Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 9
FSA 110ÁRA -segir Baldur Jónsson formaður læknaráðs þegar nýja .álman verður fullbú- in? - Það batnar vitaskuld mjög mikið en það verður samt sem áður mjög þröngt um margar deildir. - Hvað með ástandið á þinni deild, Barnadeildinni, nú? - Deildin er of lítil. Það eru aðeins 10 rúm og alls staðar mikil þrengsli. Við notum baðherbergi með gamla fólkinu á B-deildinni og skol er ófullnægjandi. Þá er leikherbergi alltof lítið. Reyndar er þetta ekkert eiginlegt her- bergi, heldur stigapallur og um- gangur er því mikill. Það er því víða pottur brotinn en það er bara að vona að úr þessu rætist, sagði Baldur Jónsson. SSSiiíií: Myndir: ESE. uninni. Þetta er lifandi og skemmtilegt starf sem mér þótti gaman að inna af hendi. - Hvernig er búið að hjúkrun- arfræðingum og sjúkraliðum hér á sjúkrahúsinu? - Aðbúnaðurinn er líklega alveg sæmilegur en við höfum hins vegar verið óánægðar með hve hægt hefur gengið að innrétta nýja spítalann og hve viðhaldi gamla hluta spítalans hefur verið ábótavant. Ástæðan mun einfald- lega vera sú að peningar til þess- ara hluta eru ekki til og því hefur sigið á ógæfuhliðina í þessum efnum, sagði Ragnheiður Árna- dóttir. Halldór Baldursson ásamt nókkrum sjuklinga Bæklunardeildar. Myndir: ESE. „ Gerviliðsaðgerðir bjarga engum maimsfítxun — en þær geta gert líflð þess virði að lifa því“ Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar fram kom í sjónvarpsþætti að fram til þessa væri búið að setja nálega tvö þúsund gervimjaðmarliði í íslendinga, auk annarra gerviliða- aðgerða. Lætur nærri að þessi tala, tvö þúsund, svari til eins prósents af íbúatölu landsins eins og hun er í dag og þegar til- lit er tekið til látinna, þá er ekki fjarstæðukennt að ætla að um hálft prósent þjóðarinnar gangi nú um með gervimjaðm- arlið. Til skamms tíma fóru gerviliðaaðgerðirnar eingöngu fram í Reykjavík en árið 1980 var tekin ákvörðun um að setja á stofn bæklunardeild við Fjórðungssjúkrahúsið hér á Akur- eyri. Deild þessi tók svo til starfa af fullum krafti í nóvember í fyrra, þannig að starfsfólk Bæklunardeildarinnar og sjúkl- ingar geta haldið upp á eins árs afmæli nú um helgina, á sama tíma og bæjarbúar fagna 110 ára afmæli FSA. Blaðamaður Dags ræddi á dögunum við Halldór Baldursson, yfirlækni Bæklunardeildarinnar og var hann fyrst spurður að því hver þörfin á slíkri deild væri og hvers vegna hefði verið ráðist í að koma henni upp hér við sjúkrahúsið. - Ástæðan fyrir stofnun deild- arinnar var þörf á aukinni þjón- ustu í bæklunarlækningum. Áður þurftu sjúklingarnir að leita til Reykjavíkur þar sem biðlistar voru langir. Það var ekki óal- gengt að fólk þyrfti að bíða allt að tvö ár eftir því að komast í aðgerð, eftir að ábyrgur skurð- læknir hafði tekið ákvörðun þar að lútandi. Þetta er mjög alvar- legt mál ekki síst ef tillit er tekið til þess að flestir þeirra sem gang- ast undir slíkar gerviliðsaðgerðir eru aldrað fólk. Það er slæmt ef fólk þarf kannski að eyða síðustu æviárum í rúminu vegna t.d. slits í mjöðm. Þetta leiðir til margs konar óhamingju. Margir hafa stöðugar kvalir, svo ekki sé talað um þá félagslegu eymd sem fylgir því að geta ekki gengið neinar teljandi vegalengdir. Fólk verður fangar í íbúð sinni og einangrast félagslega. - Hvaða liði er hægt að skipta um? - Það er hægt að skipta um mjög marga liði í