Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. desember 1983 14. desember 1983 - DAGUR - 9 ,Þaö fylgja því mikil átök að taka slíka ákvörðun" „Það má segja að sú ákvörðun að hætta rekstri Haga hf. hafí verið að flækjast fyrir okkur sem draugur undanfarna mánuði. Við höfum jafnan gert áætlanir fyrir rekstur fyrirtækisins í ársbyrjun hvert ár og þannig höfum við getað fylgst með hvernig hefur gengið og hvert hafi stefnt. Nú liggur það fyrir að salan á þessu ári verður ekki nema um 75% af því sem við settum okkur, sem þýðir jafn- framt að fyrirtækið er rekið með tapi á þessu ári. Það er erfítt og nær útilokað að fjármagna tap og þar að auki er hluti af tapinu tilkominn vegna þess að fjármögnunarleiðir eru ekki fyrir hendi vegna verðbólgunnar. Með þennan bakgrunn og það fyrirsjáanlegt að sala mun ekki fara vaxandi í ein- hverja mánuði þá sjáum við fram á rekstrartap á næstu mánuðum og hugsanlega allt næsta ár og við höfum ekki bolmagn til þess að taka á móti því tapi. Þótt við værum fúsir til þess, og að hætta öllu því sem við eigum hér í fyrirtækinu og hugsanlega meiru til, þá er ekki möguleiki á að fjármagna rekstur fyrirtækisins á þsssum tíma. Þetta er það sem olli því fyrst og fremst að við tókum þessa ákvörðun.“ Þannig svaraði Haukur Árna- son forstjóri Haga hf. spurningu okkar um hvað hefði aðallega legið að baki þegar eigendur fyrirtækisins ákváðu að hætta rekstri þess fljótlega á næsta ári, og hefur öllum starfsmönnum Haga nú verið sagt upp störfum frá 1. mars nk. Hagi hf. var stofnað árið 1961 og eru aðaleigendur þess fimm iðnaðarmenn, þeir Haukur Árnason sem jafnframt hefur veitt fyrirtækinu forstöðu, Sig- urður Hannesson, Óli Þ. Bald- vinsson, Herbert Jónsson og Reynir Kristjánsson. Frá árinu 1961 var Hagi hf. fyrst og fremst byggingarfyrirtæki sem vann við almenna byggingarstarfsemi með smávægilegan verkstæðisrekstur. Árið 1974 má síðan segja að starfsemin hafi færst verulega- út í verkstæðis- og verksmiðjurekst- ur og þannig hefur fyrirtækið haldið áfram að stækka og þróast. 1978 hætti fyrirtækið allri byggingarstarfsemi og verk- smiðjureksturinn þ.e. framleiðsla á innréttingum, fataskápum og baðherbergisinnréttingum tók alfarið við. - Á þessum árum, 1974 til 1978 hefur verið nóg að gera á þessum vettvangi? „Já það má segja það og fyrir- tækið stækkaði í nokkuð stórum þrepum. Árið 1974 voru keyptar stórar og afkastamiklar vélar til framleiðslunnar og síðan hefur verið bætt við jafnt og þétt og fjárfestingar hafa að mestu leyti verið með lánsfé.“ Erfíðleikar árið 1978 - Hvenær var mesti uppgangs- tíminn og flestir starfandi hjá fyrirtækinu? „Það voru flestir starfandi hér 1978, en þá kom líka upp svona tregðutímabil og þá var ákveðið að segja upp öllum starfsmönn- um. Á þeim tíma höfðu menn mjög mislangan uppsagnarfrest og línur voru ekki eins skýrar og þær eru í dag þannig að þegar helmingur starfsmanna var farinn frá fyrirtækinu þá voru næg verk- efni fyrir þá sem eftir voru. Starfsmenn við framleiðslu voru 28 þegar þeir voru flestir en hafa nú á seinni tímum verið 18. Starfs- mönnum fækkaði 1978 úr 28 í 14 en aukin afköst með vélakaupum og alls kyns hjálpartækjum leiddu til þess að þessir 14 náðu fljótt sömu afköstum og 28 menn áður. Afkastageta okkar í dag er einnig miklu meiri en hún hefur áður verið. Það er vert í þessu sambandi að gera sér grein fyrir því að vinnudagar í árinu eru ekki nema 230 og á þessum 230 dögum eru unnir 8 tímar á dag. Ef þetta er t.d. borið saman við rekstur fiski- skipa þá er þetta mjög skammur starfstími á hverju ári og það er hlutur sem þarf virkilega að breytast þegar svona starfsemi breytist úr handverksiðnaði sem byggir fyrst og fremst á faglærðu vinnuafli í það að verða verk- smiðjuframleiðsla