Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 7
Ein fullkomnasta prentvél á landinu - í eigu fjölskyldufyrirtækis á Akureyri Eitt af mörgum fjölskyldu- fyrirtækjum á Akureyri er starf- rækt í Hamarstíg 25. Þar er HS-vörumidar sf. til húsa og það er Hörður Svanbergsson fyrrum verkstjóri í POB, sem starfrækir þarna í kjallaranum hjá sér eina fullkomnustu prentsmiðju sinnar tegundar á landinu. „Ég byrjaði á þessu 1969 sem eins konar aukabúgrein með starfi mínu í POB,“ segir Hörður og slekkur á prentvélinni sem ham- ast við að prenta skrautlega miða á bakkelsi. „Pá byrjaði ég með eina prentvél og fimm árum síðar bætti ég annarri við. Og núna ný- lega kom sú þriðja og allar þrjár malla frá morgni til kvölds og hafa ekki undan.“ - Og hvað prentarðu? „Við prentum allar tegundir límmiða og auk þess margt annað að sjáfsögðu. Jú, biddu fyrir þér, ég gæti verið að þessu allan sólar- hringinn. Ég er nú hættur í POB og sinni þessu eingöngu. Við erum í allt þrjú, ég, konan mín Hilda Árnadóttir og Árni sonur okkar. Síðan nýja vélin kom vinnum við frá þetta 7-8 á morgn- ana og til 10 á kvöldin. Og nóg er að gera.“ - Þetta er góð maskína, þessi nýja prentvél þín? „Já, hún mun vera sú eina sinn- ar tegundar á landinu og um leið sú fullkomnasta. Hún geturskilað prentverki, annað hvort á örkum eða rúllu, eftir ósk viðskiptavinar- ins. Hún getur prentað í fjórum litum samtímis og fimmti liturinn fæst með „fólíu“. Þar að auki get- um við sett „lamineringu" á mið- ana, það er að segja, þá eru þeir klæddir með örþunnri filmu. Nú, það er ekki allt búið ennþá, hérna er svo sérstakur útbúnaður sem ég fékk smíðaðan fyrir mig í Dan- mörku og hann gerir mér kleift að keyra tölvugöt í miðana.“ Hörður Svanbergsson hefur gegnum tíðina ekki alveg verið lesendum Dags óviðkomandi, því hann heíur að líkindum manna lengst starfað við að prenta blaðið áðuren Dagurflutti í eigið prentverk. Hörður tók off- setprentarapróf í Danmörku og hefur auk þess stúderað í Pýska- landi. - En er grundvöllur fyrir svona fullkomna prentsmiðju hér á landi? „Það verður að koma í ljós með tíð og tíma, ég álít að svo sé. Við- skiptavinir okkar eru víða aí landinu og ég hef þá trú að enn fleiri gætu notfært sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða. Auk þess sem við prentum erum við með eigin myndamótagerð, þannig að það eru hæg heimatök- in. Þörfin fyrir límmiða á mat- vælaumbúðir ef alltaf að aukast ekki síst með nýjum lögum um matvælamerkingar. Nú má engar vörur selja til neyslu án ítarlegra merkinga um heiti, innihaldslýs- ingu og nafns framleiðanda. Ef svo heldur áfram sem horfir með verkefnin, þá verðum við að fara að vinna á vöktum hér.“ Tíðindamaður Dags hefur vart kvatt Hörð, þegar prentvélarnar eru komnar í gang. Því næg eru verkefnin. Árni Harðarson við aðra af eldri vélunum. Hörður Svanbergsson við hina fullkomnu prentvél, þetta er japanskt tæki og er með þeim betri á landinu. Myndir: KGA. 10. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.