Dagur - 09.11.1983, Síða 1

Dagur - 09.11.1983, Síða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 9. nóvember 1983 Sveitarfélög fara 5-600 milljónir fram úr áætlunum - þannig að lítið svigrúm er til þess að lækka álagningarprósentu útsvara á næsta ári „Það kæmi mér ekki á óvart þó tilmæli kæmu um það frá ríkisstjórninni að sveitarfélög- in lækkuðu álagningarprós- entu útsvara á næsta ári, þar sem vitað er að staða gjald- enda verður slæm, en hins veg- ar hef ég ekki heyrt um neinar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni til að lækka heimilaða álagn- ingarprósentu, sem er nú 12,1%. Þvert á móti er það vilji stjórnarinnar að draga úr hömlum og gefa sveitarstjórn- um meira frelsi hvað varðar tekjustofna og gjaldskrár,“ sagði Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga í viðtali við Dag. Vegna hinnar miklu lækkunar verðbólgu hafa menn velt fyrir sér hvort ekki muni koma til lækkunár á álagningarprósentu opinberra gjalda, þar sem þau koma til með að skila sér mun betur eftir að verðbólgan lækkaði en gjöldin eru öll greidd eftir á. „Þetta er á valdi hverrar sveit- arstjórnar fyrir sig en eins og staðan er hjá þeim flestum geri ég ekki ráð fyrir öðru en þau muni þurfa að nýta sér tekju- stofnana til fulls. Hjá mörgum sveitarfélögum hefur orðið skuldasöfnun á þessu ári, vegna þess að verðbólgan varð miklu hærri en gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlunum. Það er t.d. áætlað að sveitarfélög hafi farið miili 5 og 6 hundruð milljónir fram yfir fjárhagsáætlanir, þegar litið er til landsins í heild, og þar af hafi Reykjavík ein farið 400 milljónir fram úr áætlun. Þessi mál verða til umræðu á árlegri fjármálaráðstefnu sveit- arfélaganna sem hefst á fimmtu- dag,“ sagði Magnús Guðjónsson að lokum. í gærkvöld Trén sliguðust og greinar brotnuðu „Það er rétt, trjágróður fór mjög illa, sligaðist og brotnaði, í snjókomunni um síðustu helgi, ekki síst hér í Kjarna- skógi,“ sagði Hallgrímur Indr- iðason, skógfræðingur í sam- tali við Dag. Um síðustu helgi setti niður mikinn snjó víðast hvar norðan- lands. Frostlaust var, þannig að snjórinn hlóðst á trjágróður, bældi hann niður og siigaði, þannig að jafnvel stórar og sterk- legar greinar létu undan. Ekki bætti það síðan úr skák, þegar frysti á mánudaginn. Hallgrímur sagði, að þótt trén bældust ættu þau að jafna sig, en þau væru í mikilli hættu ef snjó- aði meira. Hann hvatti fólk til að saga strax af brotnar greinar, þannig að þær rifu börkinn ekki meira en orðið væri. Einnig sagði Hallgrímur gott að hrista snjóinn af trjánum, en gæta yrði þess að skemma þau ekki um leið, þar sem snjórinn væri klakaður. Sérstaklega á þetta við um barrtrén. 40 m. kr. gapí fjárhags- áætlun „Fjárhagsstaða Akureyrarbæj- ar var erfið í byrjun september og október, en hún hefur held- ur lagast núna,“ sagði Val- garður Baldvinsson, bæjarrit- ari, í samtali við Dag. . í fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar fyrir yfirstandandi ár er reiknað með að taka 35.4 m. kr. í ný lán vegna framkvæmda á ár- inu. Að sögn Valgarðs hefur ekki tekist að fá nema um helminginn af þeirri upphæð og lítið svigrúm til að skera niður framkvæmdir úr þessu. Hins vegar sagði hann, að rekstur Vatnsveitunnar hefði gengið vel á árinu, þannig að hún gæti lánað Akureyrarbæ ein- hverja upphæð. Einnig hefði ver- ið sótt um lán frá Brunabótafé- laginu og þeirri umsókn hefði ekki verið synjað. Þrátt fyrir það væri ljóst að enn vantaði rúmar 10 m. kr. upp á áætlaðar lántök- ur. „Það hefur komið fram, sem við vöruðum við þegar gengið var frá gerð þessarar fjárhagsáætlun- ar, að það væri óraunhæft að gera ráð fyrir þetta hárri fjárhæð í lántökur, þar sem engin trygging væri fyrir því að lánin fengjust. Þetta kemur nú niður á fjárhag bæjarins þar sem ráðist hefur ver- ið í allar þær framkvæmdir sem áætlaðar hafa verið,“ sagði Sig- urður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um þetta mál. Það kom fram í samtalinu við Valgarð að þetta bil hefði verið brúað með yfirdrætti hjá Lands- bankanum, en þann yfirdrátt ætti að slétta út um áramót, sam- kvæmt samningi við bankann. Sagði Valgarður fjárhagsstöðu sveitarfélaga almennt slæma og hjá mörgum þeirra væri ástandið mun verra en hjá Akureyrarbæ. 126. tölublað hrifinn af timbur viunu“ 6 ----+■-»-».... Konur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.