Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - UUSASÓLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI 06 ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sanngjarnar kröfur húsbyggjenda Fundur áhugamanna um úrbætur í lána- málum húsbyggjenda sem haldinn var í Sigtúni vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Þar voru saman komnir sjálfkjörnir fulltrúar heillar kynslóðar - fulltrúar ungs fólks sem á síðustu árum hefur staðið í því að eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem nú stendur andspænis gífurlegum afborgun- um af lánum sínum, lánum sem vaxa og vaxa í takt við verðbólguna á meðan verð- bótum á laun er fórnað á altari baráttunnar við efnahagsörðugleikana. Fyrir nokkrum árum gat fók farið út í húsbyggingar og lántökur án þess jafnvel að leggja neitt náið niður fyrir sér hvernig dæmið myndi koma út. Viðkvæðið var ávallt það sama: „Þetta bjargast einhvern veginn. “ Reynslan hafði líka sýnt að menn gátu jafnvel farið út í framkvæmdir með nær tóma vasana, svo fremi sem hægt væri að kría út nógu mikil og há lán. Verðbólgan sá um að afborganirnar af þessum lánum urðu ekki aðeins viðráðanlegar eftir nokkur ár heldur beinlínis hlægilegar. Verðbólgan gerði lánin að engu þar sem þau voru ekki verðtryggð. Fyrir nokkrum árum breyttist þetta. Lán urðu verðtryggð og laun voru verðtryggð þannig að nú gat fólk farið að gera áætlan- ir. Greiðslubyrði lánanna jókst verulega við þessa breytingu, en fólk hélt áfram að byggja. Útreikningarnir sem nú voru orðnir raunhæfir sýndu að þetta var hægt á löng- um tíma og með ítrasta sparnaði á öllum sviðum, að ekki sé talað um yfirvinnu og aukastörf. Skyndilega var áætlanagerðin hins vegar að engu gerð. Launin hættu að hækka í takt við verðbólguna og þar með lánin. í um eða yfir 100% verðbólgu þýddi þetta gjaldþrot þúsunda heimila á skömm- um tíma. Það var þetta sem fundurinn í Sigtúni var að benda á. Það sem fundarmenn fóru fram á var ekki að þeim yrði gefið eitt eða neitt, ekki að þeir fengju sömu kjör og þeir sem græddu á verðbólgunni með óverðtryggð lán, ekki að skyldusparnaði þeirra sem rýrnaði í verðbólgunni yrði skilað aftur, heldur aðeins að þeir fengju að lifa eins og menn og sjá einhverja glætu framundan. Þeir fóru fram á lengingu lánstíma, hækkun lána og að þeir sem hefðu tekið húsbygg- ingarlán á síðustu þremur árum nytu einn- ig þessara nýju kjara. Lán þeirra yrðu hækkuð og lánstíminn lengdur. Þetta eru sanngjarnar kröfur og stjórn- völd verða að gera hvaðeina sem unnt er til að verða við þeim. Að öðrum kosti verða bankarnir, ríkið og lífeyrissjóðirnir eigend- ur stórs hluta íbúðahúsa í landinu eftir örfá ár með umfangsmikla leigumiðlun. Mjólkurkýr Sagan endurtekur sig Allt fer í hring, svo veðurfar sem tími: Fyrri hluti síðustu aldar var uppgangstími með góðri tíð og miklu athafnalífi. Það fást góðar upplýsingar um liðna öld við Eyjafjörð í hinni gagnmerku bók Kristmundar Bjarnasonar um Daníelsen á Skipalóni. Upp úr miðri öldinni fór heldur betur að blása kalt og efnahagur manna setti niður. Faðir minn var fæddur 1871. Ekkert var honum minnisstæð- ara en árin 1881-1883, rétt eins og við erum nú að sýta yfir hlið- stæðum árum á þessari öld. En við eigum hægar með en hann og hans samtíð að klæða af okk- ur kuldann í öllum skilningi. Við lifðum við glæsilegan fer- il náttúrukosta og veðurfars fram yfir miðja þessa öld. Svo fór að halla undan, eins og á hinni fyrri. Man ég það rétt að 17. júní 1968 hafi verið hafís á Eyjafirði? Og hver gleymir vor- inu 1979? 