Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 9
ALLIR VILJA GANGA TAVEG Hvort sem mennt er máttur eða ekki, er það ljóst að menntun er nokkuð sem lang- flestir sækjast eftir. Skólar sem veita framhaldsmenntun hér á Akureyri, Menntaskólinn, Gagnfræðaskólinn, Iðnskóiinn og Hússtjórnarskólinn, eru all- ir þétt setnir. Aldrei hafa fleiri verið í Iðnskólanum en á þessu hausti. Og það eina sem for- ráðamenn Verkmenntaskólans hafa áhyggjur af er það hvort þeir muni geta hýst alla þá nemendur sem tU þeirra vilja. „Við höfum nú í fyrsta sinn sett reglulegan bekk í skála skólans," sagði Aðalgeir Pálsson skólastjóri Iðnskólans. „Nem- endur verða um 280 í vetur, og ég held að þeir hafi aldrei verið fleiri í skólanum." í framhaldsdeildum Gagn- fræðaskólans eru 359 nemendur í haust, og hafa aldrei verið fleiri. Voru í fyrra 250. Þar er meiri- hluti á viðskiptasviði, eða 190 alls í þrem árgöngum. Þeir nemendur luku síðan stúdentsprófi úr Verslunardeild Menntaskólans. Auk þess er í framhaldsdeildun- um kennsla á heilbrigðissviði og uppeldissviði. „Það er allt á fullu hjá okkur,“ sagði Margrét Kristinnsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans í spjalli við Dag. „í vetur verður byrjað að kenna á nýrri náms- braut í samvinnu við Gagnfræða- og Iðnskólann, Matvælatækni- braut heitir það og er þriggja ára nám, tvö ár í skóla og eitt verk- legt í viðurkenndu mötuneyti." Auk þess verður kennsla í hús- stjórn og vefnaður og fatasaumur er kenndur á námskeiðum. Margrét sagði að skólinn væri fullsetinn fram að áramótum, en möguleiki væri á að komast að eftir áramót. Nemendur í vetur verða alls rúmlega þrjúhundruð talsins, þó nokkuð af þeim stund- ar einnig nám við aðra fram- haldsskóla. Til dæmis gera menntskælingar mikið af því að læra vefnað og fatasaum sem val- grein. Menntskælingar verða alls 620 talsins í haust. Nýnemar á fyrsta ári verða 175 af þeim 200 sem sóttu um skólavist. Á öðru ári verða nemendur 190 talsins, 135 á þriðja ári og 120 á fjórða. Flest- ir nemendur eru í stærðfræði- deildum, en skipting í félags- fræðideildir og máladeildir er nokkuð jöfn. Kvenfólk er nú orðið í meirihluta í skólanum, 60% af nemendunum er kvenkyns. Verkmenntaskólinn tekur til starfa á næsta ári og undir hann munu heyra framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans, Iðnskólinn og Hússtjórnarskólinn. Það er því ljóst að hann verður álíka fjölmennur og Menntaskólinn. Enda er það helsta áhyggjuefni þeirra sem með mál skólans hafa að gera, hvort hægt verði að hýsa alla þá nemendur sem til skólans sækja. Tiyggvi Gíslason: „Aðsókn alltaf að aukast" „Aðsókn að Menntaskólanum á Akureyri er alltaf að aukast,“ sagði Tryggvi Gíslason skólameistari. „Þó að nemendur á fyrsta ári séu færri nú, en var í fyrra, er það ekki nema eðlilegt, því að aðsókn var óeðlilega mikil í fyrra. Tryggvi sagði að ef vel ætti að vera gæti Menntaskólinn ekki tekið við nema 150 nemendum á fyrsta ári, en vegna þess hve umsóknir hefðu verið margar á síðustu árum, hefði fleirum verið veitt skólavist. Á undanförnum árum hefur fall nemenda á fyrsta ári verið 20%, á öðru ári 10-15% en eftir það er nán- ast ekkert fall. í vetur verða 110 nemendur á málabraut, 200 á stærðfræðibraut- um, 110 á samfélagsfræðibraut og 20 á verslunarbraut, sem er einungis á fjórða námsári og þar eru nemendur af viðskiptasviði framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans. „Það lætur nærri að 60% nemend- anna séu stúlkur og 40% piltar,“ sagði Tryggvi Gíslason. „Það hélst lengi óbreytt, áratugum saman, að stúlkur voru um 20% nemenda. Eftir 1960 fór þeim að fjölga og frá því ’75 til ’80 varð mjög snögg breyt- ing á og þeim fjölgaði mikið.“ Menntaskólinn á Akureyri verður settur sunnudaginn 2. október. Mánuði seinna en aðrir framhalds- skólar. „Meginástæðan fyrir því að við byrjum svo seint, er sú að haustið hér er mjög drjúgur vinnutími fyrir nemendur sem aðra,“ sagði Tryggvi. „Við höfum gert á þessu athugun, og það kom í ljós að um þriðjungur nemenda hefur allt að helming sumartekna sinna upp í septembermánuði einum. Önnur ástæða er sú að það vorar seinna á Norðurlandi og sumarvinna hefst því miklu seinna en á Suðurlandi. Það mætti kannski líka nefna, að þetta er gömul hefð sem ógjarnan verður brotin, og allra síst þegar hún er í fullu samræmi við þarfir nemenda.