Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 8
Nú þegar okkar ágæti leik- maður Jakob Jónsson, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR get ég ekki lengur orða bundist. Sem kunnugt er vann KA sæti í 1. deild á sl. leiktímabili og miklar vonir voru bundnar við liðið og framtíð handboltans á Akureyri. Nú hefur þó syrt í álinn, flestir leikmanna liðsins hafa horfíð á brott, til náms eða flutt úr landi. Við því er ekkert að gera, en þegar félög eins og KR fara síðan að kroppa af okkur efnilega leik- menn í 2. flokki, sem annars höfðu ætlað að berjast með okkur í vetur, gegnir öðru máli. En þeg- ar betur er að gáð, virðist eitthvað vera að hjá KR í handboltanum. Af þeim 12 leikmönnum sem skipuðu lið þeirra í fyrra, voru 7 þeir bestu fengnir frá öðrum fé- lögum. Það virðist því ekki væn- legt til árangurs fyrir unglinga að ganga í KR til að leika handbolta. En meðan liðin af landsbyggðinni eyða öllu sínu fé og meiru til í ferðakostnað til Reykjavíkurgeta liðin af Reykjavíkursvæðinu not- að sína peninga til að lokka til sín okkar bestu leikmenn með alls kyns fyrirgreiðslum. Þessi þróun er íþróttinni ekki til framdráttar eins og þverrandi aðsókn að leikj- um ber glöggt vitni um. Baráttan um íslandsmeistaratitilinn fer að verða hvað hörðust á sumrin þeg- ar bitist er um leikmenn og ef ein- hvers staðar er brestur á liði þá ganga gammarnir milli bols og höfuðs á þeim eins og dæmin sanna. En sem betur fer hefur KR lllt að sjá á eftir mönnum suður ekki tekist að kaupa íslandsmeist- aratitilinn með þessum hætti enn sem komið er. Þá finnst mér þáttur HSÍ ekki til fyrirmyndar í þessum málum og nefni eitt dæmi því til staðfest- ingar, en af nógu er að taka. Á sl. vetri var leikmaður frá KA valinn í unglingalandslið fslands sem tók þátt í N.M. í Færeyjum sl. vor. Æfingar hófust í Reykjavík 2-3 mánuðum áður en keppnin fór fram og að sjálfsögðu varð hann að mæta á þessar æfingar. Ekki var um annað að gera fyrir hann en að halda til Reykjavíkur á meðan á þessum undirbúningi stóð. Faðir hans útvegaði honum vinnu og húsnæði fyrir sunnan. En hann var þó áfram leikmaður með KA sem stóð í harðri baráttu í 2. deild. Hann varð því að koma heim í leiki og á stöku æfingu. Þegar svo hafði gengið um hríð og KA lagt honum til fargjaldið var haft samband við forráðamann unglingalandsliðsins sem var stjórnarmaður í HSÍ og farið fram á að HSÍ greiddi kostnaðinn. Svarið sem við fengum var, að HSÍ greiddi aðeins eitt fargjald, heiman og heim. Hann yrðiþví að hætta með landsliðinu, eða ganga í lið fyrir sunnan, ef KA eða hann sjálfur gæti ekki greitt ferðirnar. Að sjálfsögðu hélt KA áfram að borga þrátt fyrir hinar köldu kveðjur frá HSI. Við fáum þó hlýrri kveðjur þegar verið er að betla fé fyrir landsliðið og þá tala þessir háu herrar um vini sína á landsbyggðinni. Mitt álit er, að þeir aðilar á Akureyri sem á ann- að borð sjá sér fært að styrkja handbolta ættu að láta heimaliðin njóta þess en ekki að senda fé sitt suður. Ég hef einnig þá skoðun að ef ekki verður farið inn á þá braut að jafna ferðakostnað, þle. deila honum jafnt á öll þátttökulið í hverri deild þá muni liðin utan af landi neyðast til að hætta þátttöku í íslandsmótum. KA yrði þá ekki lengur útung- unarstöð fyrir Reykjavíkurfélög- in, sem yrðu þá að unga út sínum mönnum sjálf. Við höfum þó ekki 1 hyggju að gefast upp strax og munum berjast af öllum mætti í 1. deild í vetur. Áfram KA. Þorleifur Ananíasson, leikmaður KA. Snæbjöm Sigurðsson 75 ára í dag hefur Snæbjörn Sigurðsson, fyrrum stórbóndi á Grund í Eyja- firði, lifað þrjá aldarfjórðunga. Hann er fæddur að Garðsá í Eyja- firði hinn 22. ágúst árið 1908 og var yngsta barn sinna foreldra og hið níunda í röðinni. Af þessum stóra systkinahópi eru sex á lífi enn. Snæbjörn er enginn hversdags- maður. Hann gengur sínar eigin götur og lætur sig litlu skipta hvað almenningi finnst um það ferða- lag hans og hann hikar hvergi né kvikar þótt sýnilegir erfiðleikar séu á þeim leiðum. fsland á alltof lítið af slíkum kjarnamönnum og einmitt þess vegna get ég ekki lát- ið hjá líða að minnast