Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON,
ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG
ÞORKELL BJORNSSON (HÚSAVlK)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Framhald
sjálfstæðisbaráttunnar
Lestur forustugreina í Ríkisútvarpinu er
merkilegur þáttur í hinni pólitísku umræðu í
þjóðfélaginu og er óhætt að fullyrða að hann
stuðlar flestu öðru fremur að vakandi meðvit-
und almennings út um breiðar byggðir lands-
ins um hreyfingar og gang þjóðmálanna um
leið og þær gerast. Þessar greinar eru að sjálf-
sögðu misjafnlega úr garði gerðar og sumar
hverjar ekki merkilegir smíðisgripir en spegla
þó vel íslenska pólitík með kostum hennar og
löstum.
Nú í seinni tíð hefur það bætt og breikkað
tóninn í þessum lestri að raddirnar eru ekki
allar runnar upp úr dagblöðum Reykjavíkur-
borgar. Héraðs- og byggðablöð hringinn í
kring um land fá senuna til umráða á mánu-
dögum og auðga til muna alla umræðuna.
Mest munar þó um þátt þessa blaðs, Dags,
sem nær að blanda sér í umræðuna þrisvar í
viku og hefur þar með rofið einokun Reykja-
víkurpressunnar til frambúðar. Það verður
vart ofsögum sagt hve mikilvægt það er fyrir
landsbyggðina að ná einhverjum árangri í að
hamla gegn því sem kalla mætti menningar-
lega einokun höfuðborgarsvæðisins. Og
þetta, að geta látið rödd sína hljóma í söng-
sveit dagblaðanna, er árangur sem skiptir
máli.
Það vottar vissulega fyrir góðri þróun í
þessa átt á fleiri sviðum fjölmiðla. Stofnun
RIJVAK, deildar Ríkisútvarpsins á Akureyri,
er dæmi um annan þátt sem vel og menning-
arlega hefur tekist frá upphafi.
En enginn lifir af menningu og andlegheit-
um einum saman, hann þarf líka daglegt
brauð.
Og þannig er það með Norðurland og raun-
ar landsbyggðina alla, hún heldur ekki hlut
sínum nema atvinnulífið sé líka nægilega
kröftugt.
En því er einmitt ekki til að dreifa og hér við
Eyjafjörð á atvinnulífið t.d. í vök að verjast.
• Þrátt fyrir sterkan landbúnað og öfluga
sjósókn og þrátt fyrir myndarlegan iðnrekstur
samvinnumanna og fleiri aðila er dauft yfir
atvinnulífinu. Og því miður er vel hægt að
hugsa sér að það geti kreppt til muna meir að
okkar hefðbundnu atvinnuvegum af náttúr-
unnar völdum heldur en við höfum reynt um
sinn og leikur þó veðurfarið ekki beinlínis við
okkur þessi árin.
Nú er það nokkurn veginn öruggt mál að í
hönd fer hér á landi tími vaxandi orkuiðnaðar.
Hann er raunar hafinn og mikil og dýrmæt
reynsla hefur fengist þ.á m. víti til varnaðar í
samskiptum við erlent kapítal. Næstu ár
munu trúlega skera úr um það hvaða áhrif
orkuiðnaður kemur til með að hafa á búsetu
þjóðarinnar í landinu. Þau áhrif geta orðið
mjög afgerandi og líklega óafturkallanleg.
Orkuiðnaður getur, ef vel tekst til um stað-
arval, orðið aflgjafi til kröftugs viðnáms í
byggðunum. Ef illa tekst til verður hann til-
efni nýrrar og stórfelldrar búseturöskunar og
enn þverrandi máttar landshlutanna gagn-
vart höfuðborgarsvæðinu og þá^ er stutt í það
að slagorðið um „borgríkið ísland" verði
söguleg staðreynd.
H.E.Þ.
Þroskaheftir frá Svíþjóð
spila fyrir Norðlendinga
Væntanlegur er hópur nem-
enda úr sérskólum í Vásterás í
Svíþjóð. Þetta er 20 manna
hópur hlómlistarfólks þroska-
heftra sem nefna sig Arosblás-
ara ásamt stjórnandanum
Stínu Járvá og fararstjórum.
Veg og vanda af heimsókn
þessa hóps hefur Hólmfríður
Gísladóttir frá Akureyri, en hún
vinnur nú hjá Rauða krossi ís-
lands og kynntist hún þessum
hópi í gegnum starf sitt. Akur-
eyrarbær annast móttökur hér á
Akureyri og sjá flt. frá æskulýðs-
ráði, Sólborg, foreldrafélagi
barna með sérþarfir og forstöðu-
maður Skíðastaða um hópinn í
stuttri heimsókn hér.
