Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. desember 1983 Sigurjón Halldórsson: Hef ekki tölu á því - sé um fjár- málin. Birgir Einarsson: Já, dálítið margar. Jakob Bjömsson: Maður neyðist til þess - það er slatti. Ætlarðu að gefa mikið af jólagjöfum? Karl Davíðsson: Svipað og verið hefur, það eru helstu skyldmenni og vinir sem maður færir gjafir. „Hér lifum við fyrir líð- andi stund“ — Rætt við Óla Halldórsson bónda á Gunnarsstöðum - Við kvíðum engu hér á norð-austurhorninu, hvorkl því sem nú er eða því sem koma skal. Við erum þannig sinnaðir hér að við lifum fyrir líðandi stund og látum okkur líða vel. Menn eru almennt þeirrar skoðunar að stundin sem er að líða sé stundin sem við eigum og ráðum. Það getur svo sem vel verið að þeir sprengi þetta allt á meðan ég er að tala við þig, sprengi allt í loft upp en það getur líka dreg- ist í tvö þúsund ár eða tíu þús- und ár. Það veit enginn. Þetta sagði Óli Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum í Þistil- firði er Dagur ræddi við hann fyrir helgina. - Hér er alit tíðindalítið og þá er ekkert að, sagði Óii í upphafi samtalsins, en bætti svo við: - En það gerist sosum ýmislegt. - Ef við byrjum á tíðarfarinu þá má segja að það hafi ekki ver- ið slæmt í haust en þó hefur verið ákaflega haglítið og það hefur gert svona bleytustorkur og ein- mitt í dag er svona storka. Það er krapalag á allri jörð. Það gerði náttúrlega þarna í nóvember þeg- ar raflínan slitnaði, þá gerði mjög vont veður og mikla storku og svell og menn eru hræddir um túnin. Það er búið að vera svellað í tvo mánuði, meira og minna. Nú þetta kemur sér ekki vel eftir heyskaparlítið sumar. Tún voru kalin í vor en við erum ýmsu van- ir og kvörtum ekki frekar en aðrir. - Hvað með framkvæmdir í sveitinni? - Það hefur verið ofurlítið um byggingaframkvæmdir. íbúðar- hús var byggt í sumar, gert fok- helt og sömuleiðis barnaskólinn á Svalbarði. Eitthvað var meira um byggingaframkvæmdir. Jú, það voru byggð tvö veiðihús, annað við Hölkná og hitt við Hafralónsá og eina íbúð er verið að byggja við gamalt hús og hún er að verða alllangt komin. Nú og svo var skurðgrafa hér í sumar og gróf bara töluvert, þannig að menn eru ekkert dauðir úr öllum æðum hér. - Hvað er að frétta af land- búnaði? - Það hefur auðvitað orðið' mikill samdráttur í sauðfjárrækt- inni en hér eru einnig þrjú kúa- bú sem sjá svæðinu Þórshöfn og nágrenni fyrir mjólk. - Einhverjar nýjar búgreinar? - Það sóttu menn um að setja á stofn refabú hér en fengu ekki. Stóð náttúrlega á fóðurblöndun- arstöð. - Hvað segir þú mér af mann- lífinu? - Mannlífinu? Það er nú gott mannlíf hér. Það finnst okkur sjálfum a.m.k. Þetta er það mannlíf sem við viljum lifa og ég sagði það nú fyrir mörgum árum við Steingrím vin minn Her- mannsson, hann kom hér og hélt fund og talaði þá m.a. um að það þyrfti að taka upp nýtt lífsgæða- mat. Ég var fundarstjóri og þegar ég sleit fundinum þá sagði ég við hann að það nýja lífsgæðamat sem hann væri að tala um væri það lífsgæðamat sem við hefðum. Því að því aðeins værum við hérna á norð-austurhorninu að við mætum meira hreint loft, fagurt útsýni, fuglakvak, lambsjarm og lindarhjal en beinharða peninga. Við værum annars færir ef út í það hefði verið farið, að taka að okkur hvaða hlutverk sem er í þjóðfélaginu. - Hafið þið mikið af skemmt- unum fyrir jólin? - Já, já. Tónlistarskólinn hélt hér söngskemmtun á laugardag- inn var og í kvöld ætlar kirkjukór Sauðanesskirkju að halda kon- sert á Þórshöfn. Síðan verða barna- og jólatrésskemmtanir og kvenfélögin eru einnig mjög virk. - Leikrit? - Það eru nú ein tvö leikfélög hér á svæðinu en þau hafa að ég held ekkert hreyft sig í vetur. - Hvernig hefur rjúpnaskytt- um gengið þarna í kringum þig? - Það hefur verið ákaflega lít- ið