Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 3
Skriðuföllin í Ólafsfjarðarmúla: „Ég man ekki önnur eins skriðuföll og núna“ - segir Valdimar Steingrímsson, eftirlitsmaður með veginum um Ólafsfjarðarmúla „Ég er búinn að vera hérna síðan vegurinn var tekinn í notkun 1966 og ég man aldrei eftir öðrum eins skriðuföllum og núna,“ sagði Valdimar Steingrímsson, verkstjóri og eftirlitsmaður með veginum um Ólafsfjarðarmúla, er við hittum hann í Múlanum sl. föstudag. Valdimar var þar að störfum með mönnum sínum en þeir hafa haft ærinn starfa að undanförnu við að halda veginum opnum. „Það hefur árað afar illa núna. Stutt er síðan við fengum hér hret og svo komu stórrigningar í kjölfarið. Það hættir aldrei að hrynja hérna, það koma alltaf nýir og nýir steinar hér niður og bleytan fleytir þessu fram. Við fengum t.d. um 60 metra breiða skriðu núna í Syðri-Drangsgili, aurinn og drullan ruddust fram og langt niðurfyrir veg.“ - Nú stendur til að gera göng í fjallið, þau koma auðvitað til með að gjörbreyta öllu hér? „Auðvitað gera þau það, því er ég ansi hræddur um að óbreytt ástand áfram myndi þýða það að fólki færi að fækka hér á staðnum. Það er athyglisvert að öll þau snjóflóð sem komu í vetur og all- ar þessar aurskriður núna hafa fallið innan þess svæðis sem ekki verður ekið ef göngin verða þar sem um er rætt núna.“ - Valdimar fór með okkur blaðamönnum um Múlann Ólafs- fjarðarmegin og sýndi okkur um- merki eftir skriðuföll þar undan- farna daga. Var víða hálf óhugn- anlegt um að litast, svo ekki sé meira sagt, og Valdimar, sem sjálfur hefur tvisvar sinnum misst bíla þarna út af veginum, sagði að aldrei hefði ástandið verið jafn slæmt þarna og í vor, enda skriðuföllin óvenju tíð og mikil. Valdimar Steingrímsson, eftirlitsmaður. Múlinn er hrikalegur yfirferðar. Myndir: KGA „Föram veginn eftir minni“ „Það þýðir ekkert að vera hræddur í þessu starfi, það hjáipar ekki neitt,“ sagði Har- aldur Ólafsson, frá Dalvík, en hann hittum við í Ólafsfjarðar- múla á dögunum. Haraldur var þar að vinna á gröfu einni mikilli við lagfæringar á vegin- um og við töfðum hann smástund. „Ég hef orðið var við að fólk er stundum hrætt við að aka hér um og vissulega er hægt að skilja þá hræðslu stundum. Múlinn er ekk- ert mjög aðlaðandi á veturna t.d. Þá fer allt hér á bólakaf í snjó og má segja að við verðum að fara veginn eftir minni þegar við erum að ryðja hann í miklum snjóum.“ Ekki er víst að allir vildu vera við þau hættulegu störf að vetrar- lagi í Múlanum en Haraldur sagði okkur að lokum að þeir sem við þessi störf ynnu fengju greitt álag ofan á kaup sitt sem vissulega mætti kalla „áhættu- þóknun". Stórviðburður í Sólarsal úr Þorskaffi Opnað kl.J9.00. Föstudagur: Prógram 1 Sunnudagur: Prógram 2 2ja tíma stanslaus skemmtiatriði. Dansbandið leikur fyrir dansi. Stjórnandi: Árni Scheving. Miðasala og borðapantanir milli kl. 18 og 20 fimmtudag 29/6. Matseðill föstudag: Rjómasúpa „Marie Louise“ Marinerað „lambshops" með estragonsósu, hrísgrjón- um a la „Basque", blómkáli og fersku salati. Kr. 350. Matseðiil sunnudag: Rjómasúpa „Marie Louise" Grillsteiktur „poussin“ með salati, kartöfluköku og sveppa sósu. Kr. 350. Miðaverð fyrir matargesti kr. 250. Miðaverð fyrir aðra en matargesti kr. 350. Diskótek í Sólarsal fimmtudag Laugardagur: Opnað fyrir matargesti kl. 20.00 í Sólarsal. Ljúf dinnertónlist. Hljómsveit Ingimars Eydal og félagar sjá um dansinn. Skemmtiatriði. Tískusýning. Mánasalur: Opið alla daga bæði hádeginu og á kvöldin. SJALLINN RESTAURANT 29. júní 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.