Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 8
„Sjúkrahúsfð er I svelti66 - Það er staðreynd sem ekki verður hrakin að sjúkrahúsið hér er í svelti fjárhagslega séð. Við fáum mikið minna fjár- magn en við nauðsynlega þurfum og þetta er einkar bagalegt varðandi viðhald og tækjakaup til sjúkrahússins. Þetta sagði Baldur Jónsson, yfirlæknir á Barnadeild F.S.A. í viðtuli við Dag en Baldur er jafn- framt yfirlæknir sjúkrahússins sem formaður læknaráðs. Að sögn Baldurs hljóðaði áætl- un F.S.A. um viðhaldskostnað og fjármagn til tækjakaupa upp á röskar 36 milljón krónur en þessi fjárbeiðni hefur verið skor- in allrækilega niður í fjárlögum fyrir 1983 og sjúkrahúsið á aðeins að fá um átta milljón krónur til þessara hluta. Það er samdóma álit allra þeirra sem Dagur ræddi við og þekkja vel til mála á F.S.A., að húsið sé að drabbast niður vegna viðhaldsleysis. Gluggar eru ónýtir og margar hurðir sömuleiðis. Hitunarkostn- aður er því miklu hærri en hann þyrfti að vera. - Það er ekki bara þessi liður sem er gjörsamlega óviðunandi. Við höfum orðið að vera hér með samtals 27,5 stöðugildi, aðallega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem við megum ekki fyrir nokk- urn mun missa, sem ríkið hefur hingað til ekki viljað viðurkenna né greiða launakostnað fyrir. Við höfum barist fyrir því að fá þess- ar stöður viðurkenndar en enn sem komið er þá höfum við talað fyrir daufum eyrum, sagði Baldur. - Hvað þýðir þetta aðhald hins opinbera fyrir sjúkrahúsið og rekstur þess? - Það þýðir einfaldlega það að við verðum að draga saman seglin. Það stefnir allt í minni þjónustu hér við sjúkrahúsið og það er atriði sem okkur læknun- um er mjög andstætt. En það er ekki ljóst framundan. Gjöld sjúkrahússins umfram tekjur, fyrstu níu mánuði þessa árs eru um sex milljón krónur og þessar krónur verðum við líklega að klípa af tekjum næsta árs. Þetta hefur náttúr. lega mikinn sam- drátt í för með sér en auk þess er okkur ætlað að minnka launa- kostnað um 2,5% á næsta ári og rekstrarkostnað um 5%. - Úr hvaða þjónustu verður dregið? - Það bendir allt til þess að við þurfum að loka deildum í meira mæli næsta sumar en við gerðum í ár en þá störfuðu bæði Lyflækn- isdeild óg Handlækningadeild með hálfum afköstum hátt á fjórða mánuð. Auk þess verður öll önnur starfsemi að vera í lág- marki og meðal þess sem okkur hefur verið fyrirlagt er að taka Baldur Jónsson yfirlæknir ásamt Magnúsi Stefánssyni bamalækni við nýjasta tæki Barnadeildarinnar. inn færri sjúklinga til þess að spara. Samkvæmt upplýsingum Bald- urs Jónssonar minnkaði nýting sjúkrahússins fyrri hluta þessa árs úr 107% í 86,7% miðað við sama tíma í fyrra. Hvort þessi þróun heldur áfram treysti Baldur sér ekki að spá um en það er ljóst að verulegs samdráttar mun gæta á F.S.A. á næsta ári, að öllum for- sendum óbreyttum. Nýi spítalinn - Helsta baráttumál okkar nú er að koma upp legudeild fyrir geð- sjúka og ljúka við innréttingu nýja spítalans á næstu þrem árum, sagði Baldur Jónsson. - Hve mikill hluti nýja hús- næðisins er óinnréttaður? - Það er verulegur hluti hús- næðisins sem hefur ekki verið tekinn í notkun. Ein hæðin er sama og ekkert innréttuð og á annarri hæð mjög stór hluti óinn- réttaður. Við búumst við því að um þrír fjórðu hlutar kjallarans verði tilbúnir nú um áramótin en annað gengur hægt. Við ætlum í þessu sambandi að skora á þing- menn kjördæmisins og bæjar- stjórn að beita sér fyrir því að hægt verði að ljúka þessu innan þriggja ára en hvort það verður á eftir að koma í ljós. - Hvernig verður ástandið ,, Hjúkrunarstarfíð er í stöðugri þróun og kröfumar aukast jafnt og þétt“ — segir Ragnheidur Árnadóttir hjúkrunarforstjóii Það hafa vafalaust margir ekki gert sér grein fyrir því hve stór vinnustaður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri virkilega er. Svo dæmi séu nefnd þá vinna þar um 80 hjúkrunarfræðingar, 100 sjúkraliðar og læknarnir munu vera um 30 talsins. þetta eru rúmlega 200 manns og þá eru aðrar starfsstéttir ótaldar. Yfirmaður hjúkrunarstarfa á FSA er Ragnheiður Árnadóttir, hjúkrunarforstjóri en hún er jafnframt ein þeirra sem hvað lengst hafa unnið við sjúkrahúsið. Ragnheiður hóf störf á gamla spítalanum árið 1950 og síðan þá hefur hún starfað hjá FSA með litlum frávikum. Við ræddum við Ragnheiði fyrir skömmu og báðum hana fyrst um að gera samanburð á nýja og gamla tímanum á sjúkrahúsinu. - Það er eiginlega ómögulegt að bera gamla og nýja sjúkrahús- ið saman. Það var mjög erfitt en gaman að vinna í gamla húsnæð- inu þó þar væru mikil þrengsli og hjúkrunartæki af skornum skammti. Gamli spítalinn var byggður árið 1899 og húsið var því orðið garnalt og lúið þegar hlutverki þess lauk. Aðal við- brigðin voru líklega þau að kom- ast í rúmbetra húsnæði og ég man það enn hvað okkur fannst langt milli rúmanna í sjúkrastofunum á nýja'sjúkrahúsinu. - Hvað með sjálft hjúkrunar- starfið. Varð mikil breyting á þessum árum á vinnu hjúkrunar- kvenna? - Hjúkrunarstarfið hefur alltaf verið í stöðugri þróun og það er ekki hægt að tala um breytingar á milli mánaða eða einstakra ára, en þegar ég lít yfir þau rúmlega 40 ár sem ég hef starfað við hjúkrun þá er breytingin ótrúleg. Það er stöðugt verið að gera meiri kröfur til hjúkrunarfræð- inga og starfið hefur breyst úr því að vera hjúkrun á ábyrgð læknisins í að vera hjúkrun, kennsla og stjórnun. í dag bera hjúkrunarfræðingar ábyrgð á sínu starfi til jafns við lækna og kröfurnar eru miklu meiri á allan hátt í dag. Tækninni hefur fleygt fram og því er ekki að leyna að skriffinnskan hefur aukist veru- lega. - Hvernig gengur að fá hjúkr- unarfræðinga til starfa? - Það er skortur á hjúkrunar- fræðingum í landinu og við úti á landsbyggðinni erum ekki eins vel sett og t.d. Reykjavíkursvæð- ið í þessum efnum. En þetta hef- Ragnheiður Árnadóttir, hjúkrunarforstjóri. ur gengið ágætlega. Það eru margir hjúkrunarfræðingar bú- settir í bænum og stærð þessa svæðis hefur gert það að verkum að það hefur verið auðveldara en ella að fá fólk til starfa. - Hvað finnst þér það besta og versta varðandi hjúkrunarfræð- ingsstarfið hér við FSA? - Það besta er vafalaust það hvað hjúkrunarfræðingar nú eru vel menntaðir, duglegir og fullir ábyrgðar í starfi sínu en það versta er líklega það hve fá tæki- færi hjúkrunarfræðingar fá til þess að viðhalda og auka við menntun sína. Þetta er auðveld- ara í Reykjavík þar sem skólarnir eru, Háskólinn sem nú útskrifar hjúkrunarfræðinga og Hjúkrun- arskóli íslands. - Hvernig er að starfa sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahús- inu? - Ég er kannski ekki rétta manneskjan til að svara þessu en hvað varðar sjálfa mig þá get ég ekki sagt annað en að mér hefur fallið það mjög vel. Ég hef átt gott samstarf við alla aðila innan sjúkrahússins og þetta hefur ver- ið góður vinnustaður. - Nú sinnir þú stjórnunarstörf- um. Langar þig ekkert í „slaginn“ á nýjan leik? - Ég hef alveg sætt mig hlut- skipti mitt hér bak við skrifborð- ið en því er ekki að leyna að mér fannst alltaf mjög gaman í hjúkr- 8 - DAGUR - 11. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.