Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 2
Hvað er skemmtilegast að gera á sumrin? (Spurt á Frábæ) ■ Indíana Hrönn Arnardóttir, 9 ára: Mér finnst skemmtilegast í fótbolta. 'mr Edvard Hákon Huijbens, 7 ára: Kannski að veiða eða fara í fjallgöngu. Stefán Ólafur Jónsson, 7 ára: Ætli það sé ekki skemmtileg- ast að smíða á Frábæ. V Eiríkur Georg, 6 ára: Bara fara í tennis. Óli Björn Ólason, 7 ára: Að spila fótbolta og fara á æf- ingar. Slippstöðin á Akureyri vinnur nú að smíði skips fyrir íbúa Grænhöfðaeyja. Smíðin er liður í þróunaraðstoð sem íslendingar veita Grænhöfða- eyjabúum og munu íslend- ingar fara með skipinu út og kenna eyjaskeggjum hand- tökin við veiðarnar. Julio Eduardo Soares Goto, 23 ára Grænhöfðaeyjabúi starfar ásamt starfsmönnum Slipp- stöðvarinnar við smíði skipsins. Eftir nokkra leit tókst tíðindamanni Dags að hafa uppi á Julio þar sem hann var að störfum í vélar- rúminu. Við röltum út í sól- ina og ég spyr Julio hvenær skipið verði afhent. „Pað verður kannski í sept- ember og fer ég með því út og '/erð 2. vélstjóri. Við eigum ekki marga báta, eiginlega bara litla árabáta og veiðum mest með stöng, túnfisk til dæmis. Það verður mikill munur að fara á þetta skip.“ - Heldurðu ekki að þið verð- ið fljótir að læra á það? „Jú, við eigum marga stráka sem hafa lært fiskveiðar í Portúgal, þeir hafa mest verið að læra bóklegt í sambandi við veiðar.“ - Hvað ertu búinn að vera lengi á íslandi? „Ég er búinn að vera hér bráðum 18 mánuði. Ég var í vélskólanum í Reykjavík og er búinn með fyrsta stig þar. Próf- in voru bæði á íslensku og ensku og mér gekk ágætlega með þau.“ - Hvernig líkar þér veran á íslandi? „Pað er stundum gaman hér og stundum leiðinlegt. íslend- ingar hafa verið ágætir við mig og ég hef ekki lent í neinum meiriháttar vandræðum hér.“ „Við erum ekkert að flýta okkur“ Spjallað við Julio Eduardo Soares Goto frá Grænhöfðaeyjum - Kemur til greina að þú komir hingað aftur? „Pað getur vel verið að ég kíki hingað aftur, ég á svo marga vini á íslandi." - Hvernig hefur þér gengið að læra íslensku? „Það er erfitt og mér finnst mér hafa gengið mjög illa. Á Cap Verde er portúgalska opin- bert mál og við lærum hana í skólum en við notum hana yfir- leitt ekki. Málið sem við tölum er blanda af portúgölsku og Afríkumáli." Grænhöfðaeyjar eru alllang- an veg frá íslandi. Og skyldi líf manna þar ekki vera frábrugðið því sem er hér á íslandi? „Jú. ísland er ríkt land. Heima getur fólk ekki keypt sér bíla og slíkt eins og íslendingar. Og íslendingar eru alltaf að reyna að kaupa sér eitthvað nýtt en við heima reynum alltaf að halda því gamla við því við höf- um ekki efni á nýju. Og við erum ánægð með að vinna bara 8 klukkutíma á dag, en ekki kannski 16 eins og hérna er. Við erum ekkert að flýta okkur, eins og er sagt: Afríka er ekkert að flýta sér.“ Julio Eduardo: „íslendingar hafa verið ágætir við mig . . .“ Mynd: KGA „Hafa bæjaryfirvöld ekkert timatal?“ Einn öskureiður hringdi: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa heldur betur orðið sér til skamm- ar vegna máls sem kennt er við leiktækjasal hér í bæ og nefnist Las Vegas. Einhver Tyrki, Grikki eða Ind- verji hefur rekið þarna leiktækja- sal í óþökk flestra bæjarbúa án þess að hafa tilskilin leyfi. Það furðulega er að hann hefur aldrei haft til þess neitt leyfi heldur ákvað bæjarstjórn á sínum tíma „að láta reksturinn afskiptalaus- an til 1. mars,“ eins og það var víst orðað. En hvernig er það með bæjar- yfirvöld, eru þau með eitthvað annað tímatal en allir aðrir? Nú er nefnilega kominn júní og enn er allt í fullum gangi í Las Vegs, þar hanga krakkarnir inni tímun- um saman, í húsnæði sem varla væri skepnum bjóðandi og að því er mér skilst í óþökk heil- brigðisyfirvalda bæjarins og bygginganefndar. Ef ég man rétt sagði sá er rekur staðinn í blaðaviðtali að hann hygðist hætta rekstri Las Vegas um miðjan júní og flytja suður til Reykjavíkur með tæki sín. Og bæjarstjóri sagði við sama tæki- færi að ef það drægist lengur að rýma staðinn en þeir hefðu upp- lýsingar um þá myndu bæjaryfir- völd grípa til sinna ráða. Nú vil ég fara fram á það við Helga Bergs, bæjarstjóra, að hann upp- lýsi okkur um það undanbragða- laust hvenær sá tími rennur upp að aðgerða megi vænta til þess að losa okkur við þennan stað. Svar: „Það var haft eftir mér í Degi fyrir skömmu að við biðum eftir því að bæjarlögmaður kæmi úr fríi og ég vísa til þeirrar fréttar," sagði Helgi Bergs þegar Dagur leitaði til hans með þetta erindi öskureiðs. Gott framtak hjá eig- endum Sporthussins Ifkiihni vLrif'.ir* Brekkubúi skrífar: Oftast er dálkur eins og þessi undirlagður af kvörtunum af ýmsu tagi og er í sjálfu sér ekkert við því að segja. Mig langar hins vegar til þess að fá birtan smá þakkarstúf vegna viðtals er ég las í Degi við Sigbjörn Gunnarsson, eiganda Sporthússins í Hafnar- stræti, hér í bæ. Þar sagði frá ýmsum uppákom- um sem Sporthúsið hyggst gang- ast fyrir í Hafnarstræti til þess að lífga upp á mannlífið þar. Mættu fleiri fara að dæmi Sporthússins því göngugata er ekkert skemmtileg ef ekki er eitthvað gert til þess að lífga upp á götu- lífið. í greininni lætur Sigbjörn að því liggja að bærinn mætti að ósekju setja niður nokkur blóma- ker í götunni, og er tekið undir það. Ef bæjaryfirvöld og verslun- areigendur hafa samstarf um það að lífga upp á götuna á ýmsan hátt verður gaman að vera þar í góðu veðri í sumar. Kona á Brekkunni hríngdi: - Ég get ekki orða bundist yfir þeirri hækkun sem orðið hefur á mælagjaldi vörubifreiða. Gjaldið fyrir hvern ekinn km hækkaði nýlega úr 1.74 kr. í 2.84 kr. án þess að það væri auglýst fyrirfram og þetta finnst mér eins og sé verið að fara aftan að fólki auk þess sem þetta hlýtur að verða til þess að drepa þennan atvinnurekstur. Ég get nefnt það sem dæmi að fyrir rúma 3000 km er manni gert að greiða um 11 þúsund krónur og það sér hver heilvita maður að þetta getur ekki gengið. 2 - DAGUR - 29. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.