Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 2
Hvað borðarðu venjulega í morg- unmat? Gígja Viðars: „Ristað brauð og te. Alltaf. Það er æðislega gott.“ Skafti Helgason: „Yfirleitt bara kaffi. Stundum brauð með.“ Ingólfur Gíslason: „Brauð og te. Eða súrmjólk og Corn flakes." Stefán Vilhjálmsson: „Þessi er nú erfið fyrir matvælafræðinginn. Ég borða mjög gjarnan tvær brauðsneið- ar með góðu áleggi, osti og kjöti og fæ mér kaffi með. Stundum fæ ég mér súrmjólk ef ég hef tírna." Jón Haukur Brynjólfsson: „Ég borða aldrei morgunmat. Ef ég gerði það þyrfti ég að fara allt of snemma á fætur.“ „Mest f lækingur á mér og gjaman tek ég veiðistöngina með“ - Spjallað við Sigrúnu Aðalsteinsdóttur baðvörð í Glerárskóla Þeir eru ansi margir sem kann- ast við hinn hressa baðvörð í íþróttahúsi Glerárskóla. Og hver er svo maðurinn? Jú, það er kona sem allir kalla Sídu, en hún heitir reyndar Sigrún Aðal- steinsdóttir. Sigrún er ekki hreinræktaður Akureyringur, eða hvað? „Nei, ég er Austfirðingur, fædd á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, voru aðeins tveir bæjr og það var langt að sækja í kaupstað, við sóttum til Reyðarfjarðar. Aldrei fann ég þó fyrir einangruninni, það var nefnilega líflegt á heimilinu, við vorum 10 systkinin og 2 fóstur- börn.“ - Jökulsá hefur ekki verið brúuð á þessum tíma? „Nei, áin var ekki brúuð fyrr en eftir að ég fluttist burtu. Við fór- um yfir á kláf sem var í u.þ.b. 3 kílómetra fjarlægð“ - Var það ekki bara fyrir ofur- huga að ferðast þannig? „Við krakkarnir ólumst upp við þetta og fannst alveg sjálfsagt mál að fara yfir ána á þennan hátt. Við fundum ekki fyrir hræðslu." - Svo flyturðu burtu. Af hverju til Akureyrar? „Það var nú bara si svona, ég giftist hingað.“ - Og þú kemur hvenær? „Ég kom hingað 1950. 4 árum síðar flutti ég í Jötunfell, þar sem ég á heima enn. Á þeim tíma var þetta sveitabær, langt frá bænum, en núna er ég nánast inni í miðjum bæ. Ekki stunduðum við samt búskap þarna í sveitinni, heldur sóttum vinnu í bæinn.“ - Þú ert búin að vera ógurlega Iengi viðriðin Glerárskólann. Ég man eftir þér þar fyrir fjölda- mörgum árum. „Já, mikil ósköp, ég er líklegast búin að vera þarna í 20 ár, fyrst í gamla skólanum, sem nú er leik- skóli og síðan fórum við yfir í nýja skólann, þegar hann var tekin í notkun. Það er svo sem ekki hægt að segja að skúringar séu sérlega skemmtileg vinna, en maður endist samt í þessu. Þetta var skemmtilegur hópur, hreingern- ingarliðið og góður mórall.“ - Nú ertu komin yfir í íþrótta- húsið? „Þangað fór ég 1977 og er það sem kallað er baðvörður. Verk- efni baðvarðar eru ákaflega fjöl- breytileg. Við sinnum öllu sem kemur uppá og það getur verið þó nokkuð margt. Það þarf að sinna iðkendum, veita upplýsing- ar ýmiskonar og aðstoð. Sjá um sturturnar og einnig að allt sé þokkalega hreint og fágað. Svo þarf nú stundum að ýta við krökk- unum á veturna, þau vilja gleyma sér við fjöruga leiki og annan bægslagang og þá eru þau ekkert á því að fara í sturtu. Það eru meiri læti á veturna. Ég lendi samt aldrei í vandræðum með krakk- ana, þetta eru bestu skinn, ósköp hlýðin og góð. Það eru engir erfið- leikar ef farið er rétt að þeim. Margir krakkanna eru mínir bestu vinir. Annars eru ekki bara krakkar þarna í húsinu, þetta er fólk á öllum aldri, alveg frá 7 ára og uppúr.“ - Er ekki mikið um snúninga í kringum svona margt fólk? „Það er meira á veturna, þá eru krakkarnir að týna alls konar hlutum, það eru ófáir vettlingarn- ir sem þá glatast. Ég reyni að safna þeim saman og koma til réttra aðila. Maður er mikið að snúast, jú og spjalla við krakkana og umgengst þau mjög mikið. Það var einn bekkurinn í fyrravetur sem kallaði mig mömmu, það voru 8 ára krakkar.“ - Hvað gerir þú svo á sumrin? „Ég ferðast mikið og þá innan- lands, ég hef aldrei komið til út- landa og hef engan tíma til þess fyrr en í fyrsta lagi um sjötugt. Þetta er mest smáflækingur á mér og gjarnan tek ég veiðistöngina með. Hún er ómissandi. Stundum gleymi ég þó stönginni, ef ég fer að skoða blóm og steina. Ég safna villtum blómum og fer með heim í garð, líka ef ég rekst á sjaldgæfa steina.“ - Ertu búin að fara víða í sumar? „Ég fór um Vestfirði með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og það var mjög gaman. Nú og lík- lega verð ég sloppin uppá hálend- ið þegar þetta birtist.“ - Hefursástórináðstísumar? „Iss, það er engin veiði í sumar. Annars lenti ég í skemmtilegri veiðiferð í Hafralónsá fyrir löngu síðan, reyndar. Ég fór með hópi af fólki og það sagði þegar við kom- um heim, að það hefði verið 3 tíma í ánni og 15 tíma að elta hesta." - Og eitthvað að lokum, Sída? „Nei, það held ég ekki, ég hef allt gott um hlutina að segja.“ Sigrún Aðalsteinsdóttir. Ekki hægt að liggja fyrir og sleikja sol Ilúsvíkingur hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Flestir muna sjálfsagt eftir þeim mikla grátsöng sem Reykvíkingar höfðu uppi sl. vetur sökum þess að þá festi nokkur snjókorn þar í bæ. Var enginn friður vegna Jjeirra óskapa hvorki í blöðum eða öðrum fjölmiðlum fyrir sunnan. Og ekki hefur tekið betra við í sumar, því miklar rigningar hafa plagað Sunnlendinga. Að venju lætur hæst í höfuðborgarbúum sem hafa ekki komist til þess að liggja fyrir og sleikja sólina. Þá hefur einnig verið leitað álits bænda vegna þessara miklu rign- inga en segja má að þar sé kominn emi þjóðfélagshópurinn sem skaða hefur haft af þessu veður- fari. Höfuðborgarbúar hafa getað leyst sitt rigningarvandamál á þann hátt að panta sér sólarlanda- ferðir, enda mun nú víst upppant- að í þær flestar og eigendur ferða- skrifstofa sleikja út um af gleði. En bændurnir leysa ekki sín vandamál á þann hátt. Þeir horf- ast nú í augu við skemmd og ónýt tún, tómar hlöður og annað í þeim dúr. Þarna er vissulega vá fyrir dyr- um sem ekki er séð fyrir hvernig leysa má. Væri nær fyrir Reykvík- inga að beina huganum að þessu mikla vandamáli, en leggja ekki vegna þess að ekki er hægt að fjölmiðlana undir harmagrát liggja í sólbaði dögum saman. Er hér sport- veiðifélag? Tveir ungir menn höfðu sam- band við blaðið og báðu okkur um að koma þeirri fyrirspurn á framfæri hvort á Akureyri eða í nágrenni bæjarins væri starf- rækt sportveiðifélag. Sögðust þeir hafa leitað mikið fyrir sér í þessu efni en ekki orðið neitt ágengt. Þeir hafa mikinn áhuga á að komast í slíkan félags- skap og eru þeir sem hafa ein- hverjar upplýsingar í þessu efni beðnir um að hafa samband við „lesendahornið". 2 - DAGUR - 22. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.