglfirðingar unnu óvæntan sigur - sigruðu Völsung á Húsavík 3:2 Lið KS frá Siglufírði vann í gærkvöldi nokkuð óvæntan sigur á Yölsungi í bikarkeppni KSÍ á Húsavíkurvelli. Fyrir leikinn var búist við því að Húsvíkingarnir, sem nú eru efstir í 2. deild og hafa leikið mjög vel ■ sumar, myndu vinna öruggan sigur en Siglfírðingar mættu mjög ákveðnir til Ieiks og áður en yfír lauk höfðu þeir gert bikardraum Húsvíkinga að engu. Völsungar byrjuðu mun betur í leiknum í gærkvöld en þegar frá fyrstu mínútu var ljóst að Siglfirðingarnir ætluðu að selja sig dýrt. Vörn þeirra var mjög vel skipulögð og spiluðu þeir upp á að beita skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins kom einmitt eftir slíka skyndisókn en þá skoraði Björn Ingimarsson fyrir KS. Þetta var á 10. mínútu leiksins en 1. DEILD: IBV 8 4 2 2 15:7 10 KR 8 2 5 I 9:10 9 UBK 7 3 2 2 6:4 8 Valur 8 3 2 3 13:15 8 ÍBÍ 8 2 4 2 8:10 8 Þór 8 15 2 8:9 7 ÍA 7 3 13 8:5 7 Vfkingur 7 1 4 2 5:7 6 Þróttur 7 2 2 3 8:12 6 ÍBK 6 2 13 8:9 5 MARKAHÆSTU MENN: Ingi Björn Albertsson, Val 6 Hlynur Stefánsson, ÍBV 4 Kári Þorleifsson, ÍBV 4 2. deild: 2, DEILD: Völsungu r 7 5 L 1 9:3 11 KA 6 3; 1 13:7 8 UMFN 6 4 ( 2 8:3 8 Fram 5 3 1 6:3 7 Víðir 6 3 1 2 3:3 7 'KS 7 i : 3 6:7 6 Reynir 7 i ; 4 4:11 4 Einherji 4 I 2 1:3 3 FH 5 1 1 3 3:7 3 Fylkir 7 1 1 5 7:9 3 MARKAHÆSTU MENN: Hinrik Þórhallsson, KA 4 Jón Halldórsson, UMFN 4 3. deild: 3. DEILD: Austri 6 5 0 1 14:5 10 Tindastóll 5 4 1 0 12:3 9 Þróttur N. 6 4 0 2 9:7 8 Huginii 6 3 1 2 8:7 7 Magni 4 2 0 2 4:3 4 Valur 5 2 0 3 5:7 4 HSÞ 6 1 0 5 5:12 2 Sindri 6 0 0 6 4:17 0 MARKAHÆSTU MENN: Gústaf Ómarsson, Valur 4 Guöbrandur Guöbrandsson, Tindustóll 4 Sigurður Friðjónsson. Þróttur 4 4. deild: 4 DF.II.D E: Leiftur 3 3 0 0 13:2 6 Reynir 3 2 0 1 6:2 4 Vorboðinn 4 2 0 2 10:8 4 Vaskur 3 1 0 2 4:7 2 Árroðinn 3 2 0 1 4:8 4 Svarfdælir 4 0 0 4 2:12 0 4 DEILD D: Hvðt 2 2 0 0 3:0 4 Skytturnar 3 111 2:2 3 HSS 2 1 0 1 3:2 2 Glóðafeykir 3 0 1 2 0:4 1 eftir markið þyngdist sókn Völs- unga og fimm mínútum síðar skall hurð nærri hælum við KS- markið en sóknarmönnum Völs- ungs tókst ekki að koma boltan- um í netið. Það tókst hins vegar Jónasi Hallgrímssyni, Völsungi, í næstu sókn er þrumuskalli hans þandi netmöskvana. Var mark þetta eitt það glæsilegasta sem sést hefur frá því að byrjað var að leika knattspyrnu á Húsavík. Sveinn Freysson, hægri bakvörð- ur Völsungs, sem verið hefur einn besti maður liðsins í suniar sendi góða sendingu langt fyrir markið þar sem Jónas tók við boltanum og skallaði hann í netið af löngu færi. En Völsungar nutu ekki þessa jöfnunarmarks lengi því á 25. mínútu skoraði hinn eldfljóti sóknarmaður Siglfirðinga, Haf- þór Kolbeinsson, eftir skyndi- sókn. Mínútu síðar sneru Völsungar svo vörn í sókn og Jónas Hall- grímsson jafnaði metin á nýjan leik með góðu skoti eftir send- ingu frá Kristjáni Kristjánssyni. Það sem eftir lifði hálfleiksins fengu liðin sitt hvort dauðafærið og m.a. brenndu Siglfirðingar af á marklínu þegar allt virtist erfið- ara að skora. Sigurmark KS kom svo á 55. mínútu eftir enn eina skyndi- sóknina. Hörður Júlíusson var þar að verki eftir að Gunnar Straumland, markvörður, hafði hrasað í drullunni í markteignum með þeim afleiðingum að hann missti boltann undir sig og í netið. Að sögn heimildarmanns Dags á Húsavík var sigur