um rjúpu hér í vetur. Annars er ég lítill veiðimaður og ég sagði það líka oft við forvera ykkar þarna á Degi, Erling Davíðsson, ritstjóra sefn er mikill laxveiði- maður, að laxveiði væri svona sambærileg við það að ég settist upp á hest og riði á eftir lambi þar til það yrði uppgefið, rotaði það svo með steini, ef mig lang- áði í lambakjöt. Þetta væri sam- bærilegt við það sem þeir gerðu. Við Erlingur vorum ekki sam- mála á þessu sviði þó við séum góðir vinir og oft sammála. - Hvað hefur fólk í jólamatinn þarna í- sveitinni? - Maður er auðvitað ekki mjög kunnugur því á heimilum því það eru allir heima hjá sér um jólin en ég býst við því að rjúpur og hangikjöt og svo auðvitað lambakjötið, sé það sem flestir hafa. - Allir búnir að steikjá laufa- brauðið? - Það er svona verið að því. Það er mjög almennt hér. Flest öll heimili hafa laufabrauð, en aðrir gamlir siðir eru því miður á undanhaldi. Magálar held ég t.d. að séu orðnir mjög sjaldséðir og þessi gamla matarverkun. Því er verr því við týnum niður hluta úr þjóðmenningunni ef við týnum þessum gömlu verkunaraðferð- um. Þessum gömlu geymsluað- ferðum. Þetta var allt sérverkun og það má segja að hver bær hafi haft sinn keim, sitt bragð, sagði Óli Halldórsson. Réttum hjálparhönd Nú fyrir jólin eins og jafnan áður gengst Hjálparstofnun kirkjunn- ar fyrir landssöfnun til hjálpar hungruðum og þjáðum. Sendir hafa verið söfnunarbaukar ásamt gíróseðli og fréttabréfi inn á hvert heimili landsmanna. Bankar, sparisjóðir og póstaf- greiðslur auk sóknarpresta og skrifstofu Hjálparstofnunarinnar veita innihaldi söfnunarbauka og öðrum framiögum viðtöku. Hjálparstofnunin hefur mörg verkefni á dagskrá um þessar mundir. Stofnunin vill vekja sér- staka athygli fólks á hinni hrika- legu neyð sem ríkir víða í Afríku af völdum langvarandi þurrka. Þar er mikil þörf á virkri neyðar- hjálp. Fólk þjáist úr hungri og næringarskorti á þurrkasvæðun- um. Hjálparstofnunin hefur hafið framleiðslu og sendingar á fisk- töflum úr malaðri skreið til þurrkasvæðanna í Eþíópíu. Von- ast er eftir að sendingar geti einn- ig orðið til fleiri landa. Miklu skiptir að landssöfnunin nú um jólin gangi vel og ræður hún miklu um framhald aðstoðarinn- ar. Þá starfar Hjálparstofnunin einnig að verkefnum á sviði lang- tímahjálpar. í S.-Súdan starfa tveir Islendingar að þróunarverk- efni undir kjörorðinu „Hjálpum þeim til sjálfsbjargar“. Hjálpar- stofnunin leggur áherslu á að koma á framfæri íslenskri sér- þekkingu til aðstoðar á hjálpar- svæðum t.d. með að senda fslend- inga til starfa að þróunarverkefn- um við kennslu og ráðgjöf í fisk- veiðum, borun og leit að neyslu- vatni, en vatnsskortur er mikið vandamál víða í þróunarlöndum. Þá hefur Hjálparstofnunin hafið aðstoð við uppbyggingu fiskrækt- arstöðva á landamærum Kína og Hong Kong í samvinnu við Al- kirkjuráðið. Hjálparstofnunin hefur aðstoðað með matvæla- sendingum til Póllands og starfar einnig að innanlandshjálp. Það er orðinn fastur þáttur í jólaund- taka á móti jólum með því að lina irbúningi hjá mörgum að taka þjáningar hungraðra, líkna og þátt í hjálparstarfi kirkjunnar réttar hjálparþurfi hjálparhönd. með framlögum til starfsins. Hjálparstofnun kirkjunnar. Kirkjan vonar að við megum Þakkir fyrir almanak Bóndi framan úr sveit hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Kaupfélags Eyfirðinga fyrir þá virðingu sem þeir sýna loks sveitafólki á almanaki fé- lagsins. Þetta almanak er þokkalegasta plagg í ár eftir að hafa verið held- ur ómerkilegt en það sem mestu skiptir er að nú eru loks myndir í almanakinu af sveitafólki við störf sín. Við eigum nú einu sinni að heita hornsteinn þessa félags og því er það vel við hæfi að þess- ar myndir prýði almanakið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.