Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 12
Pakkningaefni korkur og skinn sími 96-22700 s a s i co ö hb b „Þið komið að öllum líkindum vel út úr þessu,“ sagði Gunnar Hvammdal, veðurfræðingur, þegar Dagur forvitnaðist um veðrið næstu daga. „Það verður eflaust sól í dag en eftir nóttina í nótt gengur í sunnan suðvestan átt með rigningu víðast hvar, það má vera að þið sleppið þarna fyrir norðan," sagði Gunnar á veðurstofunni. FJörugar umræður á borgarafundi Samkvæmt heimildum sem blaðið hefur aflað sér er tölu- verður hiti í sundlaugarmálinu svokallaða á Dalvík. En þar eru skiptar skoðanir um stað- arval sundlaugar fyrir Dalvík- inga. Það eru tveir staðir sem koma til greina. Annar er í suðurhluta bæjarins við skóla- hús og fleiri mannvirki sem tengd eru íþróttum. Hinn staðurinn er vestan við kirkj- una, í tengslum við framtíðar- útivistarsvæði Dalvíkinga. Almennur borgarafundur var haldinn á Dalvík mánudags- kvöldið 27. júní og var hann fjölsóttur og líflegur, stóð hann til kl. hálf eitt eftir miðnætti. Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins og Svanur Eiríksson arki- tekt fluttu framsöguræður á fund- inum og síðan voru almennar umræður. Fór ekki á milli mála að menn deila hart um þetta mál. „Það væri nær að snúa sér að sameiginlegu hagsmunamáli og það er að byggja sundlaug, held- ur en vera með háðsglósur í garð náungans, eingöngu af því að hann er á öndverðum meiði,“ sagði einn fundarmanna er deil- urnar stóðu sem hæst. Bæjarstjórn Dalvíkur heldur fund bráðlega til að afgreiða þetta mál. Ljóst er að á hvorn veginn sem málið fer þá er það eitt atkvæði í bæjarstjórninni sem ræður um staðarvalið, þannig að menn bíða spenntir eftir niður- stöðu fundarins. Bæjarstjórn hefur á fjárhags- áætlun þessa árs veitt 50 þúsund kr. í hönnunarstarf nýju sund- laugarinnar, en vænta má þess að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir að því starfi er lokið. Annað er líka málið við sundlaugarbygg- ingu á Dalvík, en það er að ekki er enn búið að ákveða hvort á að byggja inni- eða útisundlaug Kostnaður samkvæmt því sem íþróttafulltrúi ríkisins sagði að væri við byggingu innisundlaugar væri um það bil 8 milljónir og þá er ekki reiknað með búningsað- stöðu. Iðja segir upp samningum Á almennum fundi í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks á Akur- eyri, sem haldinn var um helg- ina var samþykkt að segja upp núgildandi kjarasamningum frá og með 1. september nk. Fundurinn gerði einnig eftir- farandi ályktun: „í kjölfar þeirra aðgerða sem ríkisvaldið hefur sett skellur nú yfir skriða verð- hækkana á vöru og þjónustu og framundan eru enn frekari verð- hækkanir. Kaupmáttur launa rýrnar mjög og afkomu margra heimila er stefnt í voða. Fundur- inn mótmælir þeim lögum sem afmá samningsrétt stéttarfélaga og hvetur verkafólk til að standa vörð um frjálsan samningsrétt um alla framtíð." SÉ • Skál fyrir þeim Ljósmæður þinguðu fyrir skömmu ( Reykjavík. Þetta var tímamótaþing og af því tilefni bauð Vigdfs Finnboga- dóttir Ijósmæðrum í veislu að Bessastöðum. Aðeins einn karlmaður sat veisluna, Sig- urður Magnússon, fæðingar- læknir. Margar skálaræður voru fluttar, að sögn, þar sem með réttu var borið lof á Ijósmæðrastarfið, enda eiga Ijósmæður lífið í mörgum Is- lendingum. Loks sló Vigdís forseti í glasið og tók til máls. Mun henni hafa mælst eitt- hvað