Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 9
Hvað gerir Kristján um helgina? Norðurlandsmót í frjálsum íþróttum verður haldið í Árskógi unt helgina. Mótið hefst kl. 14.00 á laugar- dag. Keppt verður í öllum helstu greinum frjálsíþrótta karla og kvenna og mun flest besta frjáls- íþróttafólk á Norðurlandi mæta þar til keppni, þar á meðal nokkrir landsliðsmenn. Ung- mennasamband Eyjafjarðar ann- ast undirbúning og framkvæmd keppninnar sem er stigakeppni ntilli héraðssambandanna á Norðurlandi. Þess má geta að vonir standa til að hinn nýbakaði íslandsmeistari í hástökki, Kristján Hreinsson frá Hríshóli verði meðal kepp- enda en Kristján er sannkallað „náttúrubarn" í íþrótt sinni. Hóf að æfa hástökk fyrir alvöru fyrir þrem vikum og í Kalott- keppninni í Alta stökk hann 2.11 metra og bætti þar með rúmlega 18 ára gamalt met Jóns Þ. Ólafs- sonar unt einn sentimetra. Þess má jafnframt geta að bestu há- stökkvarar íslands hafa reynt við þetta met sl. hálfan annan áratug og flestir orðið kátir ef þeir hafa náð því að stökkva 2 metra slétta. Hér skora Þórsarar gott mark enda áhorfandinn aftan við markið byrjaður að fagna.__ Leikir. um helgma Akureyrarliðin KA og Þór fá frí frá deildakeppninni um helgina en þess í stað eiga bæði liðin leiki á mánudagskvöld. Þá leikur Þór gegn ÍBÍ á ísa- firði en KA fær KS í heimsókn og verður þar vafalaust um hörku- leik að ræða. Í þriðju deildinni eigast við HSÞ og Sindri og Þrótt- ur og Magni á laugardag og á sunnudag halda Tindastólsmenn til Reyðarfjarðar og leika gegn Val. Fjórir leikir í D- og E-riðli fjórðu deildarinnar verða á laug- ardag en þá eigast við HSS- Glóðafeykir, Skytturnar-Hvöt, Svarfdælir-Árroðinn og Leiftur- Reynir. ■Á *** ■? * MS-** - fiHSSSÉ&Á'f - '.......... Ivar Bjarklind Sigurðsson lék laglega á vörnina hjá Þór og komst einn inn- og skoraði laglegt mark mörk í einum i hjá pollunum Atta leik Það var hart barist í innbyrðis- leikjum KA og Þórs í 6. llokki á dögunum. Hörkubarátta í leikjum A-, B- og C-liðsins og hvergi gefin tomma eftir. Það er greinilegt að Akureyr- ingar eru ekki á flæðiskeri staddir á meðan þeir hafa slíkan efnivið sem pollana úr 6. flokki. Leik- gleðin geislaði af þeim og léttur bolti var í fyrirrúmi. Engar kýl- ingar og tuddaknattspyrna eins og hjá þeim fullorðnu. Bara „fair play“ og fínerí. Meðfylgjandi myndir tók Gest- ur E. Jónasson, barnahetja af þessum ungu knattspyrnumönn- um en úrslitin í leikjunum urðu þau að leikur A-liðanna endaði 4:4, KA-polIar sigruðu í leik B- liðanna 3:1 en jafnt varð hjá C- liðunum 1:1. Hvar er leikgleðin? KA-maður skrifar Þv( miður hefir gengi KA á knattspyrnusviðinu ekki verið sem skyldi í ár. Þegar þetta er skrifað hefir liðið leikið níu lciki, eða helming ieikja sinna í deild- inni, og uppskeran er 12 stig eða 66% árangur. Með sama áfram- haldi er ólíklegt að liðið nái að vinna sér sæti í 1. deild að ári. Nú er svo að vallargestir eru síkveinandi og skammast og jag- ast út í leikmenn og þjálfara þeg- ar illa gengur, en láta minna í sér heyra þegar vel gengur og má ef til víll flokka þessi skrif sem slík. Það er þó alls ekki ætlunin að rífa niöur