líkamanum. Algengast er að skipt sé um mjaðmarliði en hnéliðsaðgerðir eru einnig tiltölulega algengar. Við höfum t.d. hér á Akureyri, síðan deildin fór í gang, skipt um 45 mjaðmarliði og 12 hnéliði. Það er einnig hægt að skipta um aðra liði s.s. fingurliði, olnboga- liði, axlarliði og ökklaliði en það hefur enn sem komið er ekki ver- ið gert hér á Akureyri. - Hvernig duga þessir gervilið- ir? Er gefinn upp einhver tiltek- inn endingartími? - Mjaðmarliðirnir sem settir eru í fólk núna, eru yfirleitt skál úr nokkuð seigu plasti sem er sett í liðskálina í mjaðmarbeininu og á móti er kúla úr ryðfríu stáli sem er föst við skaft sem gengur niður í lærbeinið. Þessum hlutum er haldið föstum í beininu með plastsementi sem harðnar og fyll- ir upp í holrúmið á milli gerviliðs- hlutar og beinsins. Endingin á þessum hlutum er óviss en margir gerviliðir, sem settir voru í fyrir 15-20 árum eru enn í góðu lagi. Það sem líklegast er til þess að takmarka endinguna er festingin við beinið en sjálfur gerviliðurinn bilar sjaldnar. Oftast er það svo að þessar gerviliðsaðgerðir duga 32 á mánuði og u.þ.b. 40% þeirra er vegna nýrra slysa. Hin 60% til- heyra því sem við getum stýrt, þ.e.a.s. sjúklingar sem bíða að- gerðar. - Er langur biðlisti? - Áður en móttaka sjúklinga hófst hér á deildinni voru á milli 100 og 200 manns á biðlista. Þetta voru sjúklingar sem við vorum búnir að skoða og ákveða aðgerðir á en þessi biðlisti er heldur lengri núna. - Hvað þurfa þeir sem eru aft- astir á listanum að bíða lengi eftir að komast í aðgerð? - Miðað við óbreytt ástand þá ætti enginn af þeim sem er á bið- listanum nú að vera þar að vori. - Eru þessar mjaðmarliðsað- gerðir miklar aðgerðir? - Já, þetta eru stórar aðgerðir. Við reynum að taka sjúklingana inn á spítalann nokkrum dögum fyrir aðgerð en síðar eru þeir drifnir á fætur strax daginn eftir að aðgerðin hefur verið framkvæmd. Það er mikilsvert að komast á ról sem fyrst en þess má líka geta að öll aðstaða til endurhæfingar hér á F.S.A. er fyrir neðan allar hellur. Endur- hæfingin fer fram á göngum og í stigum sjúkrahússins, sem er út af fyrir sig ágætt en það breytir því ekki að þetta er óviðunandi ástand. - Hvernig er annars búið að deildinni? - Mörgu er ábótavant. Deildin er of lítil, aðeins 13 rúm og það vantar baðherbergi og geymslu- rými. Sjúklingar þurfa að fara inn á aðra deild til þess að komast á baðherbergi og það er auðvitað langt frá því að vera boðlegt. Hvað tækjabúnað varðar hins vegar þá er ástandið mjög þokka- legt. Við höfum ekki fengið öll þau tæki sem við vildum gjaman fá, en ég held að þar rætist eitt- hvað úr í framtíðinni, sagði Hall- dór Baldursson. hreyfingar verði svipaðar og áður eða betri, styrkleiki svipaður eða betri og sársauki lítill eða enginn. - Hvað getið þið tekið við mörgum sjúklingum hér á Bækl- unardeildinni? - Meðalinnlagnafjöldi hér er viðkomandi það sem þeir eiga ólifað. - Og gera þeim þá lífið bæri- legra? - Gerviliðsaðgerðir bjarga ekki mannslífum og þær eru tæp- ast til að lengja lífið en þær geta gert lífið þess virði að lifa því. - Hvernig eru hreyfingar með gerviliðum? - Yfirleitt góðar. Fólk getur verið orðið stirt í vöðvum af lang- varandi hreyfingarleysi en vöðv- arnir komast fljótlega í gang aftur eftir gerviliðsaðgerð og al- gengasti árangurinn er sá að 11. nóvember 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.