Dagur - 22.07.1983, Síða 6

Dagur - 22.07.1983, Síða 6
„Þú ættir að heimsækja Pálínu á Skarðsá í Sæ- mundarhlíð. Sumir segja hana sérvitra, en hún er greind og fylgist vel með, þrátt fyrir háan aldur. Hún gerir sér Iíka að góðu að búa við frumstæðar aðstæður, allavega ef við miðum við kröfur okkar tíma. En hún unir glöð við sitt. Þú hefðir örugglega gaman af að ræða við Pálínu.“ Þetta sagði einn ágætur vinur minn sem varð á vegi mínum á Sauðárkróki í fyrri viku. Hann vakti forvitni mína. Ég spurði því til vegar að Skarðsá. „Þú ekur bara Sæmundarhlíð- ina þar til þú kemur á leiðarenda. Þar er Skarðsá," svaraði vinur minn. Ég ók af stað en satt best að segja örlítið kvíðinn. Hvernig skyldi þessi kona taka blaða- manni? En áfram hclt ég. Loks kom ég að hliði og hliögrindin var bundin aftur. Ég snaraðist út af meðfæddum léttleika! Síðan opnaði ég hliðið, ók í gegn, og lokaði því síðan á eftir mér aftur. Ég hafði á tilfinningunni að nú væri ég kominn inn á landareign Pálínu. Það reyndist rétt vera því innan skamms kom ég að tún- hliðinu á Skarösá. En mér leiðist að opna hlið. Þess vegna yfirgaf ég bílinn og gekk heim trööina. é Bærínn kominn til ára sinna Þegar ég kom heim í hlaðið var þar ekkcrt lífsmark að sjá. Satt best að segja átti ég ekki von á að nokkur maöur byggi í bænum. Hann er kominn til ára sinna, dæmigerður gamall íslenskur torfbær. Framþilin eru veðruö og halla undir flatt; standa þarna eins og af gömlum vana. Tvær dyr vísa fram að hlaðinu. Önnur þeirra var bundin aftur með snæri. Tæpast var þar mann að finna. Hin stóð opin í hálfa gátt. Þar bankaði ég. Ékkert svar. Ég bankaði, nú öllu fastar, en þrátt fyrir það fékk ég engar undirtekt- ir. Allt var hljótt nema hvað niðurinn í Skarðsánni og söngur fuglanna lét þægilega í eyrum. Allt í einu skaust hundur fram á bæjarhlaðið. Hann tók mér vel. Síðan fór hann inn aftur. Ég áræddi að fara á eftir honum. Þá kom ég inn í einskonar forstofu, en slík afdrep voru ekki kölluð arinað en „bæjardyr" hér áður fyrr, að sögn fróðra manna. Þar kom ég að annarri hurð sem var lokuð en hvutti smaug á milli stafs og hurðar. Ekki komst ég sömu leið, þannig að ég bankaði enn. Ekkert svar. Ég bankaði aftur og kallaði: Er nokkur heima? Um leið var mér hugsaö til þess að þetta þætti nú ekki kurteislegt ávarp í gömlum ís- lenskum sveitabæ. Ég bankaði því aftur og kallaði: Hér sé Guð. Þrátt fyrir það fékk ég ekkert svar. Þá var mér öllum lokið. Ég gekk aftur út á hlaðið og tillti mér á bæjarvegginn. 9 Hvar var Pálína Sennilega hafði Pálína brugðið sér bæjarleið. Hvað átti ég nú til bragðs að taka. Það heyrðist lík- lega eitthvað í helv . . . frétta- stjóranum ef ég kæmi tómhentur heim. Ég sat því sem fastast á bæjarveggnum og hugsaði ráð mitt. Vonaðist til að þolinmæðin sigraði þessa þraut. Eftir nokkra stund kom hvutti aftur fram á hlaðið og var nú öllu líflegri. Mér fannst hann segja með augunum að nú væri Pálína að koma. Það lifnaði yfir mér. Og viti menn. Á næsta andartaki birtist gömul góðleg kona í bæjardyrunum. Þar var komin Pálína Konráðsdóttir. Hún tók mér vel og mér létti stórum. Ég sagði henni erindið; viðtal fyrir Dag. Hún var til með það og bauð í bæinn. Innan viö bæjardyrnar tóku við löng göng. Þegar hurðin féll að stöfum á hæla mér sá ég ekki handa minna skil í göngunum. Þjóðsögur um djöflagang drauga í löngum og dimmum bæjargöng- um komu upp í huga mér. En ég þóttist öruggur í fylgd Pálínu og ýtti öllum slíkum hugleiðingum frá mér. Þegar göngunum lauk komum við inn í rúmgóða baðstofu, sem nú gegnir ólíku hlutverki en fyrrum. Þar er rafmagnseldavél og rúm Pálínu. Á hillu yfir höfða- lagi rúmsins er útvarpstæki. Rökkvað var þarna inni því ein- ungis einn lítill gluggi er á þekj- unni. Pálína bauð mér að ganga lengra og komum við þá inn í af- þiljað lítið herbergi. Þar var ann- ar lítill gluggi og öllu bjartara. Lítið borð stóð undir glugganum. Ég settist á stól en Pálína tillti sér á bekk við vegginn. Þá gat viðtal- iö byrjað. Nokkuð margir koma i heimsókn „Ég flutti hingað að Skarðsá með föður mínum og föðurömmu þegar ég var á fjórða árinu. Þau ólu mig upp og hér hef ég alla tíð átt heima. Það finnst mér gott, enda ástæðulaust að vera að flækjast í burtu. Faðir minn var Konráð Konráðsson Jóhannes- sonar. Móðir mín var Filippía Gísladóttir Konráðssonar, sagn- fræðings. Þannig er það nú,“ sagði Pálína. Pálína á tvo hálfbræður; Sig- urð Konráðsson á Varmalandi og Andrés Pétursson í Reykjavík. Konráð, faðir hennar, lést árið 1951, en síðan hefur Pálína búið ein á Skarðsá. „Já, ég er bóndinn hér,“ sagði Pálína með nokkru stolti. - Ertu aldrei einmana? spurði ég- „Nei, mér er nákvæmlega sama hvort ég er ein eða í fjöl- menni. Svo er ég nú ekki ein í veröldinni, því það koma hér þó nokkuð margir í heimsókn. Hér áður fyrr hafði ég drengi í sveit. Þeir eru nú orðnir fullorðnir menn, en þeir heimsækja mig af og til. Það er ósköp notalegt." - Hvað ertu gömul Pálína? „Hvað heldur þú, þú hlýtur að geta séð það.“ - Nei, ég held ég taki enga áhættu. „Ég er komin fjögur ár yfir átt- rætt og byrjuð það fimmta. - Mér er sagt að þú eigir marga hesta? „Er það já, sögðu þeir það. Jú, ég á nokkra hesta, enda hef ég alltaf haldið mikið upp á hross. Það eru dásamlegar skepnur." - Hvað áttu marga? „Það er nú annað mál. Þarf ég nú að fara að tíunda það. Það eru 30 á framtalsskýrslu,,“ sagði Pál- !ína og hló við. Hún sagðist hafa farið á landsmót hestamanna á Vindheimamelum í fyrra. Ég 6 - DAGUR — 22. júlí 1983 á þessum spurði hana um það sem hún sá; hvort íslenski hesturinn væri í sókn? „Það er nú svona upp og ofan en heilt yfir held ég að hrossin fari batnandi. Hrifnust var ég af Hrafni frá Holtsmúla og afkvæm- um hans, enda er hann af góðri ætt, allavega í móðurlegginn." - Hefur þú átt verðlauna- hross? „Það er nú ekki mikið um það, enda verður maður að hafa menn til að þjálfa hrossin fyrir sig ef það á að takast. En ég man eftir einum hesti sem vann til margra verðlauna, og var frá mér kominn. Það var Draumur hans Magna Kjartanssonar í Árgerði. Það þótti mér ákaflega fallegur hestur. Björn heitinn frá Mýrar- lóni tók hann í tamningu fyrir mig. Hann var með hann í einn vetur en gat síðan ekki sinnt hon- um meira.. Ég bað hann þá að selja hann, manni sem kynni með hann að fara. Þá fékk Magni hestinn og það er stutt síðan hann felldi hann.“ - Svo við snúum okkur að' öðru Pálína. Þú hefur einu sinni komið til Reykjavíkur. „Já, ég var að heiman í eitt ár vegna veikinda. Það voru mjaðmaliðirnir sem voru farnir að gefa sig. Fyrst fór ég á sjúkra- húsið á Sauðárkróki en síðan fór ég suður. Þar var ég skorin upp og settar stálkúlur í mjaðmalið- ina. Uppskurðurinn tókst ekki alveg nógu vel. Það sprakk legg- urinn, þannig að það þurfti að spengja hann saman. Það eru því komin ýmiskonar efni í skrokkinn á mér.“ - Áttir þú ekki erfitt með að liggja svo lengi á sjúkrahúsi? „Jú, það var erfitt. Sérstaklega að rísa upp aftur eftir leguna og byrja að hreyfa sig. Fyrst var ég með tvær hækjur en núna þarf ég ekki nema aðra þeirra; hef hana við hendina, svona til vara, ef ég þarf á að halda úti við. Ég sagði læknunum fyrir sunn- an að ég hefði ekkert að gera með að æfa mig þar í stigum og öðru slíku, því það væru engir stigar heima hjá mér. Ég fór því fljótlega heim. Fyrst var ég í einn mánuð á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki en síðan fór ég hingað heim í Skarðsá. Ég held mér við með því að ganga; geri talsvert af því. Yfirleitt held ég að fólk geri of iítið af því.“ Svolítið flugveik - Fórstu fljúgandi til Reykavík- ur? „Já, já, það var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef komið upp í flugvél.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.