Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 7
Tryggvi Aðalsteinsson á Toyota ; Corolla 1600. í þriðja sæti á Lancer 1400 urðu Jón Sigþórsson og Halldór Gíslason með 30,29 mín. í refsitíma. Þessu rallyi lauk svo á laugar- dagskvöld með kvöldverði og dansiballi á Hótel Húsavík og þar fór fram verðlaunaafhending. 1. verðlaun gaf Bílaleiga Húsavík- ; ur, 2. verðlaun Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar og þau þriðju gaf Drif sf. Margir áhorfendur fylgdust með keppninni, einkum fyrri daginn, enda var veður með ein- dæmum gott. Á sunnudaginn var svo haldin þriðji hluti íslands- meistarakeppninnar í rally-cross. Hafsteinn Hauksson, rallymeist- ari, tók þátt í þeirri keppni á Escortinum sínum, sem þá var orðinn rólfær á ný. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði eftir mikla og harða keppni við Þórð Valdimarsson, sem varð í öðru sæti. í þriðja sæti varð svo Erik Carlssen. „Flöskuhálsinn er hjá fjárveitingavaldinu Opnun heyrnar- og talmeina- deildar er fyrirhuguð við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri eins og fram kom í Degi fyrir skömmu. Eiríkur Sveins- son, háls-, nef- og eyrnalækn- ir, var spurður nánar um þessa fyrirhuguðu deild og þá þjón- ustu sem verið hefur á þessu sviði á Akureyri til þessa. „Fyrir nokkrum árum var stofnuð Heyrnar- og talmeina- stöð íslands í Reykjavík,“ sagði Eiríkur. „Hlutverk stöðvarinnar er að finna heyrnar- og talgalla hjá landsmönnum og í framhaldi af því að útvega því fólki hjálpar- tæki, svo sem heyrnartæki, sem á þeim þarf að halda. í lögum stöðvarinnar segir að hún eigi að þjóna öllu landinu. Til þess að geta gegnt því hlutverki hefur stöðin heimild til að færa út kví- arnar með stofnun útibúa og hug- myndin er að gera það.“ - Hvernig er aðstaða á Norðurlandi til að veita slíka þjónustu, svo sem að útvega fólki heyrnartæki og önnur hliðstæð hjálpartæki? „Hér á Norðurlandi er engin aðstaða til að láta fólk hafa heyrnartæki. Þurft hefur að senda allar mælingar og niður- stöður til Reykjavíkur og hefur þá legið beinast við að hafa sam- band við heyrnardeild Heilsu- gæslustöðvarinnar. Það er líka rétt að geta þess að hér á landi var líka starfandi áhugammannafélagið Heyrnar- hjálp sem sendi starfsmenn sína út um land til að mæla heyrn hjá fólki. Úr þeim mælingum var síð- an unnið og þeir sem þess þurftu með fengu heyrnartæki sam- kvæmt þeim mælingum.“ - Hvað hefur áunnist í þessum málum á Akureyri? „Það sem helst hefur áunnist er hljóðeinangraður klefi með tækj- um til heyrnarmælinga sem Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri gaf Heilsuverndarstöð Akureyrar fyrir fimm árum. Klefinn fékk inni í gluggalausu herbergi sem er 3 x 1,5 m að stærð og gerir ekki betur en rúma klefann og þann starfsmann sem framkvæmir mælingarnar. Sú starfsemi sem hófst með til- komu heyrnarmælingaklefans var tilraun í upphafi í samstarfi við Heyrnar og talmeinastöð íslands, nokkurs konar útibú frá stöðinni. Ákveðið var að hafa þetta útibú opið einu sinni í viku og hefur sá háttur haldist síðan. En formlega er það Héilsugæslustöð Akureyr- ar sem rekur þetta „útibú“ hér á Akureyri," sagði Eiríkur. - Hvert er næsta skref og hvað með framtíðina? - Næsta skref sem þarf að taka er að útvega betra húsnæði því með öðrum hætti er vonlaust að bæta og auka þjónustuna. Húsnæðisleysið hefur staðið starfseminni á Akureyri fyrir þrifum til þessa. Ég veit að stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands hefur haft fullan vilja til að bæta úr þessu en á þessum þreng- ingartímum hefur flöskuhálsinn verið hjá fjárveitingavaldinu. Þaðan hafa ekki fengist peningar til að leigja eða kaupa húsnæði." - En nú hefur boðist pláss á Fjórðungssjúkrahúsinu? „Já, sem betur fer, þar er nú húsnæði til staðar og læknaráð og stjórn