Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 9
19. desember 1983 - DAGUR - 9 "•V, Hann sendi Þrótti einn slíkan og Þór vann 2:1 sigur á Laugardalsvelli. Út- litið var hins vegar svart hjá hand- boltamönnum KA sem voru farnir að huga að keppninni í 1. deild í vetur. „Fimm leikmenn fara frá KA,“ sagði Dagur en síðar kom á daginn að 6 leikmenn yfirgáfu her- búðir KA. Ungu piltarnir hjá Golfklúbbi Akureyrar byrjuðu keppnistíma- bilið vel. Örn Ólafsson vann fyrsta drengjamót klúbbsins og lék á 65 höggum nettó. Ólafur Gylfason sigraði í „Stableford“ keppninni á 17. júní. „Það var blóðugt að ná ekki báðum stigunum," sagði Guð- mundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs eftir 2:2 jafntefli Þórs og KA. - Völsungar voru í miklum ham í 2. deildinni ög höfðu hreiðrað um sig í efsta sætinu er hér var komið sögu og KA var í 2. sæti. Völsungar urðu þó að láta í minni pokann fyrir KS í Bikar- keppni KSÍ á Húsavík en KS vann 3:2. Júlí: KS endurtók afrek sitt í deildar- leiknum við Völsung í byrjun júlí, vann 2:1 og KA fékk annað stigið eftir jafntefli við Einherja. Þór tap- aði í Kópavogi fyrir Völsungi 0:3 og Guðjón E. Jónsson sigraði í keppni öldunga hjá Golfklúbbi Akureyrar um Jóhannesarbikarinn. Gunnar Gíslason meiddist á æfingu hjá KA og átti svo sannarlega ekki af hon- um að ganga á þessu sumri. Nú voru kylfingar komnir á fulla ferð og vel það, enda fóru stærstu mót sumarsins í hönd. Héðinn Gunnarsson sigraði í SAAB-Toyota golfkeppninni hjá Golfklúbbi Akur- eyrar og Einar Pálmi Árnason með forgjöf. „Ég ætla að verja Akureyr- armeistaratitilinn um næstu helgi,“ sagði Héðinn eftir mótið. Ungur Eyfirðingur, Kristján Hreinsson, setti glæsilegt íslands- met í hástökki á móti í Noregi. Hann stökk 2,11 metra og bætti 19 ára gamalt íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar. Þetta kom algjörlega á óvart því Kristján var nýliði í há- stökkinu, en er svokallað undrabarn í íþróttinni. Magnús Birgisson varð Akureyr- armeistari í golfi og móðir hans Inga Magnúsdóttir sigraði í kvenna- flokki. Kristján Hjálmarsson varð Húsavíkurmeistari, Jón Halldórs- son Ólafsfjarðarmeistari og Harald- ur Friðriksson varð meistari á Sauð- árkróki. Þá barst um þetta leyti til- kynning um að „Jöggvansmótið" í golfi væri á döfinni. Nú var kominn hiti í deildar- keppnina í knattspyrnunni. „Leik- um til sigurs," sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs fyrir leik Þórs og ÍBÍ - „Eigum harma að hefna,“ sagði Guðjón Guðjónsson fyrirliði KA fyrir leikinn gegn KS. „Við seljum okkur dýrt, sagði hins vegar Runólf- ur Birgisson formaður knattspyrnu- deildar KS. Jónas Hallgrímsson leikmaður Völsungs lét þetta ekkert á sig fá og skoraði þrjú mörk er Völsungur sigraði Fram 4:3 í Reykjavík. „Hola í höggi tryggði sigurinn." - Þessa fyrirsögn gat að líta eftir að Jón Þór Gunnarsson hafði farið holu í höggi á Jaðarsvelli í keppni við Pál Pálsson. s Agúst: Jón Þór hélt uppteknum hætti og sigraði í Jaðarsmótinu hjá GA eftir harða keppni við Skúla Skúlason frá Húsavík. Þórsstúlkurnar í knattspyrnu stóðu á þröskuldi 1. deildar eftir 8:0 og 11:0 sigra gegn Haukum og á Sauðárkróki voru Tindastólsmenn kampakátir eftir að hafa komist upp í 2. deild knattspyrnunnar. Þórhall- ur Pálsson GA mætti hins vegar til leiks í Ólafsfirði og sigraði þar í opna KEA-mótinu í golfi, enda í „sigurpeysunni" frægu. Nú var farið að líða að lokum knattspyrnuvertíðar og línur fara að skýrast. Þór hafnaði mjög ofarlega í 1. deild, KA í 2. sæti í 2. deild og fluttist upp og Völsungur og KS héldu sætum sínum örugglega í deildinni. í 3. deild fór Tindastóll með sigur af hólmi sem fyrr sagði og Leiftur í Ólafsfirði vann 4. deildina og fór upp. Þá tryggðu Þórsstúlkur sér sæti í 1. deild kvenna næsta sumar og er ekki hægt að segja ann- að en að sