Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÓLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aldrei aftur Hirosima 38 ár eru liðin síðan einn hryllilegasti atburður mannkynssögunnar gerðist, kjarnorkuárásir á tvær japanskar stórborgir, sem á svipstundu drápu 100.000 manns í hvorri borg og limlestu fleiri. Afmælisdagur Hirosimasprengingarinn- ar var nánar tiltekið 6. ágúst og var hans minnst víða um heim þ.á.m. og ekki síst í Japan, landi fórnardýranna og einnig í Banda- ríkjunum, þar sem þeim ráðum var ráðið, sem leiddu til hinna skelfilegu tíðinda í Japan. Einnig hér á landi var atburðarins minnst með friðargöngu frá Keflavík til Reykjavíkur og táknrænum aðgerðum við sendiráð kjarn- orkuveldanna hér. Svo er að skilja að þátttaka í þessari göngu hafi verið meiri en í slíkum göngum áður, enda var boðskapur hennar nú einkum almenn hvatning til friðar og afvopn- unar í stíl við slíka baráttu erlendis, en ekki fyrst og fremst hið alkunna ákall ísland úr Nató, herinn burt, sem margir telja ekki sigur- stranglegt til árangurs eins og málum er kom- ið í vígbúnaðarkapphlaupinu í dag. Ekki er að undra þótt mannkynið sé hrætt og kvíðafullt undir ógnun kjarnorkuvígbúnaðar- ins. Það voru aðeins tvær sprengjur, sem murkuðu lífið úr álíka stórum hópi manna og við íslendingar erum. Nú eiga kjarnorkuveldin 1.500.000 — fimmtán hundruð þúsund — slíkar sprengjur eða jafngildi þeirra af öðrum gerð- um og stærðum. Þessar sprengjur eru nú geymdar víða um heim, á þurrlendi jarðar og í djúpum heimshafanna, þ.á.m. og ekki hvað síst í Norður-Atlantshafi í kringum Fjallkon- una okkar góðu og fögru. Hvað er svo við þessum ósköpum að gera? Er yfirleitt nokkuð hægt að gera annað en að fórna höndum og biðja guð að varðveita sig? Jú, eitthvað er alltaf hægt að gera í öllum vandamálum og sagt er af kunnugum að guð sé fúsari til að hjálpa þeim, sem eitthvað reyna sjálfir til að berja í brestina. Sem einstaklingar geta allir tekið þátt í að- gerðum, sem hvetja stórveldin til samninga og afvopnunar. Slíkt hefur borið árangur. Þá lexíu kenndi t.d. almenningur í Bandaríkjun- um heiminum, þegar hann þrýsti svo duglega á ráðamenn sína að þeir urðu nauðugir viljugir að láta af hinum brjálæðislega stríðsrekstri í Víetnam, þótt fleira kæmi þar til. Sem ríki getur ísland líka látið til sín taka eitt sér eða í samvinnu við önnur Norðurlönd. Fram hafa komið tillögur um, að íslensk stjórn- völd beittu sér fyrir ráðstefnu um okkar mestu og nálægustu ógnun, kjarnorkuvígbúnaðinn á Norður-Atlantshafi. Því miður eru víst ekki miklar líkur til að því máli verði hreyft að sinni, meðan utanríkismál okkar eru í höndum þeirra sem fastast trúa á Nató og forsjá Bandaríkja- hers um „varnir" íslands. Hins vegar eru enn í alvarlegri umræðu skandinavískar hugmyndir um kjarnorkulaus Norðurlönd og þá væntanlega líka einhverjar kjarnorkutilslakanir Rússamegin línunnar. Oss brestur vissulega skilning á hugsanlegu gildi slíkra ráðstafana, en mikilsmetnir stjórnmála- menn meðal bræðraþjóða okkar taka hug- myndirnar alvarlega og hví skyldum við ekki gera það líka? HEÞ. Gúmmívinnslan hf. sett á laggirnar: „Aðaláherslan lögðá gúmm íbobbinga“ — jafnvel með útflutning í huga „Þetta verður tvíþætt starf- semi. Annar þátturinn er kaldsólning á vörubílahjól- börðum r ég miða þetta a.m.k. fyrst um sinn við vöru- bílahjólbarða, og hinn þáttur- inn er svo endurvinnsla á gúmmíi. Ég vona að ég Iosi Eyjafjarðarsvæðið við stóran mengunarvald með þessu - alla ónýta gúmmíhjólbarða, en ég reikna með að á þessu svæði sé hent um 500 tonnum af þeim á ári,“ sagði Þórarinn Kristjánsson, er Dagur ræddi við hann á dögunum, en hann hyggst nú koma á fót allný- stárlegri starfsemi. „ Við keyptum fjós og hlöðu af Búnaðarsambandinu upp á Rangárvöllum og nú er verið að vinna í því að gera húsnæðið klárt fyrir þessa starfsemi." Þórarinn reiknar með því að hann geti hafist handa við sóln- inguna í október, og endur- vinnslan á að komast á stuttu síðar. - Hvað er það svo sem þú hyggst framleiða úr þessum gúmmíafgöngum? „Samstarfsaðilar okkar í Sví- þjóð sem eru í þessu, framleiða aðallega gólfdúka úr affallinu, en við horfum aðallega fram á að framleiða gúmmíbobbinga fyrir sjávarútveginn. Nú er verið að prófa slíka bobbinga fyrir okkur hér í togurunum, og þeir virðast lofa nokkuð góðu. Ég lét steypa þessa bobbinga fyrir mig í Svíþjóð." Samstarfsaðilarnir í Svíþjóð hafa að sögn Þórarins einkaleyfi á þessari framleiðsluaðferð, og kemur fulltrúi þess fyrirtækis hingað um mánaðamótin til að ganga frá lokasamningi og sköða aðstöðuna á Rangárvöllum. Hann sagðist vera opinn fyrir öllum möguleikum varðandi endurvinnsluna. „Það er ótal margt sem hægt er að framleiða annað úr þessu, en ég byrja a.m.k. á bobbinunum. Svo verð- ur framtíðin að leiða í Ijós hverju maður getur annað - en fyrst við framleiðum þetta á ann- að borð og þetta reynist vel, þá myndum við stíla á að framleiða fyrir allt landið og jafnvel með útflutning í huga. Sænska fyrirtækið hefur boð- ist til að sölufæra vöru okkar þar í landi, en ég held að önnur lönd komi frekar til greina í því sam- bandi,t.d. NoregurogÉngland. Svíar eru ekki það duglegir við útgerð þar sem ég þekki til. Nú er verið að setja upp verk- smiðjur víðs vegar í heiminum á vegum þessa sænska fyrirtæk- is, og við höfum möguleika á því að sölufæra hver fyrir annan þegar þar að kemur. Það er óneitanlega hagkvæmara að framleiða eina tegund vöru í hverju landi og flytja hana síðan á milli.“ Stofnkostnaður að þessu fyrirtæki, hlutafélaginu Gúmmívinnslan hf., er sex mill- jónir. Þórarinn sagðist fullur bjartsýni á að ef þeir næðu fjár- magni til að koma þessu af stað skilaði það sér aftur. „Það er mjög neyðarlegt fyrir okkur á landsbyggðinni að öll vörubif- reiðadekk eru send suður til kaldsólningar. Því finnst mér eðlilegt eins og ástandið er í atvinnumálunum í dag að það sé gert hér.“ - Hvað heldurðu að fyrirtæk- ið muni veita mörgum atvinnu? „Það er ómögulegt að segja um það. Ég reiknaði með fjór- um til fimm, en nú þegar er ég kominn með fimm manns á launaskrá. Ef vel gengur í endurvinnslunni gæti farið svo að allt að fimmtán manns fengju hér vinnu. Ef maður lendir þá ekki í því að loka eftir tvo til þrjá mánuði - ef peningarnir verða ekki búnir.“ Þórarinn benti á að aðeins fjögurra mánaða reynsla væri komin á bobbingana hér í togur- unum, en þeir væru engu að síður ákveðnir að hefja fram- leiðslu eins fljótt og hægt yrði. „Raunverulega þyrfti að fást svona tveggja ára reynsla á þessa hluti, en það er annað hvort að duga eða drepast fyrir okkur. Ef þetta gengur ekki, þá er margt annað sem hægt er að gera. T.d. ýmsar undirstöður undir um- ferðarmerki, sem ég hef reyndar flutt lítillega inn, og Reykja- víkurborg hefur keypt. Einnig gúmmímottur í bíla og aurhlíf- ar. Jafnvel væri hægt að fara út í gólfdúka.“ - Eitthvað sérstakt að lokum? „Já, ég vil benda fólki á að það borgar sig að fara út í endur- vinnslu á öðru sorpi en gúmmíi. Troll og nælonnet er til dæmis upplagt að endurvinna og ég hef fullan hug á að fara út í það líka. Ég held að opinberir aðilar, og einstaklingar einnig, séu farnir að hafa áhuga á endur- vinnslu af ýmsu tagi. Þeir eru farnir að sjá að þetta er nauðsyn- legt.“ Þórarinn Kristjánsson með gúmmíundirstöðu fyrir umferðarmerki. Þetta stykki flutti hann inn frá Svíþjóð en vei gæti farið að hann hæfl framleiðslu á því síðar. Ljósmynd: KGA. 4 - ÐAGUR' - 1Ö: agúét 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.