Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 2
2 —ÐAGUR - 21. nóvember 1983 Þykir þér konur of margar í bæjar- stjórn? Halldór Krístjánsson: Alveg nógu margar. Gestur Davíðsson: Já, þær hafa rutt sér of mikið til rúms og mætti fækka um helming. Ketill Helgason: Pað er aldrei nóg af konum. Gestur Einar Jónasson: Stundum eru þær of margar, það fer eftir málefnum. Baldvin Ólafsson: Já, ég tel að þær geti ekki ann- að þeim verkefnum sem fyrir liggja á svo erfiðum tímum sem nú eru. Þær mættu æfa sig þegar vel gengur. Eins og er, er þetta tómt rugl. „Vona að þeir sem þannig hugsa fái aldrei liðagigt“ „Ef tíl vill finnst einhverjum það ótrúlegt, en það er samt satt, að flest veikindafrávik á vinnustöðum eru vegna gigtar,“ sagði Ingibjörg Sveinsdóttir í samtali við Dag. Ingibjörg hefur átt við liðagigt að stríða í hátt í 30 ár. Á þeim tíma hefur hún gengið undir um 15 uppskurði, að því er hún best man. Búið er að setja nýja stálliði í stað upphaflegu hnúaliðanna í báðum höndum Ingibjargar og allir efstu táliðirnir voru fjarlægð- ir, en tærnar síðan saumaðar á aftur. Auk þess hafa mörg önnur liðamót Ingibjargar verið skorin upp og skafin eða lagfærð með öðrum hætti. Stundum hefur Ingibjörg verið ósjálfbjarga, en nú er hún við þokkalega heilsu. Það þakkar hún læknavísindun- um. „Peir eru snillingar þessir læknar," segir Ingibjörg. „Hann- es Finnbogason var fyrstur ís- lenskra lækna til að skera upp við þessu meini, en nú hafa fleiri bæst í hópinn, t.d. er Halldór okkar Baldursson á Akureyri mjög flinkur liðalæknir. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá hann, því fram til þess að hann kom þurfti ég og mínir líkar að leita til Reykjavíkur með ærnum tilkostnaði, jafnvel tvisvar tiJ þrisvar á ári. Og jafnvel þó að ég væri borin út í flugvélina, þá tók Sjúkrasamlagið ekki þátt í kostn- aðinum - vegna þess að ég var ekki í sjúkrakörfu!!" - Hvað gerir þú til að halda aftur af liðagigtinni? „Pað er gott að fara í sund, en ég get nú ekki synt mikið. í stað þess reyni ég að gera ýmiss konar æfingar í lauginr.i og heiti pottur- inn og gufubaðið gera mér mjög gott. En það er ekki þrautalaust fyrir mig að komast í sund hér á Ákureyri, því það eru svo mörg þrep. Ef ég fer í útilaugina þarf ég að fara um 80 þrep, frá götu og út í laugina og út á götu aftur. Fari ég í innilaugina eru þrepin 100. Það kemur sér því vel að starfsfólkið við laugina er afskap- lega elskulegt og vill allt fyrir mann gera, en samt sem áður verð ég að neita mér um sundið þegar ég er slæm af liðagigtinni. Það hefur líka mjög góð áhrif til hins betra að komast í sól og hita. Þess vegna þætti mér ekki óeðlilegt þótt tryggingarkerfið tæki þátt í kostnaði við sólar- landaferðir fyrir gigtsjúklinga líkt og gert er varðandi psoriasis- sjúklinga. Það er hins vegar ekki orðið enn, nema viðkomandi dvelji á gigtarhæli.“ - Hafa gigtarsjúklingar með sér félagsskap? „Já, ég er félagi í Gigtarfélagi íslands, en því miður er engin deild á Akureyri enn sem komið - Rætt við Ingibjörgu Sveinsdóttur sem hefur þjáðst af liðagigt í 30 ár er. Hins vegar vil ég hvetja gigt- arsjúklinga á Akureyri til að sam- einast í slíkri deild og ég er tilbú- in til að hjálpa til við slíkt. Eins er ég tilbúin til að veita gigtar- sjúklingum allar þær upplýsingar sem ég hef undir -höndum varð- andi þennan sjúkdóm og þá að- stoð sem hægt er að fá. Eg get t.d. nefnt í því sambandi, að sjúklingar sem búa við verulega fötlun geta fengið ýmiss konar hjálpartæki, t.d. sérstaklega gerða borðhnífa, penna, hvíldarspelkur og grip til ýmiss konar þarfa.“ - Hvað er á döfinni hjá félag- inu? „Núna er í gangi happdrætti og ágóðinn af því rennur til að ljúka við endurhæfingarstöð félagsins við Ármúla. Hún kemur að vísu að litlum notum fyrir sjúklinga á Norðurlandi sem slík en tilkoma hennár kemur til með að opna okkur greiðari leið inn á Reykja- lund, þar sem álagið þar verður ekki eins mikið. Gallinn er bara sá, að ég og mínir líkar geta ekki gengið í hús til að selja miða, þannig að örlítil hjálp við miða- söluna væri vel þegin. Það er stundum sagt, þegar einhver er veikur og frá vinnu vegna gígtar, að það sé ekkert að honum, því hann eða hún sé „bara“ með gigt. Ég yona bara að þeir sem þannig hugsa verði aldrei fyrir því að fá þennan sjúkdóm,“ sagði Ingibjörg Sveinsdóttir í lok samtalsins. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um málefni gigtarsjúkl- inga, eða hafa áhuga á að leggja þeim lið geta haft samband við Ingibjörgu í Stekkjargerði 1, sími 22518. Ingibjörg Sveinsdóttir. Auglýsa ekki myndirnar Guðrún hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef verið að furða mig á því að Borgarbíó sem er eina starf- andi kvikmyndahúsið á Akureyri skuli ekki auglýsa opinberlega hvaða myndir er verið að sýna. Ef ég man rétt auglýsti Borgar- bíó alltaf í Dégi á meðan Björg- vin heitinn Júníusson var þar við stjórn, enda Dagur útbreitt blað. Ég hef ekki síma og get því ekki hringt í kvikmyndahúsið til þess að spyrjast fyrir um hvaða mynd er verið að sýna og þetta hefur kostað það að ég hef misst af nokkrum góðum myndum sem ég hefði haft mikinn áhuga á að sjá. Mér finnst það alveg furðulegt að kvikmyndahúsið skuli ekki auglýsa myndir sínar. Það hlýtur að hafa þau áhrif að færri fara í kvikmyndahús en ella, a.m.k. er svo með mig. Ég vona bara að þeir sem ráða þessum málum breyti þessu sem fyrst. Skautasvell á KA-vellinum Stefán Gunnlaugsson hringdi og vildi koma eftirfarandi á fram- færi: Sl. þriðjudag var haldinn for- eldrafundur í Lundarskóla á Ak- ureyri. Á þessum fundi kom það fram að KA hefði lagst gegn því að skautasvell yrði á malarvelli félagsins í vetur eins og undan- farin ár,. og virtist það vera út- breidd skoðun á fundinum sam- kvæmt þeim heimildum sem ég hef fengið. Þetta er alrangt. Þarna hefur verið skautasvell undanfarin ár sem Garðræktin hefur séð um fyrir bæinn og við höfum þegar gefið okkar leyfi fyrir því að svo verði einnig í vetur. Þess vegna viljum við ekki sitja undir þeim ásökunum að við höfum bannað að svellið yrði á vellinum í vetur, leyfið liggur fyrir jafnvel þótt það kosti það að við getum ekki byrj- að jafn snemma að æfa á vellin- um í vor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.