Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 14. desember 1983 Hestamenn - Broncoáhugamenn Hefi til sölu hesthúsgrunn aö Faxaskjóli 4 Lög- mannshlíðarhverfi. 7 básar, búið að steypa í rásir. Einnig Ford Bronco árgerð ’74 nýyfirfarinn í góðu standi. Glerá sf. sími 22372. AKUREYRARBÆR Útboð Verkmenntaskóiinn á Akureyri Tilboð óskast í innréttingar 2. áfanga Verk- menntaskólans á Akureyri. Verktaki tekur við húsinu fullfrágengnu að utan. í útboðsverkin er innifalið: 1. Einangrun þaks. 2. Frágangur gólfa. 3. Allir léttir inniveggir (tréverk, múrverk og málningarvinna). 4. Uppsetning og frágangur hita-, neyslu- og loftræstilagna. 5. Lagningu rafmagns. Verkinu skal lokið 1. ágúst 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bygging- arnefndar Verkmenntaskólans á Akureyri Kaup- angi v/Mýraveg frá 16. des. nk. kl. 14.00 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þann 10. jan. '84 kl. 16.00. Byggingarnefnd Verkmenntaskólans. Veggmynd af Akureyrarkirkju Oft hefur fólk sýnt því áhuga að eiga mynd af Akureyrarkirkju, sem tengd er hjartfólgnum endurminningum svo margra. Sóknarnefnd kirkjunnar hefur nú látið gera mynd af kirkjunni á málmplötu. Hún er í ramma með vínrauðum eða drapplitum bak- grunni. Myndin er seld í Járn- og glervörudeild Vöruhúss KEA, hjá for- manni sóknarnefndar, Gunnlaugi P. Kristinssyni, Hamarstíg 12 og sóknarprestunum, sr. Birgi Snæbjörnssyni, Espilundi 3 og sr. Þórhalli Höskuldssyni, Hamarstíg 24. Myndin er framleidd í Þýskalandi, en þetta fyrsta upplag er tak- markað. Hún þykir hinn eigulegasti gripur og hentar vel til gjafa. Verð myndarinnar er kr. 800,00 og rennur allur ágóðinn af sölunni til kirkjunnar. Könnun Dags á söluhæstu jólabókunum: „Skrifað í skýin“ í efsta sætinu 1. Skrifað í skýin (II) 2. Skæruliðarnir 3. Landið þitt Þorsteinn Jósefss 4. Aldnir hafa orðið 5. Ólafsbók 6. Jakobsglíma 7. Jói Konn 8. Með einhverjum öðrum 9. Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna 10. Furður og fyrirbæri 11. Björtu hliðarnar 12. Fólk sem ekki má gleymast 13. Jólalög Óla Gauks 14. Kyrr kjör 15. Þrautgóðir á raunastund Jóhannes Snorrason Alister McLean og Steindór Steindórss. Erlingur Davíðsson Ýmsir höfundar Sigurður A. Magnússon Gísli Sigurgeirsson Theresa Charles Vilhjálmur Hjálmarss. Frlingur Davíðsson Gylfi Gröndal Jón frá Garðsvík Óli Gaukur Þórarinn Fldjárn Steinar J. Lúðvíksson „Bókin Skrifað í skýin selst mjög vel og er söluhæsta bókin hér,“ var ekki óalgengt svar sem Dagur fékk hjá bókaversl- unum á Norðurlandi í gær er við gerðum könnun á sölu- hæstu jólabókunum að þessu sinni. Við höfðum samband við 11 verslanir á Norðurlandi sem selja bækur og báðum kaupmenn að nefna okkur 10 hæstu bækur í sölu. Verslanirnar sem við höfðum samband við voru: Kaupfélag V.- Húnvetninga Hvammstanga, Kaupfélag A.-Húnvetninga Blönduósi, Kaupfélag Skagfirð- inga Varmahlíð, Bókabúð Brynj- ars Sauðárkróki, Aðalbúðin Siglufirði, Kaupfélag Eyfirðinga Ólafsfirði, Verslunin Sogn Dalvík, Bókabúð Jónasar Akur- eyri, Bókabúðin Edda Akureyri, Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar Húsavík og Bókaverslunin Urð á Raufarhöfn. Niðurstaðan um söluhæstu jólabækurnar fram til þessa fer hér á eftir: Bókin „Skrifað í skýin“ eftir Jóhannes Snorrason fyrrverandi flugstjóra var á fjórum stöðum í efsta sæti og kom langbest út úr þessari könnun. Þá virðist ekkert vinna á Alister McLean sem ávallt er með bók í einu af efstu sætunum á hverju ári. Annars var ekki mikið um erlendar bækur í þessari könnun okkar og aðeins „Skæruliðar" McLean og „Með einhverjum öðrum“ eftir Theresu Charles komust ofarlega á blað. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í Varmahlíð var „Börnin syngja“ í efsta sæti. „Landið þitt“ í efsta sætinu hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í Ólafsfirði, „Inga“ eftir Birgittu Halldórsdóttir hjá Kaupfélagi A.-Húnvetninga, „Skæruliðarn- ir“ eftir Alister McLean hjá Versluninni Urð á Raufarhöfn, „Aldnir hafa orðið“ í Bókaversl- un Þórarins Stefánssonar á Húsa- vík, „Björtu hliðarnar“ eftir Gylfa Gröndal hjá Kaupfélagi V.-Húnvetninga á Hvammstanga og „Landið þitt“ hjá Aðalbúðinni á Siglufirði. í hinum fjórum verslununum var Jóhannes Snorrason í efsta sætinu með „Skrifað í skýin“ sem virðist stefna í það að verða mest selda bókin á jólamarkaðnum á þessu ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.