Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 14. desember 1983 141. tölublað ctóto- íísw. DJ Fanælt komandi Jólablað 1983 föstudag Jólablað Dags hið fyrra kemur út nk. föstudag. Hér er um að ræða 32ja síðna blað, mjög efnismikið en meðal efnis er: Frásögn í máli og myndum af fyrstu Reykjavík- urferð hálfáttræðs manns. Rætt er við Akureyringa sem afmæli eiga á aðfangadag og sömuleiðis er rætt við fjóra einstaklinga sem tengjast fjórum kristnum söfnuð- um á Akureyri, um jólahald og afstöðu þeirra til jólanna. í blað- inu er jafnframt viðtal við Pálínu einbúa á Skarðsá þar sem fram kemur hvernig hún heldur jól. Þá er ónefnd geysimikil jóla- krossgáta eftir Braga V. Bergmann, kennara. Einnig er sagt frá Rauf- arhafnarkirkju í grein sem heitir „Drottinn byggði húsið". Jóla- uppskriftir eru á vísum stað og jólahugvekju blaðsins hefur séra Birgir Snæbjörnsson ritað. Örn Ingi myndlistarmaður á heiður- inn af vetrarmyndinni sem prýðir forsíðu blaðsins, en myndin var gerð sérstaklega fyrir þetta jóla- blað Dags. Jólablað II kemur svo út á mið- vikudaginn í næstu viku en þar verður m.a. greint frá messutím- um; í öllum prestaköllum frá Vopnafirði og vestur í Melstað í V.-Hún., jóladagskrá útvarps og sjónvarps og ýmsu öðru sem tengist jólahaldinu. „Getum vonandi bætt við fólki" — segir Jón Sigurðarson sem telur líkur á aukinni sölu Sambandsverksmiðjanna „Ég tel að þessi ferð hafi er nýkominn heim frá Rúss- verið vel heppnuð og ég er bjartsýnn á árangurinn, en endanlegir samningar liggja ekki fyrir fyrr en um ára- mót," sagði Jón Sigurðarson hjá Iðnaðardeild Sambands- ins, í samtali við Dag, en Jón til Rússlands á næsta ári landi, ásamt Hirti Eiríkssyni og Sigurði Arnþórssyni. Þar áttu þeir félagar viðræður við heimamenn um kaup Rússa á framleiðslu Sam- bahdsverksmiðjanna á næsta ári. „Þetta gekk vel og það hefur þegar verið gerður rammasamn- ingur," sagði Jón. „Það er ljóst að það verður um talsverða magnaukningu að ræða frá fyrra ári, sem mun þýða það, að við getum aukið okkar vinnslu fyrir Rússlandsmarkaðinn. Það er gíf- 'urlega mikið mál fyrir okkur." - I hvaða vörutegundum er aukningin? „Aukningin verður bæði í skinna- og ullarvörum; fullbúnum mokkakápum og ullarfatnaði." - Ef þetta gengur eftir, má þá búast við að þið getið bætt við ykkur starfsmönnum? „Já, það eru góðar líkur til þess, ef samningar takast í þá veru sem nú horfir," sagði Jón Sigurðarson í lok samtalsins. Vöngum velt yfir bókum í jólaveitíðinni, enda er úrvalið mikið. Að vísu blöskrar mörgum verðið, en er ekki alltaf svo? Mynd: KGA. Dagur kannar bókasölu á Norðurlandi: „Skrifað í skýin" með örugga forustu Það fer ekki á milli mála að söluhæsta bókin á Norðurlandi fram að þessu er bók Jóhann- esar Snorrasonar fyrrverandi flugstjóra, en það er annað bindi bókarinnar „Skrifað í skýin". í könnun Dags hjá 11 bóka- verslunum víðs vegar á Norður- landi hafði bók Jóhannesar nokkra yfirburði, en í öðru sæti kom bók Alister McLean, „Skæruliðarnir". í næstu sætum koma svo „Aldnir hafa orðið" eftir Erling Davíðsson, „Landið þitt" eftir Þorstein Jósefsson og Steindór Steindórsson og „Ólafsbók" eftir ýmsa höfunda er í fimmta sæti. Könnun Dags náði sem fyrr sagði til 11 verslana á Norður- landi og voru þær á svæðinu frá Hvammstanga austur til Raufar- hafnar. - Reyndar er skylt að taka fram að í sumum versíunum fengum við þær upplýsingar að ekki hefðu allar bækur borist þangað, og aðrar voru nýkomnar í sölu þannig að þær voru ekki komnar í hóp söluhæstu bók- anna, þótt ýmislegt benti til þess að þær myndu fara þangað. En við fjöllum nánar um þessa könnun á bls. 6. Sleppa jólagjöfum á litlu- jólunum - Þess í stað saf na börnin í sjóð til styrktar nýrnaveikum dreng Margir af nemendum Lundarskóla á Akureyri hafa ákveðið að sleppa jólagjöfum á litlu-jólunum í ár, sem haldin verða á föstudaginn. Þess í stað ætlar hvert þeirra að leggja fram 50 kr. í sjóð, sem síðan renni til Ingva Steins, fimm ára gamals Akureyrings, sem er um þessar mundir í tímafrekri og kostnaðar- samri meðferð í Bandaríkjunum. Ingvi Steinn er sonur hjónanna Ólafs Björnssonar, múrara og Lilju Gunnarsdóttur. Strax þegar Ingvi var á fyrsta ári fór nýrnasjúkdómur að plaga hann og síðar kom í ljós að bæði nýru hans voru óstarfhæf. Sú staðreynd leiddi síðan til þess, að flytja þurfti Ingva Stein í skyndi á sjúkrahús í Boston í Massachusetts- ríki í Bandaríkjunum. Það var í lok síðasta mánaðar, en síðan hefur Ingvi verið undir læknishendi í Boston og í mars-apríl nk. fær hann annað nýrað úr föður sínum, ef allt gengur að óskum. Ingvi litli hefur verið meira og minna veikur undanfarin ár, sem hafa verið foreldrum hans erfið, ekki síst fjárhagslega. Nú bætist við kostnaðarsöm ferð til Bandaríkj- anna og að líkindum þarf fjölskyld- an að dvelja ytra í nær ár. Reiknað er með að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum þúsunda og tekjur fjöl- skyldunnar engar, þar sem Ólafur er frá störfum, sem oft fyrr í veikind- um Ingva. Það var því vel til fundið hjá börnunum í Lundarskóla, að minn- ast tilefnis jólahátíðarinnar með því að fórna jólagjöfunum, en létta þess í stað Ingva litla og fjölskyldu hans erfiðan róður. Fleiri hafa lagst á árina. Sveitungar Lilju í Vopna- firði gengust fyrir söfnun, Sinawik konur á Akureyri gerðu það sama og lionsklúbbarnir á Akureyri hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum. Árni Björnsson, föðurbróðir Ingva Steins, bað blaðið fyrir innilegar þakkir frá fjölskyldunni til allra þeirra sem rétt hefðu hjálparhönd. Til barnanna í Lundarskóla bað hann fyrir sérstaka kveðju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.