1981 kom veturinn í september í fullri alvöru hér fyrir norðan. Og þetta sumar sem er að ferðbúast hefur þegar hlotið nafngiftina „rigningar- sumarið mikla“ á Suðurlandi. En við hér nyrðra þurfum svo sem ekki að kvarta undan þessu stutta sumri: Hann er verstur innanhússlekinn, eins og Bjart- ur karlinn í Sumarhúsum sagði. Okkar „innanhússleki" er dýr- tíð og óhöndug stjórn lýðs og lands. Mjólkurkýr Ríkisstjórnir okkar þurfa marga spena að mjólka sér til viður- væris. Þær hafa komið auga á dropasamar kýr og spara þar ekki spenatogið. Þetta eru tæki þau, þjóðinni kær, sem ýmsir kalla blikkbeljur. Það virðist takmarkalaust hve mikið þeim er ætlað að gefa af sér. Okkur þótti sem nú væri blóðmjólkað um sðustu áramót þegar bensínlítrinn var kominn á fjórtándu krónu. Síðan hefur hann þokast upp á við og er nú tuttugu og tvær krónur og fimmtíu aurar. sviði að þeim er þetta vel ljóst. Nú verður bensínhækkunum á heimsmarkaði ekki um kennt, varla illvilja ríkisstjórna heldur. Næst liggur við að halda að flestar aðrar kýr séu þegar þurr- mjólkaðar; því beini stjórnvöld stútum mjaltavéla sinna að blikkbeljunum. Úrskeiðis Eina orðið sem nú er notað í fjölmiðlum yfir það sem öfugt fer er „úrskeiðis". Og þegar þetta er ritað er efst í huga at- burður sem sannarlega má segja að hafi farið úrskeiðis: Það er gullskipið fræga sem breyttist í ómerkilegan togara á einni nóttu. Þetta er vissulega harms- efni. Þeir menn sem hlut eiga að máli eru búnir að fórna öllu sem þeir áttu; atorka þeirra, bjartsýni og þrautseigja er að- dáunarverð. Martraðarnótt hygg ég að þeim hafi orðið að- faranótt laugardagsins þriðja september. Samkvæmt viðtali við blaða- fulltrúa björgunarmanna, Árna Johnsen, er þó ekki von þessara Váfregn Enn eitt sem fór „úrskeiðis“ hina sömu daga og gullskipið glæsta hvarf úr sjónmáli voru örlög farþegaflugvélarinnar frá Suður-Kóreu - og átakanlegast hafi óttinn og tortryggnin, sem nú tröllríður þjóðum, orðið þar örlagavaldur. Hvernig eru menn um allan heim „í stakk búnir“ að mæta jafnfeiknlegum atburði? Verður hann til að ýta enn undir stríðsóttann og atóm- sprengjuhótanirnar? Hvaða af- leiðingar kann þessi atburður að hafa fyrir okkur öll? Allt er þetta mál svo flókið og vekur svo margar spurningar að það þarf mikla bjartsýni og hóf- stillingu andans til að standa frammi fyrir þeim. Ein er t.d. sú hvort nútíma tækni við flug- stjórn hafi tekið fram fyrir hendurnar á mönnunum við stjórnvölinn svo þeir villtust af réttri leið. Sé villan „mannleg mistök“ eiga þau trúlega upphaf sitt á jörðu niðri, í tölvumötun- arstöð. En dauðaskeytið er ómannleg misgerð. Haust í blóði Stutt og sérkennilegt sumar er að búast á braut. Með haust í blóði tvístígur það í varpa og verður senn ekki meir. Það kom ekki fyrr en um miðjan júní hér á Norðurlandi og hefur verið viðunandi. Fjór- um sinnum snjóaði þó niður í miðjar hlíðar í kuldaköstum, þrjá - fjóra daga í senn. Syðra rigndi nær stanslaust. Það hefur reynt mjög á þolrif fólks. Og þolinmæði veiðimanna hefur einnig þjálfast í sumar hér um slóðir; flestir eru öngulsárir. Haustbleikjan kom ekki fyrr en með höfuðdagsstraumi, hvað þá annað. Hörgá var tveggja stiga heit kl. sjö sunnudaginn fjórða þessa mánaðar og skænt á pollum. Þá sýndi hitamælir í tveggja metra hæð núll stig. En það var sól á heiðum himni þennan dag sem reyndi að má hvíta litinn af Súlum. Það er vitað um pólitískan flokk sem er í nöp við bíla. En allir eru þeir eins blessaðir þeg- ar til kastanna kemur. Þeir vita að við höfum lagt mikla fjár- muni í þessi tæki, að bíllinn er stór hluti í lífi okkar, bæði til gagns og gamans. Við getum ekki lagt þeim, getum ekki án þeirra verið. Því ganga ríkis- stjórnir svo nærri okkur á þessu manna dáin. Og það hafa þeir sjálfir áréttað síðan. En nú má nota annað fasta- málfar fjölmiðla: Hvernig eru þeir „í stakk búnir“ að mæta þessu áfalli og halda áfram leit? Ég vil biðja þá að minnast þess að leitin að hamingjunni veitir meiri hamingju en hamingjan sjálf þó hún finnist. 4 - DAGUR - 9. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.