Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 10.08.1983, Blaðsíða 9
Gústav með tvö mörk gegn Fram Framarar sluppu með annað stigið frá Vopnafirði er þeir Staðan Staðan í 2. deild er nú þessi: KA 12 7 4 1 21:10 18 Fram 12 6 4 2 18:12 16 FH 13 5 5 3 23:17 15 Víðir 13 5 5 3 11:9 15 Njarðvík 13 5 5 3 11:11 15 Völsungur 13 6 2 5 16:13 14 Einherji 13 4 6 3 11:12 14 KS 13 2 6 5 11:15 10 Fylkir 13 2 6 5 11:15 6 Reynir 13 14 8 8:23 6 Næstu leikir: KA - Víðir, Fram - FH á föstudag, Einherji - Fylkir á laugardag, Njarð- vík - Völsungur á sunnudag og Reynir - KS á mánudag. mættu Einherjtim þar Í2. deild- inni í gærkvöldi. Urslit leiksins urðu 2:2 og velta menn því nú fyrir sér hvort Framarar ætli að missa af lestinni í kapphlaupinu um laust sæti í 1. deild að ári. Leikurinn í gærkvöldi fór fram í blíðskaparveðri og fjölmenntu bæjarbúar á leikinn. Þeir fögnuðu mjög er Gúsaf Baldvinsson þjálf- ari Einherja kom liði sínu yfir í fyrri hálfleik með góðu marki, en ekki var fögnuðurinn jafn mikill á 57. mínútu er Halldór Arason jafnaði fyrir Fram. Framarar komust síðan yfir er Hafþór Sveinjónsson skoraði úr vítaspyrnu sem flestir áhorfenda töldu óréttláta. En Gústav var ekki hættur, hann jafnaði 10 mínútum fyrir leikslok og Ein- herji þokaði sér upp í miðja deild með jressum úrslitum. Ragnar til liðs við Þór Ragnar Rögnvaldsson, sem Ieikið hefur með KA í sumar og í fyrra, er nú hættur hjá félag- inu. Mætti hann á æfingu hjá Þór í fyrrakvöld og sagði í sam- tali við Dag, að líkaði honum vel gæti vel komið til greina að tilkynna félagaskipti í Þór. „Ég fer erlendis í frí um mán- aðamótin, en það tekur tvo mán- uði að fá félagaskipti, þannig að það borgar sig varla að skipta núna. Ég gæti hvort sem er ekki leikið með liðinu í sumar. -ska. Gylfi, Haraldur og Garðar lyfta hér lóðum fyrir Ijósmyndarann. Þeir geta vonandi brosað yfir árangri Finnlandi eins og þeir gera á þessari mynd. Þriðja vinabæjamót Akureyrar og Lahti: „Reynum auðvitað að sigra aftur“ Þrír af þekktustu lyftinga- mönnum landsins, tvíbura- bræðurnir Gylfi og Garðar Gíslasynir, og Haraldur Olafsson, halda á morgun til Lahti í Finnlandi, þar sem þeir munu etja kappi við lyftinga- kappa frá þeim bæ, í vina- bæjamóti Akureyrar og Lahti. Þetta er í þriðja skipti sem slíkt vinabæjamót fer fram, það var fyrst haldið í Lahti 1979, síð- an hér á Akureyri 1981, og þá sigruðu Akureyringar í stiga- keppninni. „Við reynum auðvitað að sigra aftur, en við vitum ekki mikið um styrkleika Finnanna nú. Það verður bara að koma í ljós, en við reynum auðvitað að gera okkar besta. Það verður ör- ugglega gaman að keppa á þessu móti, það verða einhverjir gestir á mótinu, m.a. fra Ungverja- landi. Þeir verða örugglega sterkir og því spennandi að fá að reyna sig gegn þeim,“ sagði Garðar Gíslason í samtali við Dag í tilefni ferðarinnar. Fjórir eru í hvoru liði - og fyrir hönd Akureyrar keppa hinir þrír fyrrnefndu, svo og Kristján Falsson, sem er Akur- eyringum að góðu kunnur fyrir afrek sín á lyftingasviðinu, en hann hefur nú verið búsettur í Finnlandi í eitt ár. Gylfi og Garðar keppa báðir í 90 kg flokki, Haraldur í 75 kg flokki og Kristján að öllum líkindum í 82 kg flokki. Eins og áður sagði verða ein- hverjir gestir á mótinu og er reiknað með að keppendur verði alls á bilinu 25-30. Farar- stjóri verður Bernharð Haralds- son. -ska. Þór með tvo flokka í úrslit — Spjallað við þjálfarana, Arnar og Árna Úrslitakeppni yngri flokkanna í knattspyrnu hefst um næstu helgi. Þá verður keppt í fjórða flokki í Reykjavík og fímmta flokki í Kópavogi. Þórsarar komust í