Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 22.08.1983, Blaðsíða 11
Amtsbókasafnið: Ekki aukið gjald af útlánum Ekki verður af því að tekið verði upp gjald af útlánsskír- teinum Amtsbókasafnsins um- fram það sem verið hefur. Meiri hluti bæjarráðs hafði lagt til að frá 1. sept. yrði tekin upp út- gáfa nýrra útlánsskírteina gegn gjaldi, sem fram að áramótum yrði kr. 100, en yrði síðan ákveðið tvisvar á ári að fengnum tillögum bókasafnsnefndar. Sú nefnd lagð- ist hins vegar gegn því að slíkt gjald yrði tekið af útlánum, og var tillaga bæjarráðs felld á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag. Malbikun á Króknum: Framkvæmdir ganga seint Malbikunarframkvæmdir eru nú hafnar í Hlíðarhverfi á Sauðárkróki og búið er að leggja á nokkurn hluta einnar götunnar. Framkvæmdir ganga seint, þar sem varla líður sá dagur að ekki hellirigni en ekki mun mega leggja malbikið út í rigningu. Einnig bilaði malbikunarvélin er framkvæmdir voru nýhafnar en hún er nýlega komin í lag aftur svo líklegt er, að ef veður leyfir verði hverfið allt orðið malbikað innan tíðar. Verslanir opnar á fimmtudags- kvöldum? Nú liggur fyrir bæjarstjórn til- laga um breytingu á samþykkt um afgreiðslutíma verslana. Flutningsmenn, Sigurður J. Sigurðsson og Freyr Ófeigsson, vilja heimila að halda öllum sölustöðum opnum til kl. 22.00 á fimmtudögum, eða næsta virkan dag á undan, sé flmmtu- dagur helgidagur. A fundi bæjarstjórnar í vikunni var samþykkt að vísa tillögunni til annarrar umræðu. Sigurður Jó- hannesson benti á að Akureyring- ar hefðu nú möguleika á að kom- ast í verslanir eitt hundruð og fjóra og hálfa klukkustund í viku hverri, og „er það lengsti og hömlulausasti opnunartími sem þekkist,“ sagði hann. Sigurður sagðist reyndar ekki berjast á móti því að tillagan yrði samþykkt en benti á að t.d. bæjar- skrifstofan væri aðeins opin 25 klst. í viku. NAMSKEIÐ í svæðameðferð á fótum, verður haldið helgarnar 27. - 28. ágúst og 3. - 4. sept. Upplýsingar gefur Katrín í síma 24517 og Steinunn í síma 22612. Félagið Svæðameðferð. STUMMER Tilvalln Fötin sem Iþola suðu Création Stummer Kaupangi & Sunnuhllð íbúð óskast Óskum eftir íbúð á leigu fyrir einn af starfsmönnum okkar. íbúðin þarf að vera 4-5 herbergja. Hugs- anleg eru leiguskipti á íbúð á Reykjavíkur- svæðinu. ■/ r. 1 NÚTÍÐ/ FRAMTÍÐ HVER ER STAÐA FYRIRTÆKIS ÞINS? Skilar reksturinn ágóða; gengur dæmið ekki upp eða er staðan óljós vegna upplýsingaskorts? OVISSA? Við teljum að hjá of mörgum islenskum fyrirtækjum ríki óvissa um rekstrarlega stöðu, afleiðingin verðuróvissa um verðlagningu og tilboðsgerð, óvissa um áætlanagerð, óvissa um greiðslustöðu o.s.frv. o.s.frv. VK> HÖFUM ÁHUGA Á AÐ GERA UPPLÝSINGARVINNSLU BETRI SKIL Með skipulagðri og jafnri bókhaldsvinnu og með tölvuvinnslu er hægt að meta stöðu fyrirtækisins hversu oft sem óskað er. Okkar skoðun er sú að bókhaldsuppgjör sé ekki aðeins árlegt framtal til skattyfirvalda.heldur rekstrarlegt stjómunartæki. NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR NY VIÐHORF! Viö skipuleggjum bókhaldsvinnu og reikningsskil og veitum rekstrarráögjöf eftir þörfum viöskiptavina okkar. Hefuröu áhuga á aö kanna máliö? Haföu þá samband viö okkur sem fyrst. R'iKSTRARRAOGJOF F EIKNINGSSKIL RADNINGARÞJONUSTA BOKHALD AÆTLANAGERÐ HOFUM SAMVINNU VIÐ: TOLVUÞJONUSTU LOGGILTA ENDURSKODENDUR OG UTVEGUM AORA SERFRÆÐIADSTOD FELLhf. Kaupvangsstræti 4 • Akureyri • simi 25455 AKUREYRARBÆR Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Hitaveita Akureyrar vill vekja athygli á því ákvæöi gjaldskrár sinnar, þar sem kveðið er á um, að hita- veitan stilli hemil að ósk notanda og breyti stillingu ef notandi fer fram á það. Hæsta stilling hemils gildir eitt ár í senn miðað við 1. september - 31. ágúst ár hvert, þótt notkun verði minni hluta úr ári. Þeim notendum hitaveitunnar sem hyggja á breytta stillingu hemils næsta vetur en bent á að hagkvæmast er að stilling fari fram 1. september n.k. Hækkun á stillingu hemils eftir þann tíma reiknast frá undangengnum 1. september. Umsóknir um lækkun á stillingu hemils, sem ekki hafa borist hitaveitunni fyrir 1. september n.k. leiða ekki til lækkunar á aflgjaldi til viðkomandi notanda fyrr en 1. september næsta árs. Sérstakar reglur gilda fyrsta árið eftir að tenging við hitaveituna hefur farið fram. Gjald fyrir að breyta stillingu heimils er sem sam- svarar gjaldi fyrir Vz mínútulítra á mánuði. Hitaveita Akureyrar 22. ágúst 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.