Hópurinn kemur til Akureyrar
fimmtudagsmorguninn 7. júlí og
fer aftur að kvöldi næsta dags. A
fimmtudag verður farið í ferðalag
til Ólafsfjarðar og Dalvíkur þar
sem gestirnir munu leika á hljóð-
færi sín í Tjarnarborg og Dalbæ
á Dalvík. Á fimmtudagskvöld
verður opið hús í félagsmiðstöð-
inni í Lundarskóla fyrir alla sem
þangað vilja koma og munu Ar-
osblásararnir skemmta þar. Þar
verður einnig diskótek o.fl. Sama
kvöld mun stjórnandi hljómsveit-
arinnar Stína Járvá leiðbeina og
kynna þeim er þess óska hvernig
hægt er að nota músík til að
þroska hæfileika þroskahefts
fólks. Þessi fundur verður í
Lundarskóla fimmtudagskvöldið
7. júlí og hefst kl. 20.30. Þá mun
hljómsveitin koma fram að Sól-
borg og um eftirmiðdag á föstu-
daginn 8. júlí mun hún koma
fram í miðbænum ef veður leyfir.
Arosblásarna
Hljómsveitin Arosblásararnir er
skipuð nemendum úr sérskólum
í Vásterás í Svíþjóð. Stína Járvá,
sem starfar sem “musikterapeut“
og “musikpedagog“ við sérskóla
ríkisins í Vásterás í Svíþjóð,
(musidpedagog og musikterapeut
nota tónlist til að stuðla að
þroska og uppeldi) uppgötvaði
fyrir 15 árum hina miklu tónlist-
arhæfileika sem hinir þroska-
heftu búa yfir og hefur hún
þroskað þessa hæfileika til tón-
listarstarfs sem er einstætt í land-
inu.
80% nemendanna spila á blást-
urshljóðfæri. Það hefur skapað
þörf fyrir einn fastráðinn tónlist-
arkennara og fjóra stunda-
kennara sem kenna einum
trommu-, blásturs- og „rytrnik"-
hópi elsta og stærsta blokkflautu-
hópi.
Samvinna er milli ríkis og tón-
listarskólans sem skipta með sér
kostnaðinum við hljómsveitina.
Umtalsverður jöfnuður hefur
orðið með grunnskólum og sér-
skólum á þann hátt að myndast
hafa tónlistarhópar sem spila
saman í skólanum og þar geta
hinir þroskaheftu lagt sitt af
mörkum og verið með öðrum
nemendum í grunnskólum.
Vegna næmis síns í tónlistar-
túlkun hafa nemendur frá sér-
skólunum orðið þekktir og mikils
metnir í samstarfinu.
Starfsemi sem þessi væri mögu-
leg í öllum landshlutum en þar eð
hinir þroskaheftu eru vanmetnir
og almennt ekki álitnir geta vald-
ið blásturshljóðfæri heldur aðeins
ásláttarhljóðfæri þá er mjög
mikils vert að sýna fram á að með
þolinmæði og trausti er hægt að
ná svo góðum árangri í tónlistar-
iðkun. Þetta starf er einnig
þroskandi. Nemendur þjálfa at-
hafnir sem annars væri erfitt að
hvetja þá til. Má þar nefna ein-
beitingu, samræmingu og kunn-
áttu í að lesa tákn. Umgengni við
aðra þjálfast einnig í hópvinn-
unni.
Blokkflautuhópurinn vinnur
eftir merkjakerfi sem samið er af
dönskum kennara, Frode
Bavnild, sem nú er látinn. Stína
Járvá, sem starfaði með honum í
mörg ár, segir: „Það skiptir ekki
máli hvort maður lærir að spila á
venjulegan hefðbundirnn hátt
eða með einföldu merkjakerfi,
aðalatriðið er að geta túlkað
tónlistina tilfinningalega. Þetta
hafa nemendur okkar sýnt að þau
geta, þar eð hæfileiki þeirra til að
láta í ljós tilfinningar er fullkom-
lega heilbrigður."
Tveir amerískir vísindamenn
hafa komist að raun um að tón-
listarmiðstöð heilans liggur það
aftarlega og innarlega að hún
skaddast ekki við meðfædda
heilaskemmd eða annan skaða á
heila.
Æskan með
áskrifenda-
getraun
Fyrir skömmu var dregið í 1. hluta áskrifenda-
getraunar Æskunnar 1983. Vinningar voru
þrjú reiðhjól.
Að vonum barst fjöldi réttra lausna. Vinn-
igshafar urðu þau Auður Þótisdóttir, Bylgju-
byggð 16, Ólafsfirði, Skúli Eiríksson, Syðri-
Völlum, Vestur-Húnavatnssýslu og Inga Brá
Vigfúsdóttir, Akraseli 11, Reykjavík.
Spurningar í 2. hluta getraunarinnar verða
birtar í júlí/ágústblaði Æskunnar. Þann 1.
október verður dregið um tvær unglingasam-
stæður, hillu- og skrifborðssett með plötuhólfi
frá Trésmiðjunni Víði hf.
Inga Brá Vigfúsdóttir með vinninginn sinn.
4 - DAGUR - 29. júní 1983