úrslit í báðum þess- um flokkum og spjallaði Dagur stuttlega við þjálfara þeirra. „Ég veit nú lítið um liðin fyrir sunnan, ekki annað en það að KR-ingar eru víst með mikla yfir- burði á liðin þar, og unnu sinn riðil, A-riðilinn, með fullu húsi stiga,“ sagði Arnar Guðlaugsson, þjálfari fjórða flokks. „KR-ingarnir voru líka í úrslit- Spámennska Ég hef aldrei verið talinn mikill spámaður, en í mánudagsblað- inu var ég engu að síður með til- burði í þá átt. í texta undir mynd af hópnum sem fór á vinabæjamótið í Rand- ers stóð m.a.: „Hópurinn kemur aftur til landsins." Ég býst við að flesta hafi rennt grun í það. Það sem vantaði hins vegar var: „á morgun. “ En nú er allt eins og það á að vera því spádómurinn hefur ræst: Hópurinn kom til landsins í gær. -ska. um í fyrra, og eru nú með óbreytt lið að mestu. Þeir eru því taldir sigurstranglegastir. Óstaðfestar fregnir herma að við séum í riðli með KR-ingum, en við förum að sjálfsögðu ekki til úrslita- keppninnar með neitt vonleysi í pokahorninu. Við reynum auðvit- að að gera eins vel og við getum,“ sagði Arnar. Árni Stefánsson þjálfar fimmta flokkinn. Hann sagði að úrslita- keppnin legðist ágætlega í sig. Það væri reyndar slæmt hve liðin hér lékju fáa leiki yfir sumarið. „Við höfum spilað sjö leiki í sumar og þar hafa fimm endað með fimm marka mun eða meira fyrir okkur, þannig að strákarnir eru ekki eins vanir mikilli spennu og liðin fyrir sunnan. Þau hafa kannski leikið yfir tuttugu leiki og eru miklu vanari allri pressu.“ Árni sagði að hans skoðun væri sú að Norðurlandsliðin ættu alla jafna að eiga mesta möguleika á góðum árangri í fimmta flokki, vegna þess að munurinn væri minnstur þá. Hann sagði að Vals- arar væru með mjög sterkt lið. „Þeir eru nýbúnir að spila á móti í Danmörku þar sem þeim gekk mjög vel, og við eigum að mæta þeim í fyrsta leik. En það skiptir engu máli. Strákarnir eru íslendingar sigruðu Færeyinga í landsleik í knattspyrnu í fyrra- kvöld í Njarðvík með sex mörk- um gegn einu. Helgi Bentsson, Þór og Erling- ur Kristjánsson og Gunnar Gísla- son úr KA, léku með liðinu. Gunnar skoraði fyrsta mark leiks- ins úr vítaspyrnu. Helgi fékk gott tækifæri til að bæta sjöunda marki íslands við skömmu fyrir leikslok er hann tók vítaspyrnu sent hann hafði sjálfur fiskað. En Helga brást bogalistin. Hann skaut yfir markið. -ska. Gunnar Gíslason hefur verið iðinn við að skora mörk að undanförnu. Hann bætti tveimur í safn sitt í lands-. leiknum gegn Færeyingum sl. mánu- dag og heldur vonandi uppteknum hætti í næstu leikjum sínum með KA. ákveðnir í að gera stóra hluti,“ sagði Árni. -ska. Golf á Húsavík Opna Húsavíkurmótið í golfi fer fram á Katlavelli við Húsa- vík um næstu helgi. Mót þetta er 36 holu höggleikur og er leikið í flokkum karla, kvenna og unglinga með og án for- gjafar. Skráning í mótið stendur yfir í golfklúbbnum fram á föstu- dagskvöld en keppni hefst kl. 9 á laugardagsmorgun. Henni verður síðan framhaldið á sunnudagsmorguninn klukkan 8. Öll verðlaun í mótinu eru gef- in af Volvo-umboðinu áíslandi. Guðjón áfram með Pórsara Guðjón Magnússon hefur verið endurráðinn þjálfari 3. deildar liðs Þórs í handknattleik fyrir næsta vetur og mun hann leika með liðinu eins og á síðasta keppnistímabili. Þórsarar munu hefja æfingar um næstu helgi og er greinilega hugur í mönnum að standa sig vel á vetri komanda. Bikarkeppni KSÍ Síðari leikurinn í undanúrslit- um bikarkeppni KSÍ fer fram í kvöld. ÍA og Breiðablik leika þá á Skaganum. Gunni skoraði gegn Færeyjum t t(j. áðúst t9B3 - ÖÁGIÍR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.