með þessum skrifum, held- ur reyna að velta fyrir sér hvað það er í lcik liðsins sem miður fer og leita úrræða. Vallargestir, leikmenn og stjórnarmenn eru án efa sammáia um að KA ætti að hafa náð betri árangri í 2. deildinni en þegar er orðið. Af hverju? Jú, liðið hefir orðið yfir allmikillí reynslu að ráða miðað við önnur lið í deild- inni og slíkt hefir gefið og kcmur til meö að gefa stig. Því er fylli- lega eðlilegt að gera kröfur til liðsins. KA hefir ásamt Fram yfir ntestri „breidd" að ráða. Þess skal þó getið að KA-liðið hefir íarið nokkuð illa út úr meiðslum f ár. En hvað er það sem miður hef- ir farið í leik liðsins? Úr stúkunni séð virðist fyrst og fremst skorta leikgleði. Þegar leikgleði er ekki fyrir að fara er ekki von á góðu. Það sem einkum kemur í veg fyrir leikgleði er þreyta og leiði. Þreyta og leiði skapast fyrst og fremst af of miklum og ströngum æfingum. Mér hefir,virst að KA æfi því sem næst hvern einasta dag þegar ekki eru leikir. Að sjálfsögðu fara allar þessar æfing- ar frant að afloknum fullunt vinnudegi og þar fyrir utan eru margir lcikmanna fjölskyldu- nienn og fjölskyldan þarf líka sitt. Ég er sannfærður um að slíkt æfingabrjálæði dregur úr snerpu og veldur leiða og þreytu. Þá skulum við aðeins líta á leik liðsins. KA ætlar upp í 1. deild. Til þess þarf liðið helst að vinna 14 stig af 18 á heimaveili. Hvað gerist í leiknum við FH? Við byrjum að leika undan vindi með aðeins tvo framherja í staöinn fyrir a.m.k. þrjá fasta framherja. Viö verðum að reikna mcð því að aðkonuiliðin komi óttaslegin á heimavöll KA og sætti sig við eitt stig. Andstæöingarnir eiga að hræðast okkur hér heima. en ekki viö þú. Þar kemur að því mcð framherjana tvo. Auðvitað er meiningin sú að opna hornin, bæði til þess að framherjarnir geti „strækað“ út og svo til þess að tengiliðirnir komist þá leið. Það sem gerst hefir er það að svo virðist sem tenglarnir hafi ekki hugrekki til að fara upp í hornin, þar sem þcir eru hræddir um að ntissa „sína“ menn. Varnarhlut- verkið virðist því vera númer eitt og tvö og jafnvel þrjú. Slíkt dugir þó engan veginn til að öðlast 1. deildar sæti. Eitt hefir vakið athygli mfna í leik KA-liðsins. Það er nánast hending ef bolti kentur fyrir markið frá endamarkalínu. Það gerðist aðeins tvívegis f leiknum gegn Reyni um kvöldið og f ann- að skiptið gaf það mark. Flestar sendingarnar sem komu fyrir markið voru gefnar utan frá hlið- arlínu við vítateigshorn. Allir þeir sem leika knattspyrnu vita aö möguleikar varnarmanna í slíkum tilvikum eru þreíaldir á við sóknarmanna. Það er ekki farið upp í hornin af þeirri grimmd og ákveðni sem til þarf. Það er allt f lagi að gera tilraunir af og til til að leika á andstæðing- inn. Það tekst ef til vill aðeins í 50% tilvika, en þar með erum við einum andstæðingnum færri augnablik, og það augnablik get- ur verið sókninni dýrmætt. Hér hefir ekki veriö um neina fræðilega úttekt að ræöa, enda ekki ætlunin. heldur minnst á örfá atriði til áherslu. Auðvclt væri að skrifa mun lengra mál, en við lútum þetta þó duga að sinni. ?0; júlí 1983 - DAGUR -9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.