á þessa leið: Stelpur, nú held ég að mál sé til komið, að við skálum fyrir eina karlmanninum sem hér er inni og kynbræðrum hans, því án karlmanna væru nú Ijósmæður ekki til! # Sambandið og Guð Víkurblaðið á Húsavík er oft á tíðum skemmtilega skrifað. Við skulum taka eftirfarandi klausu sem sýnishorn: „Á þjóðhátfðardaginn flutti Haukur Ágústsson, skóla- stjóri, hátfðarræðu og mælt- ist vel og skörulega. Meðal annars ræddi hann Iftfllega um samvinnuhreyfinguna, Guð og John F. Kennedy. Ágætur vínstri maður sem á hlýddi taldi vafasamt að þjóð- in rétti úr kútnum þó hún fylgdi fordæmi fyrrnefndra aðila. John F. Kennedy væri horfinn til feðra sinna. Sam- bandið væri rekið með tapi á sl. ári og Guð væri lítils megnugur ef samvinnuhreyf- ingin gæti ekki stutt við bakið á honum í einu og öllu.“ • Erfitt að kvarta Og úr því byrjað er að sækja í smiðju Víkurblaðsins er best að halda þvf áfram: „Kári Arnþór Kárason hefur nú hafið störf hjá skrifstofu verkalýðsfélaganna á Húsa- vík. Kári er hagfræðingur að mennt og ætti því hag laun- þega að vera vel borgið undir forystu hans. Kári er þraut- reyndur diplómat og lipur f samskiptum. Því til sönnunar má geta þess, að hann var ábyrgðarmaður Vfkurblaðs- ins til fjölda ára án þess að lenda f teljandi útistöðum við reiða lesendur eða úrilla Þingeyinga. E.t.v. hefur það einnig haft áhrlf að Kári eyddi sínum ábyrgðarmannsárum í Svíþjóð, en það mun vera nokkuð dýrt að hringja þangað.“ Eflaust dettur einhverjum illa þenkjandi f hug, að þarna sé komin skýringin á því, að Hermann Sveinbjörnsson, ábyrgðarmaður Dags, er far- inn tll Reykjavíkur. Það er þó fjarri sanni, enda svo ódýrt að hringja þangað. Skiptar skoðanir um staðsetningu sundlaugar á Dalvík: Veður Loðdýrabændur þurfa aukna fjölbreytni - samkvæmt mati danskra sérf ræðinga sem hér eru á ferð „Það er nauðsynlegt fyrir ís- lenska loðdýrabændur að ná upp meiri gæðum. Þeir þurfa að flytja inn fleiri dýr og auka þannig fjölbreytnina og bæta stofninn.“ Þetta eru orð Ivans Santine starfsmanns danska pelsdýra- ræktunarfélagsins, en hann hélt fyrir skömmu ásamt þrem öðrum erlendum sérfræðingum nám- skeið í skinnaflokkun fyrir ís- lenska loðdýrabændur. í grein í opnu blaðsins í dag er fjallað um þetta námskeið og nánar um stöðu loðdýraræktarinnar ís- lensku, miðað við aðrar þjóðir. Sjá opnu. Þóroddur hér- aðslæknir hættir „Við skulum segja að það sé vegna aldurs sem ég hætti,“ sagði Þóroddur Jónasson, hér- aðslæknir á Akureyri, en hon- um hefur, samkvæmt eigin ósk, verið veitt lausn frá því embætti frá og með 1. septem- ber að telja. „Ég er búinn að starfa í nær fjórtán ár hérna á Akureyri og var 18 ár á Breiðumýri þar á undan. Allt í allt eru 36 ár síðan ég tók próf,“ sagði Þóroddur Jónasson. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu annars læknis í starfið en umsóknarfrestur er til 14. júlí. Björn Sigurðsson sveitarstjóri Nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn á Blönduósi. Er það Snorri Björn Sigurðsson, bæjarritari á Sauðárkróki. Hann var einn sex umsækj- enda um stöðuna sem auglýst var fyrir stuttu. Eyþór Elíasson, sem gegnt hefur starfi sveitarstjóra á Blönduósi undanfarin ár, flytur til Reykjavíkur og tekur þar við nýju starfi en verður í stöðu sveitarstjóra fram í september þar til Snorri Björn tekur við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.