Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 8
Dagdvelja
Hversu marga riddara þarftu að setja á skákborð sem er 8x8
reitir svo að sérhver reitur sé valdaður af riddara?
Tveir riddarar eru
nú þegar komnir á
skákborðið.
Hversu mörgum
þarftu að bæta við
svo að sérhver
reitur sé valdaður
af riddara?
m ■ ■ ■ m ■
m ■ is ■ □ ■
□ □ ■ □ □ ■
■ □ ■ ■ ■
i ■ ■ ■ □ ■
■ □ □ ■ □ □
■ ■ □ ■ ■ ■ ■
■ ■ ■ i ■
'Bicppij zi msne']
i*
‘mnjnppu i\ P!A
e)æq qb ijjuq nq zusnirj
Jón Bjamason tgj ...
Fyrr var
Albert fráleikans/
frægðarhetjan slynga
Danskur starfsmaður á eyfirsku
stórbýli gekk sér til gamans á
fjallið Kerlingu sem er 1538 m
á hæð. Á niðurleið vatt hann
annan fótinn og dróst haltur til
bæja. Þá var þetta kveðið niðri
í byggðinni:
Svona nokkuð víst að vonum
veldur hrellingu.
Eitthvað snerist undirhonum
uppi á Keriingu.
Hér er önnur vísa er snertir
fjallið mikla vestan Eyjafjarðar.
Einhverju sinni varð séra Bjart-
mar Kristjánssyni litið út um
glugga og sá hann tunglið ganga
undir Kerlingu, eða nánar til-
tekið þann hluta fjallsins er
nefnist Jómfrúin. Varð honum
þá að orði:
Himintungl, að sínum sið
svipast um í dölum jarðar.
Mánakarlinn mynnist við
meykeriingu Eyjafjarðar.
Jón Magnússon skáld kvað þeg-
ar Guðmundur á Sandi og Sig-
urður Einarsson þá dósent, átt-
ust við í útvarpinu og mörgum
er enn minnisstætt.
Pó að fimur Siggi sé
og sveifli vígðum brandi,
svitnar hann við að koma á kné
karlinum á Sandi.
Leó Jósefsson, Þórshöfn orti til
konu sinnar:
Er það kannski einhver þrá
sem ekki er vert að flagga
að mér fínnst hjartað hraðar slá
er heyri ég í þér Magga.
Kuldalegri er þessi vísa Gísla
Ólafssonar:
ÍBorghildi ég býð ei fé,
búna ófögnuði.
Ég er að halda að hún sé
úr afklippum frá guði.
Baldvin Jónsson skáldi orti
næstu vísurnar tvær:
Mörg er hvötin mótlætis,
mín erglötuð kæti.
Ég á götu gjálífis
geng ólötum fæti.
Lamaður bundinn lymsku - hring
ligg á stundum grúfu
heimsins undir óvirðing
upp við hundaþúfu.
Jón Jónatansson frá Hörgsdal
var einn þeirra fátæku manna
sem hlaut á sínum tíma að
hrekjast til Vesturheims. Mun
hann aldrei hafa fest þar yndi og
þegar það fréttist heim til ís-
lands að hann hefði drukknað
með voveiflegum hætti, að
sumir hugðu, urðu þessar vísur
til hjá sveitungum hans og
grönnum. Hugsanlegt er að til-
efnið hafi skapað fleiri stökur.
Þórólfur Sigurðsson í Baldurs-
heimi kvað (Jón var oft nefndur
„Hörgur"):
Pað líta fæstir gneista þeirrar glóðar
sem glæðiryl í brjósti ólánsmanns.
Við sendum Hörg á heljargaddinn þjóðar
og hendur vorar kvittum blóði hans.
Jón Þorsteinsson á Arnarvatni
kvað:
Peir Vestmenn eiga nægtir góðra gagna.
Parglóa vötnin bæði djúp ogmörg.
En Sveitin átti ei þvíláni að fagna
að eiga pytt sem rúmað gæti Hörg.
Baldvin Jónsson skáldi kvað:
Hörgurgerði reyndar rétt,
þó rökfræðin þvígleymi.
Honum var í sjálfsvald sett
að sigla burt úr heimi.
Guðný Helgadóttir húsfreyja að
Stafnsholti kvað:
Óboðinn til heljar heim
Hörgur fór í skyndi,
fósturjarðar sælum seim
sviptur og lífsins yndi.
Nú snúum við að léttara efni.
Óli á Gunnarsstöðum flaut inn
í hreppsnefndina á hlutkesti
1978. Hafði hann þá setið þar
inni 20 ár. Þá kvað hann:
Ég er aðeins maður púls og puðs
og prýði naumast raðir fyrirmanna.
Sit íhreppsnefnd - samkvæmt vilja guðs,
en svo er ekki um alla mína granna.
Fyrir kosningarnar 1982 baðst
Óli undan endurkjöri og orti
þá:
Pó hann sýnist ífullu fjöri
förlast honum, eins oggengur.
Biðst nú undan endurkjöri,
ekki treystirguði lengur.
Þættinum lýkur með vísu sem
forsjármaður hans hlýtur víst að
gangast við:
Fyrr var Albert fráleikans
frægðarhetjan slynga.
Nú eru falin fótum hans
fjármál íslendinga.
Tfft M*7T?Td) kemur út þrisvar í viku,
r Ly/fí \y-jl~J jjljy mánudaga, midvikudaga og föstudaga
8 - DAGUR - 9. september 1983