Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 2
Hvað er skemmti legast að gera í snjónum? Gunnar Leó: Búa til snjóhús og snjókalla. Líka virki og fara í snjókast og svoleiðis. Það er líka gaman á skíðum. Emil Vigfússon: Gera snjókalla og vera á skíðum. Gréta Halldórsdóttir: Renna mér á skíðum. Líka búa til snjóhús. Kristján Jóhannsson: Bara vera á skíðum og gera snjóhús og svoleiðis. Sverrir Jakobsson: Renna mér á skíðum, ég geri )að oft. „Stöðnun er okkur Gígjukonum alls ekki að skapi“ — segir Gunnfríður Hreiðarsdóttir einn af stofnendum Söngfélagsins Gígjunnar sem hættir störfum um tíma „Við höfum ákveðið að hætta í bili eftir rúmlega 16 ára starf,“ segir Gunnfríður Hreiðarsdóttir, en hún var ein af stofnendum Söngfélagsins Glgjunnar á Akureyri í febrúar 1967, en Gígjan hefur starfað óslitið síðan. „Lað hefur ýmislegt breyst síð- an Gígjan var stofnuð, m.a. það að nú eru allar konur farnar að vinna úti sem heyrði til undan- tekninga þá. Konurnar vinna all- ar tvöfaldan vinnudag og það segir sig sjálft að þá er ekki mikill tími eftir til að leika sér. Okkur finnst að við séum að færast í sama farið og kariakórarnir eru í og búnir að vera í mörg undan- farin ár, að hjakka í sama farinu og fylgjast ekki með breyttum tímum. Það viljum við ekki gera. Stöðnun er okkur Gígjukonum ekki að skapi. í dag eru gerðar aðrar kröfur til tónlistar en voru áður fyrr, t.d. þegar karlakórarn- ir voru stofnaðir. Á fyrstu árum þeirra.voru þetta virkileg tónlist- artæki en núorðið finnst okkur þeir ekki svara þeim gæðakröfum sem gerðar eru. Það er ekki lögð sú vinna í þetta starf sem þarf, og það sem háir okkur er ekkert annað en tímaleysi. Það eru slæmar mæt- ingar einfaldlega af því að fólk vinnur svo mikið, það er ekki ein einasta kona í kórnum hjá okkur sem ekki vinnur tvöfalda vinnu. Söngstjóra sem gerir kröfur fellur þetta að sjálfsögðu ekki og söng- stjóri sem hefur eitthvert takmark lætur ekki bjóða sér svona lagað. Og fólk sem vill gera hlutina vel finnur þetta og vill ekkert hálfkák. Við tókum því þá ákvörðun á aðalfundi, að halda eina tónleika í haust og hætta svo í bili. Við leggjum ekki upp laupana algjör- lega, heldur munum við sjá hvernig málin þróast. Vonandi kemur nýtt fólk fram sem vill taka upp þráðinn og þá metum við það þegar þar að kemur hvort farið verður af stað aftur.“ - Hvað er þér eftirminnilegast á rúmlega 16 ára ferli þínum með Gígjunni? „Ég veit það ekki, ég geri mér alls ekki grein fyrir því hvernig tilveran hefði verið ef Gígjan hefði ekki verið starfandi, ég veit ekki hvar ég væri stödd. Maður er búin að lifa með þessu meira og minna og oft á tíðum miklu meira en maður hefur getað með góðu móti. Þetta hefur oft verið afskaplega erfitt, en aldrei nokk- urn tíma leiðinlegt. En við stofn- uðum Gígjuna og við ætlum að vera manneskjur til þess að horf- ast í augu við það að við þurfum að fylgjast með breyttum kröfum. Þess vegna stoppum við í bili. Við ætlum þó að halda hópinn í vetur, hittast öðru hverju og ræða málin svo við týnum ekki tengslunum alveg. Við gerum eitt- hvað skemmtilegt á þessum fund- um okkar því Gígjukonum hefur aldrei skort hugmyndaflug, það er eitt sem er alveg ljóst. Þótt tímann hafi skort þá hafa hug- myndirnar ekki verið af skornum skammti.“ - Hefur þú verið í öðrum fé- lagsskap? „Ég hef verið með kirkjukórn- um allan þennan tíma eins og fleiri konur í Gígjunni. Ég hef verið með í ýmsu öðru og m.a. farið til Reykjavíkur til að syngja með Polifonkórnum. En auðvit- að verður tómarúm þegar Gígjan hættir og við verðum óttalega vingulslegar á æfingakvöldunum fyrst í stað á meðan við erum að finna okkur eitthvað annað.“ - Hvernig hefur gengið að fá ungar konur til starfa í Gígjunni? „Það hefur verið upp og ofan, stundum hafa komið miklar lá- deyður en sl. þrjú ár hefur meira verið að tínast inn af ungum konum. Eldri konurnar færa sig niður í neðri raddirnar og yngri konurnar taka við efri röddun- um, þannig hefur þetta þróast. Við erum 13 pða 14 af þeim sem stofnuðum Gígjuna en alls eru 34 í kórnum í dag. Jakob Tryggvason hefur stjórnað kórnum allt frá stofnun hans nema í eitt ár er hann var erlendis og hann fylgir okkur fram á síðasta dag í þessum spretti," sagði Gunnfríður að lokum. Af súkkulöðum Súkkulaðimaðurinn skrifar: Ég vil byrja á að lýsa yfir stuðn- ingi við stuðningsmenn Stein- gríms og ríkisstjórnarinnar á Húsavík og á Sauðárkróki. Þetta er rétti andinn og það er vonandi að sem flestir verði til að fylgja fordæmi þessara ágætu Norð- lendinga. Styðjum ríkisstjórnina til að styðja okkur. Það hefur verið mikið rætt og ritað um að verðbólgan sé á hraðri niðurleið. Það er gott og vonandi að Steingrími og ríkis- stjórninni takist að kveða þennan vágest niður fyrir svörtustu myrkur. Ég fer nú ekki oft út í búð en ég held þó að vöruverð fari lækkandi með verðbólgunni og vöxtunum. Þetta sagði Stein- grímur a.m.k. og mér er Ijúft að trúa því að satt sé. í ljósi þessa krossbrá mér er ég fór út í búð í gær til þess að kaupa mitt daglega súkkulað. Ég kaupi alltaf þessi litlu með glóaldinsbragðinu, þau hafa verið á svo ansi góðu verði. Fjórar krónur þrjátíu og fimm aurar eru sannkölluð kjarakaup og þetta verð er m.a.s. svo lokk- andi að ég hef stundum keypt tvö og stundum þrjú svona súkkulöð. En nú krossbrá mér sum sagt. Litla ódýra súkkulaðið var jú ennþá jafn lítið en núna kostaði það heilar átta krónur. Nærri því helmings hækkun á einum degi! Þetta finnst mér skjóta nokkuð skökku við. Vel má vera að það hafi orðið hækkun í hafi eða að kakóuppskeran hafi brugðist í Brasilíu eða á Fílabeinsströnd- inni, en verðið er samt alltof hátt. Væri ekki hægt að greiða þessa brúnu glóaldingeisla örlítið niður? Taka upp heilsteypta súkkulaðivísitölu? 2 - DAGUR - 24. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.