Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 3
Ferðamálasjóð fýsir ekki í hótelrekstur - Neitaði að taka skuldir Hótels Húsavíkur upp í eignaraðild Hótel Húsavík á í miklum fjár- hagserfiðleikum um þessar mundir og m.a. skuldar hótelið ferðamálasjóð mörg hundruð þúsund krónur. Var hugmynd Húsvíkinga sú að ferðamála- sjóður tæki þessa skuld upp í eignaraðild að hótelinu en nú lítur út fyrir að Húsvíkingar verði sjálfír að ráða fram úr vandanum. - Við synjuðum þessari beiðni enda töldum við það ekki hlut- verk ferðamálasjóðs að eignast og reka hótel, sagði Heimir Hannesson, formaður stjórnar ferðamálasjóðs í samtali við Dag. Heimir sagði að stjórn sjóðsins teldi að þeir aðilar sem standa að Hótel Húsavík væru það ábyrgir og sterkir að best væri að þeir réðu fram úr vandanum sjálfir. Það kæmi hins vegar vel til greina að liðka fyrir málum svo sem með því að lengja lánstímann en engar ákvarðanir þar að lútandi hefðu þó verið teknar enn. - Hótelið hefur lengi verið mikið vandamál fyrir okkur, sagði Bjarni Aðalgeirsson, formaður stjórnar Hótels Húsa- víkur er Dagur ræddi við hann. Bjarni sagði að greiðslubyrðin vegna hótelsins, þ.e. vextir og af- borganir af lánum væru líklega um 1.4 milljónir á þessu ári. Þessi lán væru að meginhluta til frá ferðamálasjóði og vextirnir háðir framfærsluvísitölu eða hæstu leyfilegu vextir á hverjum tíma. Bæjarsjóður Húsavíkur á 64% hlutafjár í hótelinu en aðrir stærstu hlutafjáreigendurnir væru KSÞ og Flugleiðir. - Það er ekkert leyndarmál að við höfum tekið ný lán til að borga afborganir og vexti af gömlu lánunum og með þessu móti tókst okkur að standa í skil- um um sl. áramót. Við sam- þykktum á síðasta aðalfundi að auka hlutafé ef það gæti orðið til að grynnka á skuldunum og eins höfum við óskað eftir viðræðum við Samgönguráðuneytið og ferðamálasjóð um framhaldið, sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri. Virðið hvíta stafinn Hvíti stafurinn hefur hlotið al- þjóðlega viðurkenningu sem tákn þess takmarks og sjálfstæðis er sjónskertir hafa náð. Hann er tæki sem gerir mönnum fært að rata, ferðast um, afla sér upplýs- inga og veita þær. Með notkun hans er ekki verið að leita eftir samúð, en hann veitir upplýsing- ar um hindranir og breytt um- hverfi. Hann gefur til kynna það sem menn kannast við og varar við hinu óvænta. Hvfti stafurinn minnir sjáandi menn á að sýna blindum háttvísi og sýna skynsemi í umgengni við þá. Hægt er að aðstoða sjón- skerta við að tryggja öryggi á ferðum þeirra og rétt þeirra í um- ferðinni með því að veita aðstoð þegar þess er óskað eða einfald- lega með því að gefa eftir um- ferðarrétt í akstri eða á göngu. Skorað er á íslendinga að virða hvíta stafinn sem forgangsmerki blindra í umferðinni og ennfrem- ur eru þeir hvattir til þess að auka skilning og þekkingu á þörfum og réttindum blindra og sjónskertra hvar sem þeir kunna að vera. Trésmiðir fagna Nóbels- verðlaunum til Walesa Fundur í Trésmiðafélagi Akur- eyrar haldinn á Dalvík 5. október 1983, fagnar þeirri ákvörðun norsku nóbelsnefndarinnar að veita Lech Walesa friðarverðlaun Nóbels vegna starfa hans fyrir pólska verkalýðshreyfingu. Á þessa ákvörðun ber að líta sem hvatningu til órofa samstöðu allra frjálsrar verkalýðshreyfing- ar til stuðnings þeim félögum okkar sem meinað er að starfa í verkalýðsfélögum í skjóli vald- boða. Því verður ekki trúað að Al- þingi íslendinga geti samþykkt það ákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar frá 27. maí sl., sem skerðir eða afnemur samn- ingsrétt. Því er skorað á Alþingi og ríkisstjórn að afnema án tafar öll ákvæði bráðabirgðalaganna er skerða eða afnema samningsrétt samtaka launafólks. Þannig að ís- lensk verkalýðshreyfing verði tal- in með þegar rætt er um frjálsa verkalýðshreyfingu. Skautar svartir og hvítir stærðir 28-42 Sporthú^kL HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 Tölvunámskeid Tölvunámskeið hefst 10. nóvember. Innritun og nánari upplýsingar er gefnar í Bóka- og blaðasölunni við Ráðhústorg eða Gránufélagsgötu 35. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið sam- band sem fyrst. BARNAMYNDIR 24. október 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.