sjúkrahússins hafa sam- þykkt að taka á móti „útibúinu“ á Akureyri. En þrátt fyrir að húsnæðið sé fyrir hendi vantar fjárveitingu til að innrétta það. Þegar hún fæst og starfsemin get- ur hafist á Fjórðungssjúkrahús- inu skapast möguleiki til að hafa stöðina opna daglega. í framhaldi af þessu má koma fram að lengi hefur staðið til að fá annan háls-, nef- og eyrna- lækni til bæjarins sem jafnvel hefði einnig lært heyrnar- og talmeinafræði. Hann gæti þá að mestu leyti séð um þessa stöð í samvinnu við þann sérfræðing sem fyrir er. Þetta tel ég mun betri lausn heldur en að senda sérfræðing hingað norður sunnan úr Reykjavík, ef til vill fjórum til fimm sinnum á ári. Ég er algjör- lega mótfallinn slíku. Til að gera þjónustuna betri hér en nú er þyrfti að senda fólk hingað oft á viku. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki framkvæmanlegt. Þess ............... - Rætt við Eirík Sveinsson, háls-, nef- og eyrna- lækni um heyrnar- og talmeinastöð á Akureyri .................. vegna er besti kosturinn að þessi stöð okkar á Akureyri verði á Fjórðungssjúkrahúsinu, eins og stefnt er að, og sérfræðingar sjúkrahússins sjái um reksturinn. Vonandi verður það að veruleika sem allra fyrst," sagði Eiríkur Sveinsson í lok samtalsins. Eiríkur Sveinsson, læknir. Mynd: GEJ OFFRAMBOÐ Offramboð er á fasteignamarkaðinum á Akureyri, samkvæmt upplýsingum fasteignasala Það virðast vera töluverðar sviptingar á fasteignamarkað- inum á Akureyri þessa dagana. Eftir því sem fasteignasalar segja er mikið framboð á eign- um og mikið ber á því að fólk er að selja eignir sínar hér í bæ og flytja til annars staðar. „Það eru ekki síst iðnaðar- menn sem eru að flytja úr bænum, það er ekkert vafamál að atvinnuhorfur hjá þeim eru ekki bjartar. Það telst líka til undan- tekninga ef fólk er að flytjast til bæjarins," sagði Pétur Jósefsson, sölumaður hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands. Það var svipaða sögu að segja er blaðið hafði samband við fleiri fasteignasölur. „Það er mjög mikið framboð af fasteignum," sagði Hermann R. Jónsson, hjá Fasteignasölunni hf., það er mikið um að fólk vill skipta á eignum annað hvort í stærri eða minni eignir, en það er minna um að peningar séu í spil- inu.“ „Ungt fólk sem er að fjár- festa í íbúð í dag byggir ekki á fyrirgreiðslum frá bönkum, því þau kjör sem þar eru boðin eru það erfið að þau geta gert útaf við allt venjulegt fólk. En margt ungt fólk, sæmilega statt hvað varðar sparimerki, sem safn- ast hafa yfir lengri eða skemmri tíma. Þessi sparimerki koma í góðar þarfir og geta skipt veru- legu máli þegar farið er út í stóra hluti eins og íbúðakaup,“ sagði Pétur Jósefsson. Björn Kristjánsson, hjá Eigna- miðstöðinni, hafði svipaða sögu að seja og aðrir fasteignasalar. „Það er töluvert um að fólk er að flytja úr bænum en það kemur maður í manns stað,“ sagði Björn. „Framboð er mikið af stærri eignum og er fólk líklega að minnka við sig. Það er oft vegna þess að börnin eru farin að heiman og líka að það er orðið mjög dýrt að eiga stórar eignir og fólk þarf að draga saman seglin eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag,“ sagði Björn. Pétur Jósefsson sagði að það vantaði nauðsynlega lánafyrir- greiðslu handa ungu fólki sem væri að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti og þá sérstaklega til kaupa á eldri íbúðum, því það væri mikill áhugi hjá ungu fólki að eignast eldra hús sem það vildi síðan vinna við sjálft í sambandi við endurbætur. En vinsælustu íbúðirnar á markaðnum eru, eftir því sem þeir fasteignasalar sögðu sem blaðið hafði samband við, 2ja til 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlis- húsum. En það eru íbúðir á því verði sem fólk ræður best við fjárhagslega. 20. júlí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.