KS-manna ekki ósanngjarn. Liðið barðist vel og nýtti skyndisóknirnar út í ystu æsar en Völsungar fóru ekki eins vel með sín færi og þeim Halldór Jóhannesson frá Akureyri. Mynd: ESE Halldór efstur Eftir þrjár umferðir á íslands- nieistaramótinu í torfæruakstri er Akureyringurinn Halldór Jóhannesson í fyrsta sæti með 10 stig. Halldór hafnaði í öðru sæti í þriðju torfærukeppni ársins sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en þetta var jafn- framt í fyrsta skipti sem alvöru torfærukeppni fer fram í Eyjum. Fyrir frammistöðu sína fékk Halldór 3 stig en sigurvegarinn Kári Halldórsson fékk 4 stig. Þriðji í keppninni varð Sigurður Vilhjálmsson og er hann nú í þriðja sæti í keppninni um ís- landsmeistaratitilinn með 6 stig. íslandsmeistarinn Bergþór Guðjónsson gat ekki tekið þátt í keppninni þar sem bíll hans bil- aði skömmu áður en keppnin átti að hefjast, en Bergþór er nú í öðru sæti í keppninni um titilinn með 7 stig. Innanfélagsmót Óðins: Sex Akureyrar- met í sundinu Sunnudaginn 19. júní fór fram innanfélagsmót. Sex Akureyrar- met voru sett á mótinu og voru tvö þeirra mest áberandi. Annað var met Geirs Baldurssonar í 50 metra skriðsundi því hann bætti 15 ára gamalt met Óla G. Jó- hannssonar sem var 27,8 sekúnd- ur. Geir synti á tímanum 27,4 sek. en gat greinilega gert betur því hann synti á 26,6 sek. í boð- sundi rétt á eftir en sá tími telst ekki gildur þar sem aðeins fyrsti maður í boðsundssveit getur haft löglegan millitíma. Hitt metið var í 4x50 m skrið- sundi karla en þá bættu þeir Óð- insmenn 16 ára gamalt met, syntu á 1:52,0 mín. en gamla metið var 1:54,5 mín. Þar með bættu þeir einnigNorðurlandsmetið, 1:53,5, en það áttu Siglfirðingar. Svavar Þ. Guðmundsson setti tvö met í sveinaflokki, synti 50 m baksund á tímanum 39,6 sek. og 100 m flugsund á 1:26,2 mín. Silja Ómarsdóttir setti met í 100 metra baksundi meyja á tímanum 1:41,5 mín. Loks bættu karlarnir metið í 4x50 metra fjórsundi, syntu á 2:12,3 mín. tókst ekki að gera út um leikinn þó þeir réðu mestu um gang hans og spiluðu mun betur saman en Siglfirðingarnir. Þóroddur Hjaltalín, dómari, sem átti slakan dag sýndi Óla Agnarssyni, KS, gula spjaldið en KS mætir nú Fylki í Reykjavík í næstu umferð bikarkeppninnar. - HJ/ESE Tindastóll áfram Leikmenn Tindastóls fá ÍBK í heimsókn í næstu umferð bik- arkeppni KSI. Þetta var ljóst eftir að Tinda- stóll hafði sigrað Leiftur á Ólafs- firði með þrem mörkum gegn einu. Markaskorarinn, Sigfinnur Sigurjónsson, skoraði tvö mörk fyrir Tindastól og Örn Ragnars- son eitt mark en Sigurbjörn Jak- obsson skoraði fyrir Leiftur. ESE Golf: mm mm mm r m Morg mot um helgina Það verður mikið um að vera hjá kylfíngum um helgina. Þrjú golfmót verða haldin á Jaðarsvelli um helgina og á Nesvelli verður Unglinga- meistaramót íslands á dagskrá. Kl. 10 á laugardag hefst keppni um Jóhannesarbikarinn en það er 18 holu höggleikur fyrir 50 ára og eldri opið öllum. Kl. 11 hefst kvennamót, en þar eru leiknar 18 holur með og án forgjafar. Kl. 13 er nýliðakeppni (uppstilling) 18 holu höggleikur. Unglingameistaramótið stend- ur bæði laugardag og sunnudag og eiga Akureyringar nokkra þátttakendur á mótinu. Sporthúyd HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Adidas New York st. 36-58. 29. júní 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.