Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 10
Mjög vel með farin myndavél til sölu, Pentax ME ásamt linsum 80-200 mm zoom 1:4,5, 135 mm 1:2,5, 28 mm 1:2,8 einnig 300 mm Canon 1:4,5. Selst saman eða sitt [ hvoru lagi. Hagstætt verð. Einnig er fallegur stofuskápur til sölu á sama stað. Uppl. í síma 21848 eftir kl. 19. Nýlegt furusófasett tíl sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 24421. Til sölu: Svefnsófi verð kr. 2.500, barnavagn verð kr. 2.500 og skrif- borð með hillum í barnaherbergi verð kr. 1.000. Uppl. í síma 25247 eftir kl. 7 á kvöldin. 16 feta hradbátur til sölu. Uppl. í símum 24646 og 24443. Kaup Passamyndír tilbúnar strax. ☆ Einnig höfum við fjölbreytt úrval nonðun mynol LJÓSMVNDASTOFA Slmi 96-22807 • Pósthólf 464 Glerárgötu 20 • 602 Akureyri Kona óskar eftir vinnu sem fyrst. Sveitavinna kemur til greina. Uppl. í síma 26059. Húsnæði Nýlegt reiðhjól óskast keypt handa 10 ára stelpu. Uppl. í síma 21185. Hús til sölu í nágrenni Húsavík- ur. Er ófullklárað en íbúðarhæft. Uppl. í síma 43928. Herbergi til leigu. Tvö herbergi í kjallara syðst í Þórunnarstræti. Annað er 6,32 fm en hitt 8,12 fm. Snyrting og inngangur sér. Leigist frá 1. júlí. Uppl. í sína 24987 eftir kl. 7 á kvöldin. Ung stúlka óskar eftir að taka á leigu herbergi með eldunaraö- stöðu. Uppl. í síma 25588 á milli kl. 19.00 og 21.00. Ungt par óskar eftir lítilli íbúð á leigu í júlí, ágúst og september. Uppl. í síma 24629. Óska eftir íbúð til leigu fyrir 1. sept. Helst í Lundahverfi. Fyrir- framgreiðsla. Uppl. í símum 25419 og 23790. íbúð óskast. Óska eftir 2ja-3ja herb. íbúö í góðu ástandi og á góðum kjörum til leigu frá 1. sept. nk. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 41401 á kvöldin. íbúð - kvenreiðhjól: Stór 3ja herb. íbúð til leigu í Lundahverfi. Á sama stað óskast vel með farið kvenreiðhjól til kaups. Uppl. í síma 24303 eftir kl. 19.00. Herbergi til leigu á Eyrinni fyrir stúlku. Uppl. i síma 21172 eftir kl. 17.00. Húsnæði. Erum að byggja og vantar 2ja-3ja herb. íbúð í 6-8 mánuði. Erum húsnæðislaus frá 1. júli nk. Uppl. í símum 22334 og 23469. 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu frá 1. sept. Uppl. í síma 96- 61126 eftir kl. 19.00. Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land, Tryggvabraut 22, sími 25055. Ferðafðlk Norðlendingar. Gistið þægilega og ódýrt þegar þið ferðist um Vest- firði. Svefnpokagisting í 2-4 manna herbergjum, búnum hús- gögnum. Eldhús með áhöldum, heitt og kalt vatn, setustofa. Einnig tilvalið fyrir hópferðir. Vinsamleg- ast pantið með fyrirvara ef hægt er. Söluskáli á staðnum. Verið vel- komin. Bær, Reykhólasveit, sími 93- 4757. Það er alltaf opið hjá okkur. Barnagæsla Óska eftir 11—14 ára stelpu fyrir hádegi til að passa 2ja ára stelpu í tvær vikur frá 4. júlí til 15. júlí. Uppl. í síma 25074. Óska eftir barnfóstru til að gæta 2ja drengja, 3ja ára og tæplega 5 ára. Uppl. í síma 24472 eftir kl. 19.00. Tapað Blár páfagaukur tapaðist þann 23. júní sl. frá Reynivöllum 4, Ak- ureyri. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 22467. Jarpskjóttur, sokkóttur hestur tapaðist úr hólfi neðan við bæinn Glerá sl. fimmtudagskvöld (23. júní). Hesturinn erómarkaður, lítið taminn, með svart fax og tagl og með alla hófa hvíta. Nýjárnaður. Þeir sem hafa orðið varir við hest- inn og geta gefið upplýsinsgar um hann hafi samband við Frímann á afgreiðslu Dags eða í síma 21830 eftir kl. 17.00 Úrbæogbyggð SAMKOMUR Fíladelfía, Lundargötu 12: Finiintud. 30. júní kl. 20.30 biblíulcstur „Söfnuðurinn, lík- ami Krists". Sunnudagur 3. júlí kl. 20.30 sktrnarsamkoma. Allir eru hjartanlega vclkomnir. Fíla- delfía. FUNDIfí Aðalfundur Handknattleiks- deildar Þórs verður haldinn fimmtudaginn 30. júní kl. 20.30 í íþróttahúsi Glerárskóla. MESSUR Glerárprestakall: Kvöjdmessa í Lögmannshiíðarkirkju sunnudag 3. júlt' kl. 20.30. Pálmi Matthías- son. Akureyrarprestakall. Messað verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar: 453 - 368 - 182 - 357 - 529. B.S. Messað verður á Dvalarheimil- inu Hlíð nk. sunnudag kl. 4. B.S. TAKID EFTIR Frá Sálarrannsóknarfélagi Akur- eyrar: Athyglisverð nýjung í grciningu og mcðferð sjúkdóma. Harry Oldfield sýnir og skýrir meðhöndlun kirlian ljósmynda- og kristaltækja í Borgarbíói laug- ardaginn 2. júlí kl. 2 (14.00). All- ir velkomnir. Stjórnin. Frá orlofsnefnd Öxnadals-, Skriðu-, Glæsibæjar-, Arnarnes- og Arskógshrepps: Orlof hús- mæðra verður haldið á Hvann- eyri. Borgarfirði, af orlofsnefnd Reykjavíkurborgar. Dvalartími verður 7 dagar í senn á tímabil- inu 9. júlí - 12. ágúst. Einnig er í athugun að koma á orlofsdvöl fyrir norðlenskar húsmæður að Laugum í Reykjadal. Ef af því verður og næg þátttaka fæst verður það ekki fyrr en eftir 15. ágúst. Upplýsingar veita: Fjóla Rósantsdóttir, Sesselja Ingólfs- dóttir, Marzilía Ingvarsdóttir, Ragna Pedersen og Elín Lárus- dóttir. Skrifstofa SÁÁ. Strandgötu 19 b er opin alla virka daga frá kl. 4-6 (16-18). Pantanir í viðtalstímann í síma 25880 frá kl. 9-16 mánudaga. miðvikudaga og föstudaga. Vinarhöndin styrktarsjóður Sól- borgar selur minningarspjöld til stuðnings málefnum barnanna á Sólborg. Minningarspjöldin fást í: Huld, Ásbyrgi, Bókvali, hjá Júdit í Oddeyrargötu 10 og Judith í Langholt 14. SOFN Friðbjarnarhús. Minjasafn IOGT, Aðalstræti 36, Akureyri, verður opnað almenningi til sýnis sunnudaginn 3. júlí nk. og verð- ur luisið opið á sunnudögum kl. 2-5 e.h. til ágústloka. Á kvisti Friðbjarnarhúss er uppsettur stúkusalur og var fyrsta stúkan á íslandi, stúkan ísafold nr. 1, stofnuð 10. janúar 1884. Einnig er að sjá í húsinu myndir og muni frá upphafi Reglunnar. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin í Friðbjarnarhús. Gestir sem ekkt geta skoðað safnið á framan- greindum tímum mega hringja í síma 24459 eða 22600. Formaður Friðbjarnarhúsnefndar er Sigur- laug Ingólfsdóttir. Amtsbókasafnið. Á safninu er lestr- arsalur, útlánssalur og skjalasafn sem hefur að geyma eintök af öllum íslenskum bókum, dagblöðum og tímaritum. Safnið er opið frá kl. 1-7 e.h. alla daga á veturna en er lokað laugardaga og sunnudaga á sumrin. Davíðshús var byggt árið 1944. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi bjó í því þar til hann lést árið 1964. Húsinu hefur verið haldið í þeirri mynd sem það var þegar Davíð lést. Húsið er opið daglega frá miðjum júní til 1. sept. frá kl. 4-6 e.h. Náttúrugripasafnið var stofnsett árið 1951. Á safninu er t.d. að finna alla íslenska fugla. Safnið er opið daglega frá kl. 1-3 e.h. á sumrin en aðeins á laugardögum á veturna. Nánari upplýsingar fást í síma 22983 (á safninu) eða í síma 21472 (safn- vörður heima). Akureyrarkirkja var fullgerð árið 1940. Arkitekt var Guðjón Sam- úelsson sem teiknað hefur margar frægar byggingar á íslandi. Einn af steindu gluggunum í kirkjunni er úr The Old Coventry Church í Eng- landi, sem eyðilagðist í stríðinu. Kirkjan er opin gestum frá kl. 9.30- 11.00 f.h. og 2.00-3.30 e.h. á sumrin. Matthíasarhús var byggt árið 1902. Matthías Jochumsson lét reisa það og bjó í því þar til hann lést árið 1920. Húsið er varðveitt með öllu sem í því var er Matthías lést. Húsið er opið daglega frá miðjum júní til 1. sept. frá kl. 2-^f e.h. Lystigarður Akureyrar var stofn- settur árið 1912. 1 garðinum eru flest allar tegundir jurta er lifa hér um slóðir. Garðurinn er opinn frá kl. 8 f.h.-lO e.h. á virkum dögum en frá kl. 9 f.h.-lO e.h. um helgar. Nonnahús er bernskuheimili „Nonna" Jóns Sveinssonar sem var jesúítaprestur og barnabókahöf- undur. Húsið var opnað almenningi til sýnis á eitt hundruðustu ártíð Nonna. Húsið er eitt af elstu húsum á Akureyri byggt á árunum 1850- 1860. Safnið er í cigu og umsjón Zontaklúbbs Akureyrar. Pað er opið daglega frá kl. 2-4.30 e.h. frá miðjum júní til 1. sept. Nánari upp- lýsingar í síma 22777 eða 23555. Minjasafnið er opið daglega frá kl. 1.30-5.00 e.h. á sumrin eða frá 15. júní til 15. septembcr. Á safninu er sýnt á hvern hátt forfeður okkar lifðu. sýnd eru heimilisáhöld, verk- færi, menning og listir. SIMI 25566 Á söluskrá: Seljahlíð: 4ra herb. raðhús á einni haeð ca. 90 fm. Laust fljótlega. Steinahlíð: 4ra-5 herb. ibúð á tveimur hæðum ca. 120 fm. Ekkl fullgert. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð I fjölbýllshúsi rúmlega 50 fm. Laus fljótlega. Núpasíða: 3ja herb. raðhús ca. 90 fm. Mjög fal- leg eign. Laus strax. Ranargata: 5 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi ca. 135 fm. Einholt: 2ja herb. ibúð ca. 60 fm á efri hæð. Skarðshlíð: 3ja herb. fbúð I fjölbýllshúsi ca. 85 fm. Vanabyggð: 5-6 herb. pallaraðhús, tæplega 150 fm. Elgn i ágætu ástandi. FAST1IGNA& II skipasalaSSI NORÐURLANDS fl Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrifstofunni alla virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. Öll pöntuð en ósótt veiðileyfi í Eyjafjarðará óskast tekin fyrir 10. júlí. Eftir þann tíma verða þau seld öðrum. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími25222 Ástkær bróðir minn, ELÍS EYJÓLFSSON, Hjalteyrargötu 1, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. júlí nk. kl. 13.30. Helga Eyjólfsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem minntust, JÓHÖNNU ÞORVALDSDÓTTUR og auðsýndu okkur samúð við andlát og útför hennar. Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana á Dvalarheimilinu Hlíð, FSA og Seli I. Birgir Snæbjörnsson, Sumarrós Garðarsdóttir, Þorvaldur Snæbjörnsson, Guðrún M. Kristjánsdóttir og barnabörn. 10 - DAGUR - ?9. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.