Snæbjarnar lítið eitt á þessum tímamótum á ævi hans. Ég kynntist Snæbirni fyrst þeg- ar foreldrar hans fluttu inn að Leyningi í nágrenni foreldra minna. Þá var hann rétt kominn yfir fermingu. Ekki urðu kynni okkar mikil í það sinn, en eftir að ég náði fullorðinsaldri urðu þau meiri og uxu sífellt með árunum. Ég hef alltaf haft gaman af því að hitta Snæbjörn. Hann er mað- ur hress í máli og algerlega laus við allt víl og volæði. Hann talar tæpitungulausa og kjarnmikla ís- lensku, sem stundum hefur keim af fornmálinu, enda hefur hann lesið Islendingasögur meira en al- mennt gerist og mig grunar að hann hafi lesið sumar þeirra ærið oft, einkum Sturlungasögu. Hann kann ótrúlega mikið af orða- ræðum manna utanbókar og at- burðarás flestra sagnanna getur hann rakið án mikillar fyrirhafn- ar. Ýmis spakmæli og snjallyrði sögualdarmanna og Sturlunga eru Snæbirni tungutöm og hann á oft létt með að segja það í einni setn- ingu, sem aðrir þurfa langt mál til að útskýra. Þessi orðsnilld Snæ- bjarnar hefur valdið því að hann á létt með að tala aðra menn inn á sitt mál og á þann hátt hefur hon- um stundum heppnast betur en öðrum að koma sínum hugðar- efnum til betri vegar. Aðrir menn hafa líka notið góðs af þessum hæfileikum Snæbjarnar því að hann er hjálpsamur maður að eðl- isfari og hugkvæmur á ráð til að leysa úr erfiðum vandamálum. Eins og gefur að skilja hlaut maður eins og Snæbjörn að verða settur í ýmis störf í sinni sveit. Ég treysti mér ekki til að gera skrá yfir þau öll, en ég veit að hann var árum saman formaður skóla- nefndar Hrafnagilshrepps og leysti þar oft erfið störf, einnig var hann lengi í stjórn mjólkurflutn- ingafélagsins og hann var nokkurs konar framkvæmdastjóri fyrir byggingu félagsheimilisins Lauga- borgar og það var langt frá því að vera vandalaust starf. Ég læt þessa upptalningu nægja og vík að bóndanum Snæbirni og minnist lítillega á ætt hans. Sjálf- sagt finnst Snæbirni lítið til um þá ættfærslu mína, því að hann er ættfróður með afbrigðum. For- eldrar Snæbjörns voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurð- ur Bjarnason, fræðimaður, frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal. Þau hjón bjuggu lengst á Snæ- bjarnarstöðum. Af þeim hjónum er komin fjölmenn ætt sem kennir sig við Snæbjarnarstaði. Þegar Snæbjörn var 25 ára gam- all kvæntist hann Pálínu Jónsdótt- ur, ættaðri úr Hrísey. Hún var hin mesta myndarkona í sjón og að handbragði, eins og hún átti kyn til. Það sama ár byrjuðu þau bú- skap í Hólshúsum, en sá bær stendur á hóli fyrir utan og ofan höfuðbólið Grund og var hjáleiga þaðan. Snæbjörn hafði þá verið ráðsmaður hjá Margréti systur sinni í nokkur ár, en hún var þá orðin ekkja eftir fyrri mann sinn, Magnús Sigurðsson. í Hólshúsum bjuggu Snæbjörn og Pálína í einn og hálfan áratug. Jörðin var illa hýst svo þau urðu að byggja öll hús að nýju. Það var stórt átak fyrir ung og efnalítil hjón á krepputímum. Börnunum fjölg- aði líka ört. Alls urðu þau sex. Þau eru: Sigurður bóndi a Höskuldsstöðum í Eyjafirði, Hólmfríður lögfræðingur í Reýkjavík, Sighvatur læknir í Keflavík og einnig í Reykjavík, Jón kennari í Hveragerði, Orm- arr kennari við Þelamerkurskóla og Sturla kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar. Auk þess ólu þau Pálína upp einn sonarson sinn, Þórð Sturiu- son. Árið 1947 var hálflendan á Grund auglýst til sölu. Ýmsir höfðu hug á að eignast þá ágætu jörð, en fáum þótti fært að leggja í þau kaup. Þess vegna kom það flatt upp á marga, þegar það frétt- ist að Snæbjörn hefði fest kaup á hálfri Grund. Það þurfti dirfsku og áræði til að stíga þetta skref. Vafalaust hafa þetta verið erfið kaup, en Snæbjörn hafði gottfjár- málavit og hann bjó á Grund svo lengi sem hann var við búskap. Hann bjó þar stórbúi og komst oftar en einu sinni í það að vera hæsti mjólkurinnleggjandinn í Mjólkursamlagi K.E.A. Grund seldi Snæbjörn ekki fyrr en hann hafði misst konu sína, en hún dó 21. mars 1982. Þá var Snæbjörn farinn að heilsu og dvelur nú á Kristneshæli. Hið hressa og glaða viðmót er ekki lengur líkt því sem áður var, en hann taiar þó