Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 24

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 24
24 - DAGUR -16. desember 1983 Kímnisögur, Bragi V. Bergmann Þeir eru líklega óteljandi brand- ararnir sem sagðir hafa verið í gegnum tíðina. Þeir eru líka mjög misjafnir að gerð og gæðum. Til eru alls konar flokkar brandara. Má þar nefna fárán- ieikabrandara, sem voru mjög vinsælir til skamms tíma, hryll- ingsbrandara, sem eru alltaf í mikiu uppáhaldi hjá sumum, svekkelsisbrandara, sem veita fáum ánægju nema þeim sem seg- ir þá, hreyfibrandara, en þá er einungis hægt að segja augliti til auglitis við áhorfendur þar sem „húmorinn" er fólginn í látbragði sögumanns og loks eru svo þessir venjulegu brandarar sem auðvit- að skipa langstærsta flokkinn. Þeim má svo auðvitað skipta niður í ótal flokka eftir starfs- stéttum, búsetu o.fl. o.fl. en þar sem þetta átti aldrei að verða ein- hver allsherjar brandarasagn- fræði, ef svo má að orði komast, fer ég ekki nánar út í þá sálma. Hugmyndin var að birta nokkra brandara sem að mínu áliti eru betri en allur þorri þeirra sem maður heyrir dags daglega. Mér er ljóst að smekkur manna er misjafn og vel getur verið að þér, iesandi góður, stökkvi ekki einu sinni bros við lesturinn. Þú tekur þó vonandi viljann fyrir verkið. Fyrstir koma fallhlífabrandar- arnir. Þeir eru þrír og sóma sér best hver á eftir öðrum. V Frumraunin Það gerðist í seinni heimsstyrj- öldinni. Þegar Bretar sáu fram á að þeir færu halloka fyrir Þjóð- verjum var ákveðið að reyna nú að rétta úr kútnum. Sókn er jú alltaf besta vörnin. Auglýst var eftir sjálfboðaliðum í herinn. Alls lags menn, sem ekki voru á herskyldualdri, gáfu sig fram, allt frá ungum drengjum til farlama gamalmenna. Mönnum var skipt niður í flokka og af handahófi ákveðið í hvaða deild hver skyldi fara. 30 manna flo'kkur öldunga var sendur á flugvöllinn. Þar var þeim vísað upp í flugvél og síðan var lagt í loftið. „Jæja,“ sagði lið- þjálfinn þegar á loft var komið. „Þið eruð nú meðlimir nýjustu fallhlífaherdeildarinnar." Síðan útdeildi hann fallhlífum og leið- beindi um hvernig þær skyldu spenntar á. Þegar flugferðin hafði staðið yfir í drjúgan tíma hóf liðþjálfinn að gefa lokafyrirmælin: „Strákar, þið farið í einfalda röð. Þegar ég gef merki þá stökkvið þið út með u.þ.b. 10 sekúndna millibili. Þið iátið ykkur svo hrapa góða stund en togið þá í spottann sem lafir niður úr beltinu. Þá opnast fall- hlífin og þið svífið rólega til jarðar. Ef svo ólíklega vill til að failhlífin opnast ekki, þá togið þið í spottann sem lafir niður eftir vinstra lærinu. Þá opnast varafallhlífin og þið svífið rólega til jarðar. Þar bíður ykkar trukk- ur sem mun flytja ykkur í fremstu víglínu þar sem þið eigið að berj- ast fyrir föðurlandið. Skilið?!!“ Allir samþykktu. Svo kom merk- ið og mennirnir stukku út, hver á fætur öðrum. Sá síðasti sem stökk út Iét sig falla góða stund en togaði svo í spottann sem lafði niður úr beltinu. Ekkert gerðist. Hann reyndi aftur og enn á ný en allt kom fyrir ekki. f örvæntingu reif hann í spottann sem lafði niður eftir vinstra lærinu. Spott- inn slitnaði en ekki opnaðist fall- hlífin. Þegar aumingja maðurinn hrapaði framhjá einum félaga sínum heyrðist hann tauta: „Þetta er nú meiri vitleysan, ætli þetta með trukkinn sé ekki lygi líka!