Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 9
ÁHÆL- UNUM Það er oft erfitt að vera lítill, ekki síst þegar fiðluleikur og of víðar buxur eru annars vegar. Þetta tvennt fékk hinn ungi fiðluleikari Solomon Goodman, 4 ára að reyna er hann spilaði í Suzuki stofnuninni í Kansas. Solomon lék eins og engill þangað til buxurnar fóru að síga en sá stutti lét sér hvergi bregða og hysjaði upp um sig buxurnar áður en þær voru komnar niður á hæla. Það fylgir sögunni að það eina sem stráksi hafi misst niður hafi verið nokkrar nótur. Það þarf engar venjulegar þvottavélar þegar hinn sviss- neski trúður Chico þvær buxurnar sínar og af þvotta- efni þarf gnótt. Það eru heldur engar venjulegar buxur sem Chico notar við sýningar sínar því þær eru rúmir fimm metrar á lengd og við erum hræddir um að jafnvel Jóhann risi úr Svarfaðardalnum passaði ekki í slíkar buxur. En lappirnar á trúðnum eru svo sem ekkert sérstaklega langar utan sviðsins - það er bara þegar hann bregður sér á stulturnar að hann þarf langlokumar á leggina. FLUGPRIK Það eru fleiri en hann Húnn Snædal sem flogið geta á heimasmíðuöum „rellum'* og „prikum" um loftin blá. Húnn á t.d. kollega í Englandi sem heitir John Small sem þrátt fyrir nafnið hef- ur sýnt og sannað að margur er knár þótt hann sé „smár“. Jón smái notar hið sérsmíðaða flugprik sitt til þess að fylgjast með rollunum sínum, tólf hundruð að tölu. Segir Jón að það sé engu líkt að svífa svona á eftir skjátunum og í raun það eina sem dugi. Landið sé svo erfitt yfirferðar á ökutækjum á vissum árstímurn að loftleiðin sé sú eina færa. Á vetrum geti hann t.d. lent á priki sínu í djúpum snjó og bjargað þannig sauðum sínum og þannig megi lengi telja. Kannski er þarna komin lausn fyrir norð- lenska bændur sem ekki komast inn á tún sín á vorin sökum snjóa og aurbleytu og fyrir sunn- lenska bændur sem ekki eiga svifnökkva, kaf- báta eða sérútbúna vatnabíla. Jeppaeigendur ath. Nýkomin: Originai Lödu Sport dekk á hagstæðu verði. Cooper jeppadekk, mjúk, sterk. Hvítar jeppafelgur. Greiðsluskilmálar. Bílaþjónustan Tryggvabraut 14 sími 21715. Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Innritun nemenda og greiösla skólagjalda fyrir haustönn fer fram í Tónlistarskólanum, Hafnar- stræti 81, dagana 12.-16. september kl. 13-17 Hafið meöferðis stundaskrár úr öörum skólum. Skólinn verður settur í Akureyrarkirkju sunnudaginn 18. sept. kl. 17.00. Skólastjóri. FVSA FVSA Fjölskylduferð Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni fyrirhugar dagsferð sunnudaginn 18. september kl. 10 árdegis. Farið veröur með rútu frá Brekkugötu 4, ekiö aö lllugastöðum og snæddur hádegisveröur. Síöan verður ekiö um Aðaldal og komið heim síðdegis. Verö kr. 150 fyrir fulloröna og kr. 75 fyrir börn. Félagar láti skrá sig í síma 21635 eigi síðar en miövikudaginn 14. september. Stjórnin. FVSA FVSA Félagsfundur Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni heldur almennan félagsfund á Hótel KEA þriöjudaginn 13. september nk. kl. 20.30. Fundarefni: Kosning fulltrúa á 18. þing Al- þýðusambands Norðurlands, kosning fulltrúa á 14. þing jandssambands íslenskra verslun- armanna. Önnur mál. Stjórnin. Framtíðaratvinna Viljum ráöa laghentan mann á góðum aldri til vinnu nú þegar. Skóverksmiðjan Iðunn Sími 21900. Kostnaður varð að hagnaði Meinleg villa var í fyrirsögn á for- ina því þar stóð að skuldin væri síðu miðvikudagsblaðs þar sem vegna rekstrarhagnaðar, sem all- talað var um skuldir ríkissjóðs ir ættu raunar að sjá að fær ekki við sveitarfélög vegna rekstrar- staðist. Er beðist velvirðingar á kostnaðar síðasta árs. Fyrirsögn- v þessum mistökum. in var ekki í samræmi við grein- 9. september 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.