Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 3
Frisenette ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Mynd: ESE. 99 Ogleyman leg ferð Oávaldurinn Frisenette heimsækir Norðurland - Þetta er búin að vera dásamleg ferð. Ég var á þessum sömu stöðum fyrir 26 árum og það er ótrúlegt en satt að fólk man ennþá eftir mér. Hvar sem ég kem, hvort það er í leigubfla eða á veitingahús þá kemur fólk til mín og þakkar mér fyrir þessar sýningar sem voru fyrir 26 árum. Sá sem hefur orðið er dávald- urinn Frisenette en hann er enn einu sinni kominn til íslands til að skemmta landslýð. Það má segja að Frisenette hafi bundið sérstaka tryggð við landið og víst er að landinn hefur kunnað að meta sýningar hans. Að sögn Kristins T. Haralds- sonar sem túlkar fyrir Frisenette á þessari hringferð um landið þá hefur ferðin gengið einstaklega vel og sérstaklega hafi verið gam- an á sýningunum á Siglufirði og í Ólafsfirði. Þar hafi verið húsfyllir og t.a.m. hafi margir orðið frá að hverfa á Siglufirði. - Við verðum bara að halda aðra sýningu, segir Frisenette og skellihlær og það er greinilegt að Elli kerling hefur engum tökum náð á honum ennþá. Kannski hann hafi bara dáleitt kerlu. - Það er ótrúlegt hvað margt hefur breyst hér á þeim tíma sem liðinn er frá því ég skemmti hér. Ég er eins og ókunnugur maður þegar komið er inn í bæina en um leið og komið er innar, að mið- bænum þá þekki ég mig aftur. Eins og á öllum blaðamanna- fundum Frisenette, þá voru létt dáleiðsluatriði í hávegum höfð og að þessu sinni dáleiddi Frisenette Jón Marinó Sævarsson, 15 ára sem verið hefur í vinnu hjá Degi í sumar. Fyrst ’oreytti dávaldur- inn hægri hönd Jóns í „spýtu“ og síðan sagði hann honum að opna munninn hægt og þegar hann segði til þá gæti Jón ekki lokað munninum aftur. Og auðvitað stóð allt eins og stafur á bók. Gömul og gild dáleiðsluatriði og víst er að þessi atriði og fleiri eiga eftir að ylja áhorfendum og þátt- takendum á sýningum Frisenette á næstunni. Hér á Akureyri verður Frisen- ette með tvær sýningar í leikhús- inu og verða þær 14. og 15. sept- ember. Forsala er hafin í Cesar en þess má geta að hinn góð- kunni tónlistarmaður Magnús Þór Sigmundsson treður upp á undan sýningum dávaldsins. - Ég á hálfrar aldar starfsaf- mæli um þessar mundir og eftir þessar sýningar hér á Akureyri og tvær til þrjár sýningar í Reykjavík, þá er ég endanlega hættur. Það er loforð, sagði hinn geðþekki heiðursmaður og dá- valdur Frisenette að lokum. Ekki ánægður með arangunnn 44 segir Jóhannes Hjálmarsson sem vann silfurverðlaun á heimsmeistarmóti öldunga í lyftingum Jóhannes Hjálmarsson lyft- ingakappi er nýkominn heim frá keppni á Heimsmeistara- móti öldunga, en það var að þessu sinni haldið í Kanada. í þeim tveim mótum sem Jó- hannes hefur áður tekið þátt í hefur hann borið sigur úr býtum, en nú varð hann að láta sér silfurverðlaun nægja. Það er ekki lítið afrek að ná í silfrið, en samt sem áður spurðum við Jóhannes hvort hann væri ánægður og hvað hefði gerst þarna úti. „Ég er ekki ánægður með árangurinn sem var langt frá því sem ég hef gert best áður og tals- vert slakara en ég var að lyfta áður en ég fór út. Það eru mikil viðbrigði að koma þarna út í 40 stiga hita, og ekki hjálpaði það að ég fékk ælupest og var ælandi bæði áður en keppnin hófst og einnig á meðan hún stóð yfir. Annars vil ég ekkert vera að af- saka þetta, en ég get mun betur en þessi árangur segir til um.“ Besti árangur Jóhannesar í keppni er 640 kg samanlagt. Mót- ið vannst núna af finnskum kepp- anda sem lyfti 620 kg en Jóhann- es lyfti 587,5 kg. Það voru fimm keppendur sem hófu keppni í 100 kg flokki en aðeins finnska sig- urvegaranum og Jóhannesi tókst að ljúka keppninni. Alls tóku 130 keppendur frá 15 þjóðum þátt í mótinu að þessu sinni. „Það er annars búið að stórskemma þetta mót því nú er það þannig að þeir sem eru frá 50 ára flokki og upp í 76 ára aldur keppa aliir saman í einum flokki. Það sjá allir hvað er verið að gera með þeirri ákvörðun, það er ein- ungis verið að hrekja þessa eldri menn frá því hvað þýðir að láta mann sem er kominn yfir sjötugt vera að keppa við okkur sem erum rétt yfir fimmtugt.“ - Þú hefur væntanlega búið þig vel undir þetta mót? „Já, ég gerði það. Annars voru nokkrir annmarkar á því þar sem ég braut á mér herðablað í vinn- unni og það hrökk svo í sundur á Akureyrarmótinu í vor og ég var frá æfingum í um 20 vikur. En ég var ágætlega undir þetta mót bú- inn og hafði lyft vel yfir 640 kg áður en ég fór út.“ - Og er ekki ætlunin að halda áfram að sækja verðlaun á þessi heimsmeistaramót? „Ég hef áhuga á því, en nú var ég að heyra að næsta mót verði haldið í Ástralíu. Ætli það þýði ekki að peningamálin séu þannig að ég verði að sitja heima.“ - Hefur þú orðið að greiða þetta að mestu úr eigin vasa? „Að nokkru leyti. Að vísu fékk ég styrk frá Lyftingaráði Akureyrar, frá íþróttafélaginu Þór og þá styrktu starfsmenn Slippstöðvarinnar þar sem ég vinn mig einnig. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessum aðil- um alveg sérstaklega." - En Lyftingasamband íslands sá ekki ástæðu til þess að styrkja þig? „Nei, ekki hef ég orðið var við það. Þeir telja mig greinilega ekki gjaldgengan til keppni á al- þjóðavettvangi. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira á al- þjóðavettvangi sem öldungur en að sigra í heimsmeistarakeppni eins og ég hef gert tvívegis til þess að þeir telji mig gjaldgeng- an. Ég fæ ekki styrk frá þeim eins og aðrir lyftingamenn sem keppa erlendis." - Hvað tekur nú við? „Nú er það næst minningar- mótið um Grétar Kjartansson og þar ætla ég að spreyta mig. Svo koma mótin hvert af öðru í vetur.“ - Nú hefur Ástralíumaður nokkur hirt af þér heimsmetin þín, er ekki áhugi fyrir því að taka þau af honum? „Ég vonaðist til þess að gera það í Kanada, en það verða gerð- ar tilraunir til þess að taka þau af honum í vetur, það er öruggt.“ RABHÚS Á EINNIHÆD! iiiiiliilllllliilllllllllhlilililll llliillliliiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini II! r i—i i— 1 I I sc -P ^L ru É □ O — HJ0N HERB. O / SKALl’ J ' GKrTlVl nr i cn P-Q.,___GK=7D^0 É:d""iCTQrr-/ oS«s nrnnni o fl- U07 BlLOEYMSLA GK= 70.60 51 Höfum til sölu íbúðir í einnar hæðar, fjögurra íbúða raðhúsi við Móasíðu. Hver íbúð er 112 m! með 27 m2 bílskúr. íbúðirnar seljast fokheldar - eða lengra komnar eftir samkomulagi. Húsið verður fullfrágengið að utan með grófjafnaðri lóð. Bílastæði verða malbikuð. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni FURUVELLIR 5 SlMAR (96)21332 og 22333 iLGEIHIDARr GGINGAVERKTAKAR 9. september 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.