Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 3
Eigendur Kaffistofunnar, Sigmundur H. Jakobsson, Sveinn Jónsson og Jósep Guðbjartsson, ásamt Iðunni Ágústs- dóttur í hinni nýju kaffistofu. Mynd: KGA. Málverkasýning í nýrri kaffistofu Kaffístofan hefur verið opnuð í verslunarmiðstöðinni Kaup- angi. Eigendur staðarins eru þrír, Sigmundur H. Jakobsson, Sveinn Jónsson og Jósep Guð- bjartsson. Kaffistofan er opin frá klukkan níu á morgnanna og til tíu á kvöldin. Upplagt aö skreppa í morgunkaffi þegar nýkomið er úr sund>. Og nú stendur yfir málverka- sýning Iðunnar Ágústsdóttur. Hún sýnir þar 14 olíumálverk, öll máluð á þessu ári. Þau eru til sölu. Þetta er önnur einkasýning Ið- unnar, en hún hefur tekið þátt í 6 samsýningum. Til stendur að halda áfram með myndlistarsýningar í Kaffistof- unni, og í ráði er að alltaf verði sýning uppi. Þegar sýningu Ið- unnar lýkur, mun Óli G. Jóhanns- son taka við. Sporthú^idhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Addidas Evrópa allar stærðir Hreinn. „Með 4 tonn af úrvals kola“ Þeir voru önnum kafnir við að landa úr Guðrúnu Björgu, í kvöldkyrrðinni, þegar tíðinda- maður Dags átti leið um hafn- arsvæðið. Óskar skipstjóri Karlsson stóð uppi á bryggj- unni og tók á móti aflanum sem menn hans mokuðu upp í lönd- unarháfinn. „Þetta er fyrsti túrinn okkar á kolaveiðum," segir Óskar. „Við máttum að vísu byrja í gær, en komumst ekki út fyrir brælu. Við erum með 4 tonn af úrvals kola sem við fengum vestur undir Fiskaskeri. Það er um 50 mínútna stím á miðin og túrinn tekur 14-15 tíma.“ Óskar sagði að nokkrir Húsa- víkurbátar hefðu stundað kola- veiðar í mörg ár. Veiðitíminn byrjar 15. ágúst ogstendur til nóv- emberloka. Hann sagði að veiðin hefði verið svipuð frá ári tii árs, í kringum 100 tonn. Hann kvað góðan markað fyrir kolann, sér- staklega væri það Bretinn sem keypti. Kolinn er flakaður og hvert flak pakkað sérstaklega og flutt þannig út. Aðspurður um hvort ekki væri talsvert af lúðu í aflanum svaraði Óskar að mikið hefði verið af þeim góða fiski hér á árum áður. Hins vegar væri mjög lítið um að lúða veiddist nú. Óskar. 22. ágúst 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.