enn sitt kjarnmikla mál sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Minni hans má teljast allgott. Hann get- ur enn þulið langa kafla úr Sturl- ungu utanbókar ef svo ber við að horfa. Hann unir sér furðu vel við lestur og vísnagerð. Hann hefur alltaf gert vísur frá því hann var unglingur, en nú hefur hann tíma til að fága þær og fægja og gera þær dýrt kveðnar. Snæbjörn send- ir ekki lengur heillaskeyti nema í bundnu máli og það eru ekki margorð ljóð en það eru vísur sem tekið er eftir. Að lokum óskum við hjónin þessum gráhærða öldungi allra heilla á ævikvöldinu og afkom- endum hans guðs blessunar. ^^^^AngantýiÆIUIJjálmarsson^ Bréf ti! Dags Kærí Dagur. Heill og sæll! Ég hafði nú reyndar hugsað mér að heimsækja aðstandendur þína þegar ég brá mér norður á dögun- um í leit að sumrinu. Mér brá í brún þegar ég kom á flugvöllinn á Akureyri. Það var þá eftir allt saman líkt veður þar og í Reykja- vík, rennvotur völlur, grasfletir og götur. Það var samt gaman að koma til Norðurlandsins, þar sem rætur mínar liggja. Vagga mín stóð í Svarfaðardal sem er önd- vegi íslenskra dala, eins og stend- ur í ljóðinu mínu „Svarfaðardal- ur“ Pálmar Eyjólfsson gaf ljóðinu vængi og karlakór Dalvíkur tók það til meðferðar honum til mikils sóma. Þökk sé þeim er hlut eiga að máli. Akureyrarkirkja er með feg- urstu kirkjum landsins. Það var gott að koma þar og hlýða messu sunnudaginn sem ég var í bænum. Það var heilög stund og ræða séra Birgis Snæbjörnssonar ágæt og eftirtektarverð hugvekja. Hann hefur heldur ekki forsmáð góða gamla messuformið og þótti mér það þakkarvert. Ég get aldrei skil- ið hvað þessi leiðinlega breyting hefur átt að þýða og hvers vegna söfnuðirnir hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Voru það að- eins fáir prestar sem tóku sér þetta bessaleyfi? Ég spyr eins og sá sem ekki veit. Vænt þótti mér um það að séra Stefán Snævarr á Dalvík notar einnig gamla formið. Það heyrði ég í vor eða sumar þegar útvarpað var guðs- þjónustu frá Dalvíkurkirkju. En það koma oft nýir siðir með nýj- um herrum. Bágt á ég með að trúa því að eldri prestarnir hafi verið með breytingunni. Ég lifi víst í gamla tímanum. Við systkinin vorum tíðir kirkjugestir í heima- kirkju okkar Völlum, þar sem faðir okkar var meðhjálpari. Þá hefði víst þótt meira en lítið óvið- eigandi að breyta allt í einu um messuform og presturinn, séra Stefán Kristinsson ekki tekið það í mál, svo heilagt sem „rítúalið" var talið á þeim dögum. Akureyrarbær hefur stækkað og þanist út síðan ég átti þar heima. Síðan eru víst tuttugu og þrjú ár. Glerárþorpið er ekki lengur þorp, heldur bæjarhverfi. Það var þó ekki laust við að ég saknaði einhvers þegar þangað kom. Það vantaði eitthvað í landslagið. Samræmi byggðar og lands er horfið. Jafnvel klappirn- ar eru eitthvað öðruvísi, eitthvað svo umkomulausar og hnípnar. Engar kindur á beit. Lágreistu býlin að mestu horfin. Engan ilm fann ég af taði eða mó, enda liðast nú enginn reykur upp frá hýbýlun- um. Undarlegt að manni skuli finnast tæknin litlausari, fjar- lægari manni sjálfum lítt samræm- anleg því sem einu sinni var, því sem iifir innra með manni. Þótt margt sé breytt er Eyjafjörður ekta perla. Hann á ekki skilið að íbúar hans rispi þessa perlu með óþarfa tískufyrirbrigðum, eins og stóriðjuveri. Hingað til hefur fólkið við fjörðinn getað lifað sómasamlegu lífi án þess að þurfa svo stóran skörung til þess að skara eld að kökum sínum. Ein- hver var að spá atvinnuleysi ef ekki yrði hafist handa að finna uppá einhverju nýju. Er þetta ekki fyrirsláttur? Hingað til hefur Eyjafjörður farið svo vel með þegna sína, að hann á ekki skilið að vera særður hoiundarsári. Er ekki nóg mengun fyrir í heiminum og þjóðin í botnlausum skuldum út á við. Stóriðja útheimtir stór lán. Skuldir á skuldir ofan eru fjötrar sem erfitt er að leysa. Er ekki verið að tala um frjálsa þjóð í frjálsu Iandi? Fyllum ekki þann flokk sem heftir frelsið í orðsins fyllstu merkingu. Kær kveðja til lesenda þinna Dagur sæll. Filippía Kristjánsdóttir. 8 - DAGUR - 22. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.