“ - Nú virðist svo sem mennta- skólanám sé eftirsóttarra en annað framhaldsnám, hvað veldur? „Ég held að það hafi mikið að segja, að menntaskólarnir veita trausta menntun sem gefur starfs- réttindi. Fjölbrautaskólarnir og framhaldsdeildir gagnfræðaskól- anna hafa verið í mótun, og það er nokkuð óvíst um starfsréttindi sem styttri námsbrautir veita. Þess vegna hefur menntaskólanám verið vinsælt." „Ástandið hjá okur er að verða ískyggilegt,“ sagði Vilberg Alex- anderson skólastjóri Glerárskóla. Þar verða nemendur 651 talsins í vetur í 9 bekkjum. „Við höfum í raun ekki nægilegt húsnæði til kennslu, við erum á hrakhólum með bókasafnið. Það er orðið afskaplega „ískyggilegt ástand" leiðinlegt að eiga við þetta.“ Og þannig var hljóðið í flestum sem Dagur ræddi við um þessi mál. Skólarnir eru flestir að springa utan af nemendunum. Nemendum sem alls verða rúmlega 2.600 í barna- skólum bæjarins. „Að vissu leyti koma þessi þrengsli niður á kennslunni," sagði Vilberg. „En við vitum ekki með vissu hve mikið og hvernig, og það er ekki alltaf hægt að setja jafnað- armerki milli fjölda í bekk og slæmrar kennslu. Það eru einstakl- ingarnir og kennarinn að sjálfsögðu sem mestu ráða.“ - Hafa allir nemendur komist fyrir hjá ykkur, eins og til stóð? „Nei, því fer fjarri. Það eru um hundrað nemendur sem áttu að vera hér, sem hafa farið í aðra skóla. En hvað þetta mál varðar höfum við mætt afskaplega góðum skilningi hjá foreldrum þessara barna, og það er von okkar að þessi mál fari að leysast farsællega." f Barnaskóla Akureyrar eru í vet- ur 513 nemendur í 6 bekkjum; í Oddeyrarskóla eru 447 í 9 bekkjum; í Lundarskóla eru 585 í 6 bekkjum og í Gagnfræðaskólanum eru 428 í 3 bekkjum. Er flottara að vera í menntaskóla en öðrum skólum? Eru menntskæling- ar rjómi rjómans? Víst er um það að menntaskólar eru eftirsóttari en aðrir skólar. Einkunn upp úr 9. bekk ræður engur þar eð sömu lág- markseinkunnir eru inn í alla fram- haldsskóla á landinu. Ef til vill er það flottara í hugum íslendinga að vera í Menntó. Dagur bar það undir Sigrúnu Sveinbjarnardóttur sálfræð- ing, formann skólanefndar. Ég hef náttúrulega engar borðliggjandi sannanir fyrir neinu í þessu máli,“ sagði Sigrún. „En Menntaskólinn er gömul stofnun og fyrr á tímum fóru þangað menn sem þóttu heldur fínni en aðrir. Það voru efnameiri menn sem fóru í menntaskóla, þetta þótti eins konar fínt slekti sem fór þessa leið. Og það getur verið að sú tilfinning ríki frek- ar í þessari gömlu stofnun, heldur en í nýrri stofnun sem hefur ekki þessa gömlu rót, heldur hefur orðið til á seinni tímum, vegna breyttra þjóðfélagshátta. En ég vil ekki segja að það séu aðrir þjóðfélagshópar sem fara í Gagnfræða- og Iðnskól- ^nn en í Menntaskólann nú á dögum.“ - Gæti tilkoma Verkmenntaskól- ans breytt einhverju í þessum málum? „Ég á fyllilega von á því að Verk- menntaskólinn eigi sér framtíð og bæði hann og Menntaskólinn komi til með að standa hátt og það verði stíll yfir þeim. Kannski mætti hampa verkmennt meira en gert hefur verið. Því að án verkmenning- Sigrún Sveinbjömsdóttir: „Þrýstingur skiptir máli“ ar og verkmenntunar komumst við skammt.“ - En hvað veldur mestu í vali unglinga á framhaldsnámi? „Það er nú með þessa spurningu eins og þá fyrstu, að ég hef engar rannsóknir fyrir framan mig að vitna í og er því með hálfgerðar getgátur. En ég gæti vel ímyndað mér að val vina skipti einhverju máli. Annað hvort þrýstingur eða val foreldra á sínum tíma, það er að segja að börn velji það svið sem líkist foreldranna, í mörgum tilvikum. Kannski hefur persónulegt áhugamál eitthvað að segja í einhverjum tilvikum. En ég held að það sé ákaflega erfitt að svara þessu með nokkru algildu. En þetta er það sem ég varð helst vör við þegar ég kenndi í framhalds- skóla. Og þetta getur haft áhrif þótt nemendur séu jafnvel ekki meðvit- aðir um það.“ 12. september 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.