“ Æfíngin Sama herdeild var komin heim til Bretlands á ný. Enn voru menn- irnir komnir upp í flugvél, nú á leiðinni í æfingastökk. Liðþjálf- inn var að gefa þeim síðustu fyrirmæli: „Strákar! Þið farið í einfalda röð. Þegar ég gef merki þá stökkvið þið út með u.þ.b. 10 sekúndna millibili. Þið látið ykk- ur svo hrapa góða stund en togið þá í spottann sem lafir niður úr beltinu. Þá opnast fallhlífin og þið svífið rólega til jarðar. Ef svo ólíklega vill til að fallhlífin opn- ast ekki, þá togið þið í spottann sem lafir niður eftir vinstra lær- inu. Þá opnast varafallhlífin og þið svífið rólega til jarðar. Skilið?!!“ Allir samþykktu. Svo kom merkið og mennirnir stukku út, hver á fætur öðrum. Sá síðasti sem stökk út lét sig falla góða stund en togaði svo í spottann sem lafði niður úr beltinu. Ekk- ert gerðist. Hann reyndi aftur og enn á ný en allt kom fyrir ekki. I örvæntingu reif hann í spottann sem lafði niður eftir vinstra lær- inu. Spottinn slitnaði en ekki opnaðist fallhlífin. Þegar maður- inn hrapaði framhjá einum félaga sina heyrðist hann tauta: „Úff, það er eins gott að þetta er bara æfing!“ * Trúin flytur fjöll Enn var herdeildin að búa sig undir að stökkva út úr flugvél, nú á ný yfir víglínu óvinanna. Liðþjálfinn var eins og fyrr að gefa síðustu fyrirmæiin: „Strákar, þið farið í einfalda röð. Þegar ég gef merki þá stökkvið þið út með u.þ.b. 10 sekúndna miliibili. Þið látið ykkur svo hrapa góða stund en togið þá í spottann sem lafir niður úr belt- inu. Þá opnast fallhlífin og þið svífið rólega til jarðar. Ef svo ólíklega vill til að fallhlífin opn- ast ekki, þá togið þið í spottann sem lafir niður eftir vinstra lær- inu. Þá opnast varafallhlífin og þið svífið rólega til jarðar. Skilið?!!“ Allir samþykktu. En eftir nokkra þögn rétti einn mannanna upp hönd og sagði hikandi: „Liðþjálfi, nú hafa tveir ágætir félagar okkar látið lífið vegna þess að hvorug fallhlífin hefur opnast. Hvað eigum við að gera í slíku tilfelli??" „Ja, þetta er erfið spurning„“ svaraði lið- þjálfinn hugsandi á svip. „Jú, þið verðið þá bara að treysta á trúna. Trúin flytur fjöll eins og þið vitið. Ef hvorug fallhlífin opnast, skul- uð þið blaka handleggjunum eins hratt og þið getið, eins og væru þeir vængir, og segja: Ó, Gabrí- el, ó, Gabríel! Þá hangið þið uppi á trúnni einni saman! Mönnum fannst þetta frekar einkennilegt ráð. En hvað um það. Nokkru seinna stukku þeir út, með reglu- legu millibili. Liðþjálfinn lokaði dyrunum á eftir þeim síðasta og síðan sveimaði flugvélin yfir svæðinu til þess að fylgjast með því hvernig stökkvurunum reiddi af. Skyndilega var bankað ofsa- lega á flugvélarhurðina. Liðþjálf- inn bókstaflega stirðnaði upp af undrun og skelfingu. Svo stóð hann upp, gekk fram að dyrum og opnaði. Og hvað heldur þú? Jú, þar var einn stökkvarinn kominn. Hann blakaði höndun- um í gríð og erg og spurði móður og másandi: „Hvað hét hann aftur þessi náungi?