Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 12
Harður árekstur Mjög haröur árekstur varö í fyrradag á mótum Hlíðarbraut- ar og Hörgárbrautar á Akur- eyri. Kona sem ók Lada bifreiö ætl- aöi aö aka yfir Hörgárbraut og inn á Hlíöarbraut ók í veg fyrir Gal- ant bifreið sem ekið var norður Hörgárbrautina og inn í hliö hennar. Áreksturinn var mjög haröur og slasaöist konan í Lada bifreiðinni nokkuö, en þó ckki eins alvarlcga og taliö var í fyrstu. Bifreiöarnar voru illa útlítandi eftir áreksturinn, sérstaklega Gal- antinn sem cr mjög mikiö skemmdur á hægri hliö. Frá slysstað. Verið er að koma konunni sem slasaðist fyrir á sjúkrabörunum. Mynd: gk.- „Ekkert mál“ „Þaö getur eiginlega ekki hjá því fariö að eitthvað gerist í þessari viku, eins og málum er háttað,“ sagöi Hreinn Pálsson, bæjarlögmaöur, í samtali við Dag varöandi Las Vegas málið svokaliaða. „Það er veriö aö bíöa eftir því núna hvort þetta mál leysist ekki af sjálfu sér.“'Hreinn átti þar við aö þeir scm væru með þessa starf- semi myndu hætta og loka staðnum, „og þaö er spurning um tvo eða þrjá daga núna. Við höf- um fengið vissar upplýsingar um þaö að starfseminni yrði hætt, og viö höfum verið aö vona aö þær gætu reynst réttar.“ - Heldurðu aö gæti orðið af því aö setja lögbann á staðinn? „Ja, ef ekki tekst meö öðru móti að loka staönum, ef sem sagt ekki veröur nánast sjálfkrafa hætt, þá hef ég fyrirmæli um aö fara þá leiðina, þannig að þaö liggur alveg fyrir,“ sagði Hreinn Pálsson. Pá höföum viö samband viö Birki Skarphéöinsson sem er í forsvari fyrir Laufeyju Birkisdótt- ur, en hún er skráð fyrir Las Vegas. „Þctta er ekkert mál, hef- ur ekki veriö neitt mál og mun ekki veröa neitt mál,“ sagöi Birkir. „Það er útlit fyrir að þið munið hafa svipað veður og nú er hjá ykkur fram undir helgi,“ sagði Magnús Jónsson, veðurfræðingur í samtali við Dag í morgun. „Á laugardaginn gæti þetta breyst, áttin orðið norðlæg en þó verður ekki kait hjá ykkur. Og þá gæti fariö að þorna Vestanlands.“ Magnús sagði að aldrei slíku vant þá sæju sunnlend- ingar nú í Esjuna sína. Það skyldi þó ekki fara að birta yfir þeim þarna fyrir sunnan? Snæfell í 12 ára „klössun“ Næg atvinna í Hrísey „Snæfellið er komið í sVokall- aða 12 ára klössun og verður sennilega í slipp í um 5 vikur,“ sagði Jóhann Þór Halldórsson, útibússtjóri Kaupfélags Eyfirð- inga í Hrísey í spjalli við Dag í morgun. Togari þeirra Hríseyinga, Snæfell, var í fyrradag tekinn í slipp hjá Slippstöðinni á Akur- eyri. Jóhann Þór sagöi aö talsvert væri þegar búið af þessari 12 ára klössun á skipinu, þaö væri aðal- lega skrokkurinn sem ætti eftir að taka í gegn. Að sögn Jóhanns hefur verið mjög mikil atvinna í Hrísey í sumar, unnið fram á kvöld alla daga. Hann sagði að þótt Snæfell- ið væri úr leik í nokkrar vikur myndi þaö ekki skapa neitt vand- ræðaástand í eynni, þar er gerður út togbáturinn Ólafur Magnússon auk fleiri báta og allir hafa nóg að starfa. Snæfell á leið upp í slipp á Akureyri í fyrradag. Mynd: KGA. Nýstárlegt laxeldi: Seiðin höfð í nót undir ís á vatninu í vetur „Við fengum kviðpokaseiði í vor og erum að ala þau í stöð í sumar og þeim fer mjög vel fram,“ sagði Sveinbjörn Árna- son formaður Veiðifélags Ólafsfjarðar er við ræddum við hann um laxeldistilraunir í Ólafsfirði. „Ætlunin er síðan aö gera til- raun meö að hafa þessi seyði í Ólafsfjarðarvatni í vetur í nót undir ísnum og gefa þeim um vakir, en þetta yrði algjör nýlunda hér á landi. Hins vegar hafa Norðmenn eitthvað fengist við laxeldi af þessu tagi. Ég veit ekki nákvæm- lega um fjölda þessara kviðpoka- seiða en ætli þau séu ekki um 15- 20 þúsund. Ef vel tekst til munu þau fara í sjó næsta vor. Við slepptum um 7 þúsund seiðum í hittifyrra og 10 þúsund í fyrra, en vitum ekki nákvæmlega hvernig til hefur tekist. Nokkrir smálaxar hafa þó veiðst í vatninu í net en við höfum ekkert fengið í gildrurnar sem ætlunin var að taka hann í. En við erum ekkert á þeim buxunum að hætta, það má segja að þetta sé allt á tilraunastigi og við erum að þreifa okkur áfram. Ingimar Jóhannsson fiski- fræðingur er okkur til halds og trausts í þessu öllu saman.“ - Hvað vinnstfyrstogfremstef sú tilraun að hafa seiðin í nót í vatninu í vetur og gefa þeim þar gengur upp? „Þetta er fyrst og fremst miklu ódýrara, gönguseiðin kosta núna 21 krónu stykkið. Ef við getum alið seiðin eitt sumar og haft þau síðan í vatninu yfir veturinn þá er þetta miklu ódýrara. Auk þess reikna ég með að þau yrðu hraust- ari í náttúrulegu umhverfi, en ætl- unin er að ala þau á um 5 metra dýpi - “ # Friðarganga á hjóli Svo sem kunnugt er var „Friðarganga 83“ farin sl. laugardag og lá leiðin frá hliði Keflavíkurflugvallar að miðbæ Reykjavíkur þar sem göngumenn mynduðu „keðju“ eina mikla með því að haldast í hendur á milli sendi- ráða Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Margir af svokölluð- um „toppum" Allaballa voru þátttakendur á einhvern hátt í göngunni, enda miklirfriðar- sinnar eins og alþjóð veit. Enginn er þó jafn „friðsamur" og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi alþingismaður, enda lét hann sig hafa það og hjólaði á 10 gíra hjólí sínu með göngumönnum og „stýrði bæði hjóli og göngu- mönnum“ eins og sönnum foringja ber. # Það vilja allir frið borðar með áletrunum eins og „Kanar hundskist heim frá S.-Amer(ku“ og fleira í þeim dúr voru áberandi. # Allirkoma þeir aftur Frá því var skýrt á íþróttasíðu Dags sl. mánudag að fríður hópur unglinga undir merki ÍBA hefði nýlega haldið til Randers í Danmörku til þess að taka þar þátt í vinabæja- móti í knattspyrnu og frjáls- íþróttum og etja kappi við jafnaldara sina danska. Og síðan kom þetta gullkorn: „Hópurinn kemur aftur til landsins". - Mun einhver úr hinni frægu „prentvillupúka- fjölskyldu" hafa leikið lausum hala á ritstjórninni eða í Dags- prenti er fréttin var unnin og féll þannig niður síðari hluti setningarinnar en þar mun hafa átt að standa hvenær hópurinn kæmi aftur til landsins. Vandfundinn mun sá maður sem ekki óskar eftir friði hvar sem er í heiminum, og þarf varla nokkra sérstaka göngu til þess að undirstrika það. „Friðargangan11 svokallaða sl. laugardag var í raun ekkert annað en „Keflavíkurganga" eins og þær tíðkuðust hér á árum áður, ganga Allaballa sem höföu í frammi einhiiða áróður gegn Bandaríkjunum og NATÓ. Hvergi höfum við séð kröfuna um að sovéskur her hverfi frá Afganistan, en • Stakfell heitir hann Togarinn Fontur er ekki leng- ur gerður út frá Þórshöfn, og raunar er taisvert síðan svo hefur verið, því hann var seld- ur til Siglufjarðar, Hins vegar eiga Þórshafnarbúar togar- ann Stakfell og er rétt að það komi fram vegna þeirra sem hafa lesið furðufréttir um ný togarakaup til Þórshafnar í Tímanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.