Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 6
•• ' ri t ■ ■ Merki gefið með því að vagga vængjunum síðan rann flugan af stað. ,Klinkan“ fest fyrir flugtak í ferð sem Dagsmenn gerðu í Eyjafjörðinn á dögunum sáu þeir að svifdugur voru á sveimi yfir Melgerðismelum. Þá vakn- aði gamli flugáhuginn hjá blaðamanni og var því stefnan tekin á Melana. Þar voru ungir menn að svif- fljúga, sumir voru á byrjunarstigi aðrir voru komnir lengra í listinni og voru að segja til. Er við renndum upp að aðal- bækistöðvum þeirra Svifflugfé- lagsmanna, sem er gamall sendi- og fólksflutningabíll, daglega kallaður „kálfur“, var sviffluga að renna inn til lendingar með einn mann innanborðs. Sá var að taka svokallað „sólópróf“, en það veit- ir honum rétt til að fljúga ein- samall. Þetta var Magnús Einars- son sem er 15 ára. Hann sagði að þetta væri, „alveg æðislegt", en Magnús ásamt Friðriki Sverris- syni, sem er 16 ára, voru sóló- prófsmenn dagsins. Þeir hressu strákar á Melunum sögðust allir vera í sumarfríi og því ætluðu þeir að eyða í svifflug. Varðandi kostnaðinn sögðu þeir að þetta væri ekki dýrara en hvað annað sem menn tækju sér fyrir hendur og hefðu áhuga á. „Þó er þetta það dýrt að enginn okkar á bíl,“ bætti einn félaginn við. En svo kom það. „Má ekki bjóða ykkur í smá flug?“ var spurt. Eftir þessu var blaðamaður að bíða, því gamall flugáhugi er alltaf fyrir hendi. „Jú takk endi- lega,“ var svarað í hvelli. Svo skipti það engum togum, að vélin var opnuð og blaðamaður klifraði í aftursætið. Þeir voru til hjálpar strákarnir að spenna viðkom- andi fastan í sætið. Flugstjórinn stökk fimlega upp í fluguna. loftið, sitjandi í þessu tæki sem gerir ekkert annað en svífa. Þetta er líklega það næsta sem menn komast í því að fljúga eins og fugl- arnir. En allar ferðir enda einhvern tíma og einhvern veginn, því eftir um það bil 5 mínútna flug, þegar útsýnið ,var sem fallegast yfir byggðum Eyjafjarðar, varstefnan tekin inn til lendingar og mjúk- lega lent á stuttum kafla við aðal- bækistöðina. Þessari skemmti- legu en stuttu flugferð var lokið. Það skal segjast, að þessi ferð var mun rólegri en margar sem blaðamaður hefur farið með hin- um ágætu Fokker-vélum Flug- leiða og fleirum. í þessari ferð haggaðist vélin ekki. Það var sem maður sæti heima í stofu og horfði á fallega landslagsmynd í sjón- varpinu. Kyrrðin var mikil, utan örlítill hvinur í vindinum, sem reyndi að smeygja sér inn í stjórnklefa flugunnar. Þessari ferð var lokið, en strák- arnir í Svifflugfélaginu ætluðu að halda áfram að fljúga fram eftir degi, enda veður gott. En þeir sögðu „að það væri ekki mikið að hafa þarna uppi.“ Það þýddi, að það var lítið uppstreymi sem er nauðsynlegt til að hægt sé að fljúga lengur en þessar 5 mínútur sem ferðin með blaðamanninn tók. En við þökkum þessum hressu strákum ferðina og vonum að þeir fái gott „háng“ þann tíma sem þeir eru við svifflug á Melgerð- ismelum. spennti sig í þessi belti, sem reyrðu mann svo fastan að það var erfitt um andadrátt. Hann segir „klinka", sem þýðir að dráttar- taugin er fest við sviffluguna. Hjálminum er lokað yfir flug- mann og farþega. Næst er gefið merki til þess sem er á spilinu, sem dregur fluguna á loft. Og síð- an byrjar vélin að renna af stað. Fyrstu metrana fer hún heldur hægt, en síðan eldsnöggt af stað á miklum hraða, þannig að flug- maður og farþegi pressast aftur í sætum sínum. Vélin stefnir því sem næst beint upp í loftið og maður sér jörðina fjarlægjast með ógnarhraða. Því næst er vélin rétt á fluginu og dráttartauginni er sleppt. Vélin svífur eins og fugl- inn frjáls um loftið. Það fylgir þessu töluvert skrítin tilfinning, að svífa svona um Sólómenn dagsins Magnús Einarsson og Friðrik Sverrisson. 6 - DAGUR - 10. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.