“ Skopast með þjóðerni húsmæður alltaf þreyttar? - Hefur þú einhvern tíma reynt að nota ryksuguna á töfrateppi? Eplakaka - eftir að írönsk þjónustustúlka hafði fengið sér sneið. Fyrsta pólska rólan áður en þrír frægir verkfræðingar reyndu hana. um betur. Margir fáránleikabrandararnir eru nokkuð skondnir. Ein gerð þeirra eru svokallaðir spurninga- brandarar. Spurningar og svör - Hvað sagði Tarsan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina? - Þarna koma fílarnir yfir hæðina. - En hvað sagði Tarsan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina með sólgleraugu? - Þarna koma vínberin. (Hann þekkti þá ekki.) - Hvernig geturðu séð að það hafi verið fíll í ísskápnum þínum? - Á fótsporunum í smjörinu. - Hvað er það sem er gult á dag- inn en grænt á nóttunni? - Banani, sem vinnur sem agúrka í næturvinnu. - Hvað er það síðasta sem Tars- an sagði áður en hann dó? - Hver setti smjör á kaðaliiii- iinnnnnnnnnnnnnnnn?? Ég held að nóg sé komið af spurningum í bili. En við skulum halda okkur við fáránleikann enn um sinn. & . Raunir ökumanns Einu sinni var maður nokkur að keyra uppi í sveit. Allt i einu drap bíllinn á sér og það var sama hvað maðurinn reyndi, ekki vildi druslan í gang. Maðurinn snaraði sér út, lyfti vélarlokinu og tók að stumra yfir mótornum. „Það er blöndungurinn,“ var sagt fyrir aftan hann, dimmri röddu. Maðurinn leit upp, örlítið undr- andi. Það var enginn maður sjá- anlegur í nágrenninu, en skammt undan stóð jarpur hestur. „Þetta er einkennilegt,“ tautaði maður- inn um leið og hann grúfði sig að nýju ofan í vélarhúsið. „Ég er að segja þér að það er blöndungur- inn,“ var sagt á ný, litlu hærra en áður. Maðurinn leit upp, örlítið skelkaður. Enginn var sjáanlegur nema hesturinn. „Ég hlýt að vara að missa vitið, þetta getur ekki staðist," umlaði aumingja maðurinn. „Það er best ég verði snöggur að líta upp næst.“ Hann sneri sér enn að bíldruslunni. „Þetta er örugglega blöndungur- inn.“ Maðurinn, sem búinn var að snúa sér við, sá sér til skelfing- ar að það var hesturinn sem tal- aði! Maðurinn tók til fótanna og stefndi að næsta bóndabæ sem var þar skammt frá. Þegar hann kom móður og másandi í hlað stóð bóndinn þar og beið hans. Maðurinn sagði sínar farir ekki sléttar. Þvílíkt og annað eins, tal- andi hestur! „Var hesturinn jarpur?" spurði bóndi. „Já, hann var jarpur.“ „Blessaður taktu ekki mark á honum, hann hefur ekkert vit á bílum.“ & Við segjum skilið við fáránleik- ann með sögu úr náttúrunni. Auðhumla Tveir menn sátu saman úti í skógi. Allt í einu kom belja fljúg- andi í áttina til þeirra en breytti svo um stefnu og hvarf inn í skógarþykknið. „Vá, sástu þetta?“ sagði annar og kleip sig vantrúaður í hand- legginn. „Já,“ svaraði hinn fá- lega. „Og finnst þér ekkert ein- kennilegt við það að sjá fljúgandi belju??“ spurði sá fyrri undrandi. „Nei, nei, hún hlýtur að eiga hreiður hérna einhvers staðar.“ Dæmigerð rússnesk við- hafnarútför á hernaðarvísu. Dæmigerð rússnesk viðhafn- armóttaka. Skopast með þjóðemi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.