Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 9. september 1983
—Akureyringar - Bæjargestir:—■ ■■■■ ■
Nú höldum við Eyjahátíð!
Um helgina bjóðum við lunda, bæði reyktan og steiktan
að hætti Eyjamanna.
Fjölskyldutilboð:
Aðeins V2 gjald fyrir 7-11 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.
Veður
Strætisvagnar
Akureyrar:
Nú er úr vöndu að ráða fyrir
landsliðið í sólbaði því allt
bendir til þess að veður verði
jafn gott og jafn sólríkt um allt
land um helgina.
- Þetta verður ein af þessum
góðu helgum um allt land, sagði
Eyjólfur, veðurfræðingur er
Dagur ræddi við hann áðan.
- Það verður smá norðanátt
fyrst í stað en síðan verður hæg-
viðri og bjart veður í öllum
landshlutum. Hlýtt að deginum
en næturfrost.
Kvöld-
akstur
ef nýr
vagn
fæst
Á fundi stjórnar Strætisvagna
Akureyrar fyrir skömmu var
rætt um möguleika á því að
hefja akstur strætisvagnanna á
kvöldin, en nú ganga vagnarnir
aðeins til klukkan 19.
„Ég er með leyfi frá Rafveit
unni upp á vasann um að ég fái
að kynda húsið með næturhit-
un og því mun ég halda mínu
striki. Eg hef ekki í hyggju að
sækja um leyfi hjá Hitaveitunni
til þess eins að fá nei, en mér
hefúr skilist að Hitaveitan þurfi
að veita undanþágu ef menn
ætla að nota aðra orku til hús-
hitunar en heita vatnið,“ sagði
Pétur Pétursson, rafvirki, í
viðtali við Dag, en hann hyggst
kynda hús sem hann er að fara
að byggja við Hrafnabjörg
með næturhitun, sem hann
segir mun ódýrari kost en hita-
veituna.
„Ég geri þetta vegna þess að
það er gífurlegur kostnaðarmun-
ur á því að taka hitaveitu eða
koma upp næturhitunarkerfi og
mér hefur skilist að það geti verið
upp undir helmings munur. Að
vísu spilar þar inn í að ég get ann-
ast uppsetningu rafkerfisins
sjálfur, en það er mikil og dýr
vinna fyrir þá sem þurfa að kaupa
hana.
Þá hefur það verið reiknað út
fyrir mig að það kosti um þriðj-
ungi minna að kynda húsið upp
með næturhitun, heldur en með
hitaveitu. Auk þess hefur Raf-
veita Akureyrar mikið magn af
Stefán Baldursson, forstöðu-
maður SVA, segir að möguleiki
sé á að hefja kvöldakstur nú í
haust til reynslu en að því til-
skyldu að heimild fáist til að
panta nýjan vagn sem komist í
notkun í byrjun næsta árs.
„Það er til lítils að byrja á
þessu í haust ef síðan verður að
hætta því aftur í vetur. Við erum
nú með 3 vagna á leiðakerfinu og
2 í skólaakstrinum. Ef bæta ætti
þessum akstri frá 19-24 við er
nauðsynlegt að bæta við einum
vagni lágmark. í Reykjavík eru 2
varabílar á hverja 5 og við erum
með 5 bíla en engan til vara. Það
má því ekkert út af bera eins og
gefur að skilja og kvöldaksturinn
er útilokaður nema fáist einn
vagn til viðbótar.
Eg tel að mikil þörf sé fyrir
kvöldakstur, ekki síst með tilliti
til Glerárhverfis, en þaðan eru
um og yfir 5 kílómetrar inn í bæ,“
sagði Stefán Baldursson.
Stjórn SVA hefur nú beint því
til bæjarráðs að ákvörðun um
vagnakaup verði tekin hið allra
fyrsta og leggur áherslu á að út-
gjöld vegna þessa ættu ekki að
fara fram úr þegar gerðri fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1983.
Jóhann Svarfdælingur í hópi sveitunga sinna áður en hann hélt dl Dalvíkur. Með á myndinni eru einnig systkini
hans, Víglundur, Trausti og Anna. Mynd: H.Sv.
Ætla að kynda
með næturhitun . .
. . . og mun ekki sækja um undanþágu tíl Hitaveitunnar
til þess eins að fá nei‘
:u
umframorku á næturnar, en ligg-
ur við orkuskorti hjá Hitaveit-
unni,“ sagði Pétur Pétursson að
lokum.
í 8. grein reglugerðar um hita-
veituna segir á þá leið að skylda
sé að taka hitaveitu í þau hús sem
byggð eru við götu þar sem lögð
hefur verið hitaveitulögn, en
unnt er að veita undanþágu frá
þessu með samþykki bæjarstjórn-
ar.
Nýkomnar
skólapeysur
Gott
Bómullargarnið
eftirspurða
loksins komið.
->g\r!^_?ri.5Torcn
Fétur Fétursson húsbyggjandi við Hrafnabjörg:
Jóhann risi
í heimsókn
Jóhann Pétursson Svarfdæl-
ingur, eða Jóhann risi eins og
hann var oft nefndur, er nú
staddur hér norðan heiða.
Hann kom hingað í boði Sam-
taka Svarfdælinga og mun
dveljast á Dvalarheimilinu
Dalbæ á Dalvík um helgina.
Ætlunin var að bjóða Jóhanni
í berjaferð, en þar sem lítið er af
berjum í Svarfaðardai verður
ekki af því. Hann mun hins vegar
ef að líkum lætur heimsækja
sveitunga sína í Svarfarðardal á
sunnudag. Nokkrir sveitunga
hans og skyldmenni sem stóðu
fyrir þessari ferð hans hingað
norður héldu honum kaffiboð á
Varðborg í gær, áður en haldið
var til Dalvíkur.