Dagur - 29.06.1983, Blaðsíða 8
Fornbílaklúbbur íslands:
Myndir vantar af
gömlum bílum
af Norðurlandi
Flestir bílar sem komið hafa til
landsins frá upphafi „bflaald-
ar“ eru nú horfnir, eða allt
fram að árgerðum 1940-1950.
Af eldri bflum eftir þann tíma
er allnokkuð til enn, en þeim
fer óðum fækkandi.
Elsti bíll landsins er Ford T
vörubíll frá 1917 sem Þjóðminja-
safnið varðveitir. Næstelsti bíll-
inn er The Dixie Flver árgerð
1919 sem Óskar Ósberg á Akur-
eyri hefur varðveitt og verndað.
Sá bíll er einnig hugsanlega
dýrmætasti fornbíll landsmanna.
Fornbílaklúbbur íslands og
ýmsar deildir, s.s. fornbíladeild
Bílaklúbbs Akureyrar hafa reynt
að vernda og varðveita hinar
margvíslegu fornbílaminjar.
Meðal verkefna Fornbílaklúbbs
íslands hefur verið söfnun Ijós-
mynda af bílum frá upphafi og
ber einkum að þakka Bjarna Ein-
arssyni frá Túni á Eyrarbakka
heiðurinn af því safni sem nú
þegar er fyrir hendi.
Á Akureyri eru ýmsir aðilar
sem eiga myndir af gömlum bíl-
um og má nefna Svanlaug Ólafs-
son, Ragnar Skjóldal, Eðvarð
Sigurgeirsson og fleiri og fleiri.
Þessum myndum hefur enn ekki
verið safnað á einn stað, en áhugi
Dodge Carryall 1942. Svona bOl hefur til skamms tíma staðið að YstafeUi í
Köldukinn.
mun þó vera fyrir því.
Fornbílaklúbbur íslands reynir
nú að bæta í safn sitt myndum af
norðlenskum bílum og heitir á
alla þá sem eiga slíkar myndir í
fórum sínum að lána þær til eftir-
töku. Bjarni Einarsson Klepps-
vegi 74 - 104 Reykjavík og Krist-
inn Snæland Kambaseli 56 - 109
Reykjavík veita myndunum við-
töku, láta taka eftir þeim og
endursenda síðan.
Hugmyndin er að þær myndir
sem fengjust með þessum hætti
yrðu einnig teknar til afnota fyrir
heimamenn á viðkomandi stað.
Með því móti yrðu myndirnar
varðveittar bæði heima í héraði
og í safni Fornbílaklúbbs íslands.
Kristinn Snæland.
Chevrolet 1928 á ferð í sól qg sumaryl. Fólksbflamir vora og eru öðrum þræði skcmmti- Studebaker 1934. Margar fyrstu Akureyrarútumar voru einmitt af þessari árgerð.
ferðafarartæki og er þessi mynd dæmigerð fyrir það.
Nýr bíll
frá Volvo
Sænsku Volvo-verksmiðjurnar
kynna nú tilraunabifreið sem
vafalaust á eftir að vekja mikla
athygli og hefur raunar þegar
komið fram það álit að hönnun
bifreiðar þessarar marki á marg-
an hátt tímamót í sögu bifreiða-
framleiðslu.
Hefur bifreiðin sem kölluð er
Volvo LCP eða Volvo Light
Componet Project, verið kölluð
bifreið 21. aldarinnar enda marg-
ar nýjunganna sem koma fram í
henni hvergi verið kynntar áður
í bifreiðahönnun og bifreiða-
smíði. Má segja að bifreið þessi
hafi verið hönnuð í beinu fram-
haldi af Volvo Concept Car - til-
raunabifreiðinni sem Volvc
hannaði fyrir nokkrum árum o^
vakti þá gífurlega athygli.
Pótt sú bifreið hafi ekki verif
tekin til framleiðslu hafa Volvo-
verksmiðjurnar þegar tekið upp
fjölmargar nýjungar og tækniat-
riði sem fram komu í bifreiðinni
og má ætla að svo verið einnig
með Volvo Light Componet.
Wilhelm kjörinn
formaður SÍH
Ársfundur Sambands íslenskra
hitaveitna var haldinn 13. maí
í Reykjavík og voru fulltrúar á
fundinum 85.
Fundinn setti Jóhannes Zoéga,
formaður sambandsins, sem
einnig flutti skýrslu stjórnar. Jó-
hannes sagði að hitaveitur spör-
uðu íslendingum nú um 500 þús-
und tonna olíukaup á ári og þrjú
af hverjum fjórum nýrra húsa í
landinu eru nú tengd hitaveitum
um leið og þau eru tekin í
notkun. Ekki blómgast hagur
hitaveitnanna að sama skapi sem
þær stækka. í sumum tilfellum
vegna erfiðleika við öflun varma-
aflsins þar sem jarðhitinn er
meiri takmörkunum háður en
áður var talið. Pá gat formaður-
inn þess að erfitt sé að reka nýjar
hitaveitur með jafnlágum tekjum
og hinar eldri sem vaxnar eru upp
úr skuldafeninu. Þá eru aðrar
hitaveitur sem orðið hafa niður-
talningarleik síðasta áratugar að
bráð og standa því illa á eigin
fótum. Formaður gat um þau
verkefni sem framundan væru í
starfi sambandsins, rannsókn á
tæringu og útfellingu í hitaveit-
um. Að lokum baðst hann undan
endurkjöri þar sem hann taldi
það til bóta ef sömu menn
gegndu ekki embættum innan
sambandsins til langframa.
í stjórn voru kjörnir: Wilhelm
Steindórsson, hitaveitustjóri á
Akureyri, formaður, Ingólfur
Hrólfsson, hitaveitustjóri Akra-
ness og Borgarfjarðar, og Hörð-
ur Stefánsson, hitaveitustjóri
Eyra.
í varastjórn voru kjörnir: Ing-
ólfur Áðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Hitaveitu Suður-
nesja, Jóhannes Zoéga', hita-
veitustjóri Reykjavíkur, og Þor-
steinn Þorsteinsson, rekstrar-
stjóri Hitaveitu Hafnarhrepps.
Ársfundur Sambands íslenskra hitaveitna ’83. Frá vinstri: Jóhannes Zoéga, Hitaveitu Reykjavíkur, fráfarandi for-
maður SÍH, Ingólfur Hrólfsson, Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, ritari félagsins, Wilhelm V. Steindórsson,
Hitaveitu Akureyrar sem tók við formennsku sambandsins.
8 - DAGUR - 29, júní. 1.993