Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 12
Hótel KEA stækkað innan skamms? Stjórn ferðamálasjóðs átti fund með stjórn Hótels KEA um fyrri helgi og eftir þann fund sagði Heimir Hannesson, formaður sjóðsins að þeir hefðu lýst yfír áhuga sínum að aðstoða við uppbyggingu hótclsins. Stækkun á gistirými Hótels KEA hefur verið alllengi til um- ræðu og m.a. lýsti fyrrverandi hótelstjóri því yfir í blaðaviðtali fyrir tæpu ári að ákveðið hefði verið að nýta fyrrverandi hús- næði Brauðgerðar KEA við hlið hótelsins undir þessa stækkun. Myndi rúmafjöldi hótelsins auk- ast um tæpan helming við þetta. Pað hve hótelþörfin á Akur- eyri er brýn, lýsir sér best í því að nýtingin á Hótel KEA mun yfir- leitt hafa verið tæp 90% undan- farin ár og segja menn kunnugir hótelrekstri að vart sé hægt að gera betur og víst er að hótelin fyrir sunnan þakka fyrir á meðan nýtingin hjá þeim nær 60%. Allmargir aðilar hér á Akur- eyri hafa lýst yfir áhuga á þvf að ráðast í hótelrekstur og m.a. rætt við ferðamálasjóð í þvf sam- bandi. Að sögn Heimis Hannes- sonar hefur hingað til þó aðeins verið um óformlegar fyrirspurnir að ræða. Nýtt fyrirtæki á Húsavík: Framkallar litmyndir Fyrsta fyrirtæki sem framkallar myndir utan Reykjavíkursvæðis- ins hóf starfsemi sína á Húsavík í gær, 14. október. Pað heitir Mynd h.f. og framkallar allar venjulegar litmyndir og annast stækkanir og eftirtökur mynda. Mynd h.f. var stofnað í maí á þessu ári. Pað er almennings- hlutafélag og eru hluthafar 38. Fyrirtækið er búið fullkomn- ustu tækjum sem völ er á í dag, og mun það leggja áherslu á vandaðar og góðar myndir. í því sambandi má geta þess, að allar myndir sem framkallaðar eru, verða yfirfarnar og rannsakaðar af fagmanni. Roy Phillips, filmtæknifræð- ingur, veitir fyrirtækinu forstöðu. Hann hefur um árabil unnið við slík störf, bæði í Reykjavík og í Englandi. Fyrirtækið býður fram þjón- ustu sína sem víðast um landið í gegnum umboðsmenn sína. Auk þess sem að framan er sagt, geta viðskiptavinir fengið myndir sínar brenndar á diska, sem veggskraut og fleira. For- maður stjórnar Mynd h.f. er Árni Haraldsson. Roy Phillips við prentarann í Mynd hf. Hér er Jón Andrésson við skinnaverkun hjá Sambandsverksmiðjunum. Ljósm: KGA Iðnaðardeild Sambandsins: Fullvinnsla skinna hefur aukist um 50% „Slátrun er nýlokið og við erum í sölumannsfötunum þessa dagana,“ sagði Jón Sig- urðarson hjá Iðnaðardeild Sambandsins er við ræddum við hann. Jón sagði að sölu á ullarafurð- um væri ekki lokið hjá Iðnaðar- deildinni að þessu sinni, en byrj- unin nú lofaði góðu og væri betri en þeir hefðu átt von á. „Samn- ingar hafa náðst við finnskt fyrir- tæki um sölu á 150 þúsund gærum, fullunnum og hálfunn- um. Ef við náum góðum samn- ingum í Póilandi sem er næst á dagskrá þá má segja að sölumálin líti vel út,“ sagði Jón. Jón sagði að þeir hjá Iðnaðar- deildinni hefðu stóraukið full- vinnslu á skinnum. „Þetta hefur hingað til mest verið selt pæklað og lítið unnið, en nú erum við búnir að auka fullvinnsluna um 50%. Þetta eru að mínu mati góðar fréttir fyrir atvinnulífið hérna, við höfum verið að fjölga fólki og ekki að sjá að það verði lát á þessari þróun. Þá erum