þar sem miklar fjárfestingar eru á bak við og enginn greinarmunur er gerður á því hvort um dagvinnu, nætur- eða helgidagavinnu er að ræða. Það sem skiptir máli er að það sé sem mest velta í gegn um þessa föstu fjármuni." - Mestu annaárin voru á síð- asta áratug, en hvenær fór að halla undan fæti? „Þetta hefur verið barátta um að halda rekstrinum á núllpunkti, það er nú einu sinni þannig að það er sá rekstur sem hefur kom- ið best út á undanförnum árum. Það er mjög slæmt að reka fyrir- tæki með tapi og það er líka hægt að sýna fram á að það sé slæmt að reka þau með miklum gróða. Annars er þetta flókið mál og þyrfti hugsanlega margar blað- síður til að skýra það. Það má segja að mörg árin hafi verið viðunandi rekstur. Það sem veldur vandanum eins og hann er í dag er fyrst og fremst verðbólg- an og afleiðingar hennar, sem gera það að verkum að við getum ekki starfað lengur. Hver hús- byggjandi þekkir afleiðingar verðbólgunnar, greiðslu afborg- ana og vaxta af lánum sem þarf að taka daglega. Þann hátt verð- bólgunnar þarf að lagfæra, en síðan fengum við afleiðingar þess þegar dregið er mjög snöggt saman, þá kom fram söluminnk- un sem gerði það að verkum að við gátum ekki haldið uppi þeirri veltu sem við þurfum á að halda. Reyndar var veltuminnkunin komin fram fyrr, þannig að fólk treysti sér ekki til að taka lán til að halda áfram sínum íbúðar- byggingum og þetta þýddi auðvit- að það að þeir voru færri sem voru tilbúnir til þess að fjárfesta í okkar framleiðsluvörum. Mest smáar sölur Það má segja að það sem við höfum afgreitt mest undanfarið hafi verið smáar sölur. Þetta hef- ur einnig sést greinilega á því hvernig innréttingar fólk hefur valið sér. Fyrir einu og hálfu ári voru hlutfallslega miklu fleiri sem keyptu dýrt. Fólk kaupir nú mun ódýrara, ég vona að það fái í sjálfu sér jafn vandaða vöru en þetta snýr meira að því hvort fólk vill leggja í það að fá fallegri vöru og íburðarmeiri." - Hefur mikill samdráttur í byggingariðnaði á Akureyri haft mikið að segja fyrir Haga? „Nei hann hefur ekki verið af- gerandi hvað okkur snertir. Okk- ar markaðssvæði er allt landið. Þetta hefur einungis breytt því fyrir okkur að áður fyrr seldum við um 20% af okkar framleiðslu á Akureyri og um 80% utan Ak- ureyrar, en að undanförnu hefur sglan á Akureyri verið um eða innan við 10% og hitt utan bæjar- ins.“ - En hvað með samkeppnina við innflutninginn? „Innflutningurinn hefur ekki haft nein úrslitaáhrif. Vegna þess hvernig við höfum staðið að okk- ar málum hefur hann ekki orðið meiri en raun ber vitni. Nú má hins vegar segja að innfhitningur- inn renni í það skarð sem við skiljum eftir okkur, þannig að á þann hátt er það skaði. Hitt er annað að við ættum að breyta okkar hugsunarhætti gagnvart innflutningi, hann er ekki af því slæma heldur eðlilegt og sjálfsagt aðhald á þessum markaði. Við þurfum hins vegar einfaldlega að snúa þessu við og selja útlending- um okkar vöru, það getum við gert. Til þess þarf hugsunarháttur fólksins og þeirra sem fjalla um okkar peningamál að breytast gjörsamlega. Fullunnið í vélum Almenningur þarf að gera sér grein fyrir því að það sem við köllum iðnað skiptist ekki bara í stóriðnað og handverksiðnað. Fólk hugsar þannig að það sem við erum að gera sé handverksiðn- aður sem sé unninn af faglærðum iðnaðarmönnum í einhverjum vélum og síðan í hefilbekk með þeim gömlu áhöldum sem fólk þekkir frá gamalli tíð. Það má heita að það sem við erum að gera sé fullunnið í vélum og slík framleiðsla er samkeppnisfær við innflutning og einnig á erlendum mörkuðum. Þarna þarf að gera verulegt átak. Við þurfum að mennta fólk sem kann að selja íslenskar iðn- aðarvörur á erlendum mörkuð- um. Á hinum endanum ef svo má segja, þarf að mennta fólk sem kann að hanna