Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 20.07.1983, Blaðsíða 12
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR FRAMAN Á BÍLA. Grænmetis- markaður á Ráðhús- torg? Það ætti að geta orðiö létt yfir bæjarbragnum það sem eftir er sumars. Tónlistaruppákomur af ýmsu tagi eru að verða fast- ur liður í bæjarlífinu í Hafnar- stræti á föstudögum og nú hef- ur vcrslun Siguröar Guð- mundssonar verið veitt leyfi til að reka útimarkað á hal'nar- svæðinu þegar erlend skemmtiferðaskip eru í höfn. Þá hefur bæjarráði einnig bor- ist umsókn um leyfi til torgsölu á grænmeti. Það er Sigbjörn Gunnarsson í Sporthúsinu sem hefur staöið fyrir tónlistaruppákomunum í Hafnarstræti en þessar uppákom- ur hafa mælst mjög vel fyrir með- al vegfarenda. Verslun Sigurðar Guðmunds- sonar h'efur nokkur undanfarin ár rekiö útimarkað í tengslum við komu erlendra ferðamanna meö skemmtiferðaskipum til bæjarins en nú hefur versluninni jafnframt verið veitt leyfi til að hafa rninja- gripaverslunina opna utan venju- legs vinnutíma, m.a. á tímabilinu 10-12 ásunnudögum. Þá hefur Gísli Þór Gunnarsson i Garðabæ scStt um leyfi til að ntega starfrækja útisölu á græn- meti og ávöxtum á Ráðhústorgi í sumar en bæjarráö hefur falið bæjarstjórn aö afgreiöa þetta mál. Nýju umferðarljósin á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Ljósin verða handvirk að miklu leyti, þ.e.a.s. að vegfarendur verða að styðja á hnapp og bíða eftir „græna karlinum“. Mynd: KGA. Glerárgata — Strandgata: Handstýrð umferðarljós — tekin í notkun á morgun Nýju umferðarljósin á gatna- mótum Glerárgötu og Strand- götu verða tekin í notkun á morgun. Að sögn Gunnars Jóhannes- sonar, verkfræðings hjá Akureyr- arbæ, sjá menn nú fyrir endann á framkvæmdum sem staðið hafa í mörg ár en hófust af fullum krafti fyrir hálfu öðru ári. Nýi vegurinn sem tengir Drottninga- braut og Glerárgötu verður að öllum líkindum opnaður í dag og Skipagata verður opin fyrir um- ferð í gegn um bæinn a.m.k. fyrst um sinn. - Þessi nýju umferðarljós á mótum Glerárgötu og Strand- götu verða umferðastýrð utan mesta álgstímans en ekki alltaf tímastýrð einS og áður. Það er því nauðsynlegt fyrir þá gangandi vegfarendur sem ætla yfir Gler- árgötuna að ýta á hnapp sem er komið fyrir á umferðaljósa- staurnum við gangbrautina. Ör- uggast er fyrir alla þá sem ætla yfir götuna að styðja á hnappinn því tíminn þar sem umferðastýr- ingin virkar getur tekið breyting- um, sagði Gunnar Jóhannesson. ^cnfffctcrmntrtf Slippstöðin enn með í dæminu Á stjórnarfundi í Útgeröarfé- lagi Akureyringa hf. á mánu- dagskvöld var fjallað um þau tilboö sem borist höfðu í smíði togara fyrir fyrirtækið. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en Ijóst viröist að um helming- ur þeirra 20 tilboða sem bárust í smíöina, koma enn til grcina. F.ftir samræmingu reiknimeist- Veður tiltölulega gott veður hjá ykk- ur frainundan, allavega fram að helgi,“ sagði Eyjólfur Þor- björnsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, í morgun. Hann taldi líkindi til að sólskin yrði brostið á ekki síðar en um hádegi í dag og síðan héldisl suð-vestan átt og tiltölulcga bjart fram undir helgi. „Það má því búast við þurrki á bændur Noröanlands en hér er allt í bleytu áfram,“ sagði Eyj- óífur. ara ÚA á tilboðunum sem bárust, breyttist röð lægstu til- boða allnokkuð en þó er Ijóst að tilboð Slippstöðvarinnar er enn meðal lægstu tilboða og þeirra sem til greina kemur að taka ef ráðist verður í togarasmíði. Það er einkum hár fjármagnskostn- aður sent veikir stöðu nokkurra þeirra fyrirtækja sem buðu í verkið, þ.á.m. hinna tveggja ís- lensku. Fjármagnskostnaðurinn hefur hins vegar bætt stöðu margra af hinum erlendu tilboð- um. Annar stjórnarfundur verður haldinn í stjórn ÚA nk. mánu- dagskvöld og er þá búist við því að málin skýrist enn frekar. Ræstingakonur fjölmenna á atvinnuleysisskrá - 50% aukning frá í fyrra Um síðustu mánaðamót voru 178 manns skráðir atvinnulaus- ir á Akureyri samkvæmt upp- lýsingum Vinnumiðlunarskrif- stofunnar. 64 karlar og 114 konur voru þá á skrá en atvinnuleysisdagar í júní voru skráðir 2.473 sem svarar til að 112 manns hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn. Að sögn Hauks Torfasonar, forstöðumanns Vinnumiðlun- arskrifstofu Akureyrar, þá hefur heldur dregið úr þessu atvinnu- leysi það sem af er júlímánuði. - Það eru að vísu óvenju marg- ar konur á skrá en ein af skýring- unum á því er að þeim konum sem ræsta í skólunum er sagt upp yfir sumarmánuðina. Þær eiga sitt orlof, sem þær tóku í júní, en síðan liafa þær rétt á atvinnuleys- isbótum að uppfylltum þeim skil- yrðum sem gerð eru. Þær verða t.a.m. að taka hverri þeirri vinnu sem býðst og ef þær gera það ekki þá fellur rétturinn til atvinnuleysisbóta sjálfkrafa niður, sagði Haukur Torfason og hann bætti því við að óvenju mikið af ræstingakonunum hefðu látið skrá sig í ár. - Ætli aukningin sé ekki um 50% frá fyrra ári. • „Sex“ í bæjar- stjórninni Á mánudaginn sögðum við frá „kvennabyltingu“ sem er fyrirsjáanleg í bæjarstjórn Akureyrar í haust. Hún kemur til af „orlofi“ þeirra Helga Guðmundssonar og Freys Ófeigssonar, en varamenn þeirra eru Jórunn Sæmunds- dóttir og Sigríður Stefáns- dóttir. í framhaldi af þessu héldum við því blákalt fram, að staðan í bæjarstjórn yrði sjö-sex fyrir konur. Þarna varð okkur á i messunni, sennilega hefur helgin setið eitthvað í okkur. Kunnur stærðfræðingur benti okkur nefnilega á þá staðreynd, að 6 + 7 væru 13. Það eru hins vegar ekki nema 11 fulltrúar í bæjarstjórninni, a.m.k. ekkí enn sem komið er. Það eru því konurnar sem eru „sex“, enda gat varla annað verið. Karlfulltrúar í bæjarstjórninni eru hins vegar ekki nema fimm, ef svo fer sem horfir, en ef til vill kemur sexið seinna. # í jarðræktinni „Donni“ knattspyrnukapp) hjá KA, fullu nafni heitir hann Jóhann Jakobsson, er kunn- ur fyrír að sjá bjartari hliðarn- ar á tilverunni. Eitt sinn hafði hann platað einn andstæðing sinn upp úr skónum. Einvígfð endaði á þann veg, að mót- herji Donna magalenti og plægðl völlinn með nef- broddinum. „Ertu í maðk?“ kallaði Donni til hans um leið og hann geystist með tuðr- una í átt að marki andstæð- inganna. # Persónu- skilríkin Beinagrind kom að dyrum Sjallans um helgina og rog- aðist með legsteininn með sér. Blaðamaður Dags var þar staddur fyrir tilviljun. Hann spurði beinagrindlna, svona af eðlislægri forvitni, hvað hún væri að rogast með steininn með sér í Sjallann. „Þeir eru orðnir svo harðir á persónuskilríkjunum," svar- aði beinagrindin um hæl. # Út í bílskúr Brandaranum um beina- grindina laumuðu tveir snáð- ar að okkur, þeir Sigurgeir Benjamínsson og Armann Kjartansson en þeir lumuðu á öðrum ekki síðri: Strákarnir voru alltaf að stríða Héðni litla á því hvað hann væri með stóra fætur og aumingja Héðinn brast einu sinni sem oftar í grát og hljóp heim til mömmu. „Er ég nokkuð með stóra fætur?“ spurði Héðinn mömmu sína milli ekkasoganna. „Nei, nei, Héðinn minn,“ svaraði mamma hans og bætti svo við: „Farðu með skóna þína út í bílskúr áður en þú kemur inn.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.