við að byrja með nýj- an iðnað sem er afullun og það eru okkar fyrstu skref í leður- vinnslu sem auka veltu og umsvif. Ég þori ekki að segja hvað fjölgun starfsfólks verður mikil vegna þessa, að það liggur ekki alveg fyrir. Við erum að nýta það hráefni sem fór algjörlega óunnið úr landinu áður og það er aðal málið. Við höfum lengi framleitt mokkakápur og ætlum okkur að auka þá framleiðslu. Þá erum við byrjaðir að framleiða pelsa úr lambaskinnum og erum að afla markaða fyrir þá framleiðslu. Ég vona að þetta sé vísir að ein- hverju sem getur orðið mikið meira er fram líða stundir. Við leggjum mikla áherslu á að þetta sé gæðavara, höfum náð góðum tökum á vinnslunni og stefnum nú að því að ná góðum tökum einnig á markaðsmálunum," sagði Jón Sigurðarson. Veður í dag verður hlýtt hér norðanlands með suð-vest- an átt; stundarhlé fyrir norðanáttinni, eins og einn veðurfræðingur hjá Veður- stofunni orðaði það í morgun. En í nótt fer hann að halla sér aftur í norðan eða norðaustanátt með élja- gangi og þannig er veðurút- litið á morgun, en það er reiknað með hægum vindi. Sömu sögu er að segja um miðvikudaginn, nema hvað þá verður vindur ögn norð- lægari. # Formann fyrir imbann Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar opnugrein um síðustu helgi um formannaskipti í Sjálf- stæðisflokknum. Rekur hann þau frá fyrstu tíð og fjallar svo ítarlega um það sem framundan er á næsta lands- fundi, þar sem nýr formaður tekur við af Geir Hallgríms- syni. Helst er að skilja á Styrmi að það sem Sjálfstæð- isflokkinn vanti sé formaður sem tekur sig vel út í sjón- varpi, en leiðtogahæfileikarn- ir séu ekki aðalatriðið. Hver þeirra Birgis, Friðriks eða Þorsteins skyldi vinna vin- sældakosninguna? # Giljagaurar og... Það kannast allir Akureyring- •ar við nafngiftirnar „Eyrar- púki“, “Brekkusnigill“ og „Þorpari“ sem Akureyringar hafa gefið hverjir öðrum, en nafngiftir þessar fara að sjálf- sögðu eftir því hvort menn eiga heima á Brekkunni, Eyr- inni eða í Glerárþorpi. - í Degi sl. miðvikudag sögðum við frá nýju hverfi sem byggt verður upp sunnan við Síðu- hverfið f bænum. Það á að heita Giljahverfi, og þeir sem þar búa verða því væntan- lega kaliaðir „Giljagaurar“ og konur þeirra „Gilitruttur". # Músagangur og veturinn Nú er vetur genginn í garð samkvæmt almanakinu og einnig í raun, það höfum við Norðlendingar fengið að finna. Margir óttast harðan vetur. Þeir sem spá slíku benda á mikinn músagang í bænum þessa dagana, sem sönnun þess. Sex mýs urðu á vegi eins heimildarmanns S&S í Skarðshlíðinni á fyrsta vetrardag og einn af starfs- mönnum Dags dundaði við það aðfaramótt fyrsta vetrar- dags, að moka músum upp í fötur, í draumi að vísu! Aðrir segja músagang ekki meiri en gengur og gerist á þess- um árstfma og spá tiltölulega léttum vetri. Vonandi að það rætist. # Hver fær Hafþór? Útgerðarfélag Akureyringa hefur gert tilboð f Hafþór, skip Hafrannsóknarstofnun- arinnar. En það eru fleiri sem hafa áhuga á að kaupa skipið, m.a. Þormóður rammi á Siglufirði, og samkvæmt óstaðfestum heimildum S & S var tilboð ÚA það lágt, að vonlaust mun vera að félagið fái togarann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.