vöru sem kaupendur finnast að, ekki eitt- hvað sem aðeins ókkur sjálfum finnst fallegt og jafnvel engum öðrum í heiminum. Hönnun er flókið mál. Hluturinn þarf að vera nægilega sterkur og þjóna því hlutverki sem hann á að gegna, það þarf að hanna hlutinn miðað við þau framleiðslutæki sem framleiða á hlutinn í, það þarf að hanna hann miðað við það hvað kostar að flytja hann til neytandans og ekki má gleyma því að hann þarf að vera aðlað- andi sem söluvara. Það að búa hlutinn til og hin faglega þekk- ing sem þar kemur til er sá hlut- inn þar sem við stöndum best að vígi í framleiðsluröðinni, en það veldur okkur vanda hvað báðir endarnir eru losaralegir. Haukur Árnason á skrifstofu sinni. Fjármagn þarf að vera fyrir hendi Við þurfum að gera okkur grein fyrir þessu og einnig því að til þess að þetta gangi allt saman upp þá þarf fjármagnið að vera fyrir hendi. Okkur hættir alltaf til að líta á þetta þannig að ísland sé eitt í heiminum en það er rangt. Við búum í heiminum og það reyndar í honum miðjum. Það er styttra til íslands frá Nor- egi en frá nyrsta odda Noregs til hins syðsta. Það er stutt til Evrópu og það er stutt til Banda- ríkjanna. Að við séum að girða okkur af með viðskiptahöftúm og öðru vegna þess að við séum út úr er alrangt. Við getum farið að morgni til Evrópu og verið komnir heim að kvöldi aftur. Það eru engar húsgagna- eða innréttingaverksmiðjur sem hafa plötuverksmiðju við hliðina á sér, þær flytja sínar hráefnisvörur langar leiðir að. Það er t.d. ekk- ert óalgengt að verksmiðja í Nor- egi sem notar mikið plötur kaupi þær frá Svíþjóð á sama tíma og norsk plötuverksmiðja selur plöt- ur til Svíþjóðar. Mönnum finnst að það hljóti að vera einfaldasta mál í heimi að taka vöruna þar sem styst er að flytja hana en það er ekki. Við höfum náð viðskipt- um í Svíþjóð um efniskaup sem hafa verið það hagstæð að við hefðum í stað þess að no'ta efnið sjálfir getað flutt það út héðan til Danmerkur og selt það þar með hagnaði. Danir fá þessa vöru ekki flutta yfir sundið frá Svíþjóð á því verði sem við fáum hana hingað. Það geta verið margar ástæður fyrir þessu en það fer eftir því hvernig viðskiptasam- bönd nást.“ - Hver hefur verið hlutdeild Haga hf. í innanlandsmarkaði á undanförnum árum? „Okkar hlutdeild hefur verið á bilinu 13-20%. Þetta þætti lágt hlutfall víða annars staðar en á íslandi. Það er t.d. talið mögu- legt í Noregi að einn framleið- andi í eldhúsinnréttingum gæti náð um 30% af markaðnum. Okkar markaður er lítill og hann krefst ákveðinnar fjölbreytni. Ég held því að 20% markið hér heima sé erfitt að komast yfir og til þess að ná stærri markaðshlut- deild þarf að eyða það miklu fé í söluaðgerðir eða vera með það fjölbreytt vöruúrval að það skilar sér hreinlega ekki sem hag- kvæmni.“ Getum ekki beðið - Telur þú fullreynt í bili hvað varðar útflutning á ykkar fram- leiðsluvörum? „Nei, nei, við höfum nærri því ekkert reynt og það eru mögu- leikar. Við sjáum fyrirtæki í Reykjavík eins og Víði, sem er í húsgagnaframleiðslu að vísu sem > hefur náð árangri. Möguleikar okkar á því sviði eru gífurlegir, og miklu meiri en menn gera sér grein fyrir. Við getum bara því miður ekki beðið. Við gerðum frumathugun á þessu fyrir um tveimur árum og þær sýndu að við ráðum ekki við þetta einir. Það má segja að þær stofnanir sem eru hér á landi og eiga að taka þátt í þessari starfsemi hafa úr það litlu að spila að þær verða að dreifa sínu fé allt of mikið þannig að það nýtist mjög illa. Það er í raun betra að fá ekki neitt og vita jafnframt að því fé sem til ráðstöfunar er, sé varið á skynsamlegan hátt fyrir annan aðila. Það kemur ekkert út úr þessu eins og er miðað við það sem gæti gerst ef fénu væri veitt á færri ákveðna staði.“ - í byrjun þessa viðtals skýrði Haukur meginástæður þess að ákveðið hefur verið að hætta rekstri Haga hf. Við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið í inngangi viðtalsins hér að framan. „Þótt við höfum tekið þessa ákvörðun er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að reka svona fyrirtæki. Það væri hægt ef aðilar fyndust sem vildu fjármagna rekstrarstöðuna eins og hún er, fjármagna væntanlegt tap á næstu mánuðum, gera sér grein fyrir stöðunni og leggja fé í útflutn- ingsathuganir. Eg álít að eftir eitt ár væri hægt að sjá hverjir ntögu- leikarnir væru, eftir tvö ár gætu möguleikarnir verið orðnir þann- ig að það væri hægt að fara að senda eitthvað frá sér og eftir 3-4 ár ætti það að liggja fyrir endan- lega hvort þetta sé mögulegt til frambúðar eða ekki. Þetta tekur svona langan tíma og það verður að vera aðgangur að því fjár- magni sem þarf til þess að gera þessar athuganir." Ekki endalokin - Er það ekki erfið ákvörðun að hætta rekstri fyrirtækis eins og Haga, sem búið er að byggja upp í það stórfyrirtæki sem það hefur verið? „Það fylgja því mikil átök að taka slíka ávörðun en eftir að hún hefur verið tekin eru erfið verkefni framundan. Það að vera búinn að eyða allri sinni starfsævi í svona fyrirtæki skilur auðvitað eitthvað eftir í manní. En þetta eru ekki endalokin. Ef við setjum þetta upp sem knattspyrnumót þá má segja að það sé bara þessi eini leikur sem sé búinn.“ Troðfullt hús af jólavörum og jólagjöfum Jólatilboð á jakkafötum í ” Fyrir jólin í Vefnaðarvörudeild Jólagjafir í LeikfangadeUdjX Getum boðið hin glæsilegu Sir jakkaföt með greiðsluskilmálum. Helmingur út og afgangur lánaður í 1 mánuð Tilboðið stendur til áramóta. Herradeild. Nýtt baðmottusett ' ' jólin? Nýjar sendingar af peysum frá Iðunni st. no. 2-12, ný munstur. Náttkjólar frá Iris, fallegir, vandaðir, einnig ódýr sloppasett. Góðar jólagjafir. Barnanáttföt og kjólar frá Iris. Náttsloppar, nýjar sendingar. Jóladúkar í metratali, verð frá kr. 142,- Gazella kápur, alltaf eitthvað nýtt. Tvær nýjar tegundir koma í vikunni. Einnig kvenjakkar. Frá Sambandinu: Mokkafatnaður, kápur, jakkar, húfur, lúffur. Eigum glæsilegt úrval kjóla, buxnapils, pils, og blússur. Nú fer enginn í jólaköttinn . . . Frábært jólatilboð í Hljómdeild y\ Jólaskór 7 Z í Skódeild A Eigum mikið af fallegum og vönduðum baðmottusettum. Munið hið frábæra gólfteppaúrval. Greiðsluskilmálar. Teppadeild. [ Skódeildinni fæst eitt mesta úrval af skóm á Norðurlandi. Það er sama hvort aldurinn er 2ja daga eða 102ja ára. Við eigum skóna sem henta. Skódeild. Fisher Price þroskaleikföng. Níðsterk og vönduð leikföng sem börnin kunna vel að meta. Barbie dúkkur, Barbieföt, Barbiehús, rúm, sundlaug, bílar, hestar og fjöldi annarra hluta. Barbie, óskadraumur stelpnanna. Skautar, hvítir og svartir. Gönguskíði, allar lengdir, sænsk gæðavara. Jólatré, 3 tegundir. Jólaseríur, jólakúlur og loftskraut. FISHER hljómtækjasamstæða á aðeins kr. 26.198,- Hátalarar og skápur fylgja. Athugið þessar upplýsingar:Magnari: 70 wött. Segulband normal, chrome og metal. Spólur einnig í dolby. Útvarp: FM, mið- og langbylgjur. Hátalarar: 3 hátalarar í hvoru boxi, 75 wött. yrtivörur í gjafa pakkningum Sígildar og góðar jólagjafir handa konum. Vel snyrt kona er augnayndi. Snyrtivörudeild. ■=— Jólagjafir í Járn- og glervörudeild Bing & Gröndal ásamt fjölda annarra vandaðra skrautmuna. Gefurðu heimilinu jólagjöf? Ódýr rafmagnsheimilistæki frá AEG og NOVA. Brauðristar kr. 1.140,- Djúpsteikipottar kr. 2.700,- Krulluburstar frá kr. 940,- Handþeytarar frá kr. 1.295,- Kaffivélar frá kr. 1.980,- Straujárn frá kr. 762,- Hraðsuðukatlar kr. 2.310,- o.m.fl. góðra heimilistækja HAFNARSTR. 91—95 AKUREYRI SlMI (99)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.