Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 24. október 1983 119. tölublað Vöruverð óbreytt milli sendinga — í fyrsta skipti í mörg ár sem slíkt gerist „Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár að við tökum upp vörur sem eru á sama verði og í síðustu sendingu. Áður brást það ekki að verðbreytingar urðu á inilli sendinga, en nú hefur þetta breyst," sagði Birkir Skarp- héðinsson, kaupmaður í Amaro í viðtali við Dag. „Það er ekkert vafamál að breyting hefur orðið á. Verðið breytist lítið og stendur jafnvel í stað og í undantekningartilvikum höfum við orðið varir við verð- lækkun, eins og t.d. á snyrtivör- um," sagði Einar Gunnarsson, innkaupastjóri hjá matvörudeild KEA. Hann sagði það mjög áberandi hvað hækkanir væru nú minni en áður og allt annað að vinna við þetta heldur en var, þegar sífellt þurfti að gera nýja verðútreikninga. „Það eru dæmi um að verð á vörum sem eru að koma í dag sé það sama og á vörusendingum frá því í byrjun september," sagði Einar Gunnarsson. Drengur varðfyrir bifreið á Skógarlundi í gærkvöld varð drengur fyrir bifreið skammt vestan við mót Heiðarlundar og Skógarlundar. Drengurinn var fluttur á sjúkra- hús, en sem betur fer reyndust meiðsli hans minni en ætlað var í fyrstu. Hann fékk því að fara heim að rannsókn lokinni. „Þaðskal vanda sem vel skal standa" - Sjá bls. 8 ver var kosinn pyrnumg yrar 198 .-.:. ..:¦ ¦ ¦: . ¦,.. „Það var ákattega gaman - annað get ég ekki sagt," sagði Vigdís Finnboga- dóttir, forseti ísíands, eftir að hún hafði séð sýningu L.A. á My fair Lady í gærkvöldi. Vigdís heilsaði upp á leikara og starfsmenn Leikfélagsins að lok- inni sýningu og hér er hún ásamt Ragnheiði Steindórsdóttur, sem fer með hlutverk Elísu. Með þeim á myndinni er Ásthildur, dóttir Vigdísar. Tel veikina hafa borist með hundum - segir yf irdýralæknir um nýja tegund sullaveiki sem komið hefur upp á Norðurlandi „Mín persónulega skoðun er sú að þessi suUaveiki hafí kom- ið með hundum, sem smyglað hefur verið til Iandsins. Það sem stendur í okkur er hvað þetta kemur dreift. Þetta kem- ur upp í Y.-Húnavatnssýslu og svo á Svalbarðsströnd og þarna vestur frá er ekki nokkurt sam- band hugsanlegt við reli. Því er ég fremur þeirrar skoðunar að veikin hafi komið með hundum en refum," sagði Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir í viðtali við Dag. Ný tegund sullaveiki hefur komið upp á Norðurlandi og er um hálfur mánuður síðan hún var uppgötvuð. Veikin fannst í slát- urfé á Blönduósi, Hvammstanga og Svalbarðsströnd. Hér er um nýja tegund að ræða hér á landi, sem þekkist meðal annars í Bret- landi, og er hún hvorki hættuleg heilsu manna né dýra, en þá hluta sauðfjár sem verst verða úti er ekki hægt að selja til neyslu, en það eru einkum hjarta, þind og magáll. „Hugsanlega hefði þetta getað komið með refum á Grund í Grýtubakkahreppi, en ekki á bæjum í Húnavatnssýslum. Við höfum yfirheyrt fólk vegna hundahalds en ekki getað fengið staðfestingu á þeim grun að þetta hafi borist með hundum. Mér finnst dreifingin hins vegar benda einna helst til þess," sagði Páll A. Pálsson. Þessi bandormur þrífst bæði í refum og hundum. Eggin ganga svo niður af skepnunum með saur og menga bithaga. Þaðan fara eggin í sauðfé og þroskast þar og ef hundar eða refir komast í sláturúrgang hefst hringrásin á nýjan leik. Frysting og suða drepa sullinn og til að reyna að stöðva hringrásina verður hert á hundahreinsun og hart gengið eftir því að sláturúrgangi verði ekki hent. Erfiðara er hins vegar um vik ef sjúkdómurinn er kom- inn í villta refastofninn, að sögn yfirdýralæknis. - Sjá bls. 2 Leiruvegurinn: Flóðahætta minnkar frá því sem nú er - ef 120 metra brú verður byggð og gömlu brýmar hverfa „Þegar ég segi í þessari skýrslu að brúin valdi aukinni hættu vegna árflóða, er ég raunar að tala um ástandið eins og það er í dag, þ.e. að ný 120 metra löng brú kæmi í Leiruveginn og ekki búið að fjarlægja gömlu brýrnar. Ef hins vegar 120 metra brú kemur á Leiru- veg og gömlu brýrnar hverfa tel ég að ástandið muni batna frá því sem nú er og flóðahætta minnka." Þetta sagði Loftur Þorsteins- son, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík, en hann gerði á sínum tíma skýrslu um áhrif Leiruvegar á vatnsborð í ánni. Hann sagði að samkvæmt útreikningum ætti 60 metra löng brú á Leiruveginn að nægja, en til að mæta óvissu hafi hann lagt til að hún yrði helmingi lengri, eða 120 metrar. „Ef gömlu brýrnar verða fjar- lægðar tel ég öruggt að ástandið muni batna frá því sem nú er. Ef í ljós kemur þrátt fyrir þetta að flóð geti orðið á flugvellinum ætti að vera auðvelt og ódýrt að setja hálfs til eins metra háan varnar- garð meðfram flugbrautinni, sem myndi leysa málið. Eg hef hins vegar heyrt að hestamenn vilji gjarnan halda gömlu brúnum svo áfram verði hægt að ríða og komast upp með ánni og sömuleiðis bændur vegna grasnytja á eyrunum. Ég hef aftur á móti grun um að þeir sem vilja vernda lífríkið á þessum slóðum vilji gömlu brýrnar burt. En eins og ég sagði áðan er tal- ið að 60 metra brú á Leiruveg muni nægja en til að mæta óvissu lagði ég til 120 metra brú," sagði Loftur Þorsteinsson að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.