Dagur - 09.12.1983, Síða 13

Dagur - 09.12.1983, Síða 13
9. desember 1983 - DAGUR - 13 Lesum Guðs orð: Matt. 11,2- 6. Verkin tala. Er Jesús freisarinn? Hvernig get ég eignast fullvissu um það? Spurningar sem þessar ieituöu ekki aðeins á Jöhannes skírara. Þær koma upp í huga okkar t dag. Og svarið er það sama og Jesús gaf Jóhannesi. „Kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: Blind- ir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir n'sa upp, og fátækum er boðað fagnaðarerindi.” Leiðin til fullvissu er að kynna sér orð Jesú og verk. J>au vitna um hver hann er. Hann er frelsarinn, Guðs sonur fæddur hér á jörð. Pað var augljóst öilum í ísraei, sem höfðu augu og cyru og kærðu sig urn að nota skynfær- in. • Eeir, sem ekki vildu trúa því, sem þeir sáu og heyrðu, og reyndu allar leiðir tii þess að telja sér trú um að það , sem þeir skynjuðu, gæti ekki verið satt, þeim leið illa. Staðreyndirnar, sem blöstu við þeim, létu þá ekki t friði. Aðrir spurðu, „Hvaðan kemur honurn þessi speki og kraftaverkin?" Fræðimaður Gyðinga, Nikodemus, sagði við Jesú; „Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé meö honum.“ Kaldrifjaöur rómverskur hundraðshöfðingi, sem stóð við kross Jesú, og sá hann deyja, sagði: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“ Jesús sagði: „Verkin, sem ég vinn. bera mér það vitni, að faðirinn hefur scnt mig.“ Enn í dag bera verk Jesú honum vitni. Hann er lifandi frelsari. Þetta er reynsla allra þeirra, sem kynnst hafa hon- um persónulega. Hann hjálpar þeim, sem til hans leita. Hann læknar og frelsar enn í dag. „Og sæll er sá, serii hneykslast ekki á mér,“ segir Jesú. Til umhugsunar: Hvað er að vera fátækur? Það er að hafa ekki það, sem þarf til nauðsynlegustu þarfa, t.d. mat, drykk og klæði, og eygja enga leið út úr þessum vanda. En þaö er meira. Hin mesta og versta fátækt er, að þekkja ekki Drottinn Guð, og vera blindur og nakinn and- lega. Það er fátækt, að standa einn og einsantall með byrðar sínar og syndir. Jesú, sem kom og varð maður á meöal okkar. Hann kom með fagnaðarerindi. Boðskapur Jesú um Drottin Guð, um frelsi frá synd og myrkraöflum, er fátækum virkilegt fagnaðarerindi. Þeir, sem veittu viðtöku fagnaðár- erindinu. urðu ríkir. Þeir öðl- uðust, „sérhverja andlega blessun í Jesú Kristi." Jesú vill, á þessum jólum, að við gieðjum þá. sem t’átækir eru. Það gerum við með þvi að boða þeim fagnaðarerindið og hjálpa þeim í líkamlegri neyð. Nestunum: ★ Hleðslustöðvar 6 v. 12 v. 24 v. einnig með starti. ★ „Disko“ Ijós í afturglugga (nýjung). ★ Nýjar gerðir af listum á hliðar bílsins. ★ Mottuskúffur í Subaru og fleiri bíla. ★ Dráttarspil m/vírum. ★ Gírskiptingar og húnar. ★ Barnastolar margar gerðir. ★ Kassettur - það nýjasta, einnig jólalög. Akureyringar - Bæjargestir Súlnaberg býður yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld Kaffi og smurt brauð allan daginn. Minnum sérstaklega á heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur. * Verslunarfólk takið eftir: Seljum mat í hitabökkum alla daga fram til 24. desember. Kjöt og desert kr. 160. Einnig smurt brauð og snittur. Pantið með tveggja tíma fyrirvara. Jólaglögg og piparkökur verða á boðstólum á barnum á Hótel KEA öll kvöld fram til jóla. HÓTEL KEA AKUREYRI Áskrift, afgreiðsla, auglýsingar. ^ Sími 24222 {/P Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar Akureyri í upphafi nýrrar aldar I þá daga hétu verslanir á Akureyri stórum nöfnum eins og Hamborg, París og Berlín. I dag segja margir að KEA merkið sé einkenni Akureyrar. En þó að verslanirnar hafi skipt um nöfn og liðin séu rúm 50 ár síðan Hallgrímur Einarsson tók þessa Ijósmynd, þekkjum við flest, ef ekki öll, myndefnið: Horn Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis. Þessi mynd, sem tekin er á grunni hótel KEA1931, er furðu lík því sem sjá má enn þann dag í dag á KEA horninu. Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgum Akureyrarmyndum í bókinni Akureyri 1895-1930, bókinni þar sem höfuðstaður Norðurlands birtist í myndum á hverri síðu. Saga Akureyrar er skýrt dregin í iistafallegum Ijósmyndum Hallgríms Einarssonar, Ijósmyndara. Myndaperlur Hallgríms eiga erindi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki -fallegum myndum - góðri bók - og sögu forfeðranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. BÓKAÚTGÁFAN HAGALL Bárugötu 11, Reykjavík sími 17450.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.