Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 3
Horft upp til Þórs gítarleikara Freys- sonar. Jón Arnar verður að passa sig á að fara ekki takkavillt (hahaha). « Var einhver að tala um fámenni? Myndir: KGA. BARA hljómleikar Fúsi á trommunum eins og allir geta séð. Baraflokkurinn tróð upp í Hafnarstrætinu á föstudaginn og sendi fáeina tóna út í hlýj- una. En varla voru þeir byrjað- ir, þegar vart varð við rigningu. Og þá var ekkert gaman lengur, því Bara tók saman föggur sínar og fór. En það gladdi óneitanlega rokkandi hjörtu Akureyringa að heyra aftur í þessari skemmtilegu hljómsveit eftir nokkurt hlé þeirra á hljómleikahaldi. Þarna er á ferðinni „ band“ í örri þróun og svo sannarlega tilhlökkunarefni að eiga í vændum hljómplötu frá þeim. Eins og margoft hefur verið sagt frá í Degi eru þeir Bara-limir fyrir skömmu komnir frá Bret- landi, en ýmsir sem heyrðu í þeim þar, þótti mikið til koma. Ánægjulegar fréttir: Bara- flokkurinn er kominn í æfinga- húsnæði. Á vissan hátt eru þeir orðnir „underground" hljóm- sveit, því nú æfa þeir undir yfir- borði jarðar, nefnilega í kjallara eins háhýsanna við Hafnarstræt- ið. Ásgeir söngvari Jónsson. „Balli bassi.“ Að stökkva hæð sína í loft upp í alklæðnaði frá Vöruhúsinu Þú þarft reyndar ekki að stökkva því þú hreinlega svífur af ánægju þegar þú ert búinn að dressa þig upp hjá okkur Krossaðu við í reitina það sem þig vantar og komdu svo og kíktu á úrvalið sem þú verður að sjá með eigin augum. Fyrir herrana: ( ) Gallabuxur ( ) Skyrtur ( ) stutterma ( ) langerma ( ) Bolir ( ) stutterma ( ) langerma ( ) Bindi ( ) Peysur ( ) Stakir jakkar ( ) Melkastakkar ( ) stuttir ( ) síðir ( )Jakkaföt Fyrir þau yngri: ( ) Flauelsbuxur ( ) Gallabuxur ( ) Peysur ( ) Bolir ( ) Stakkar. Fyrir kvenmenn: ( )Gallabuxur( )Peysur( )Blússur( )Stakkar( )Kápur( ) Bolir. Barnafatnaður í stórfallegu úrvali. Þetta er aðeins ábending, þú verður að koma og líta á úrvalið. Svo eru alltaf einhverjar sem nenna að sauma. Bravó fyrir þeim. Fyrir þær vorum við að fá jogging-galla efni. Gott að eiga góð stígvél Vorum að fá góða en ódýra sendingu af stígvélum. Ný gerð af barna- og unglingastærðum í st. nr. 30-39 á kr. 452. Fullorðinsstærðir nr. 41-46 á kr. 495. Gúmmíklossar. Reimaðir, svartir gúmmíklossar í herrastærðum á aðeins 388. flfti íáffiÍQjil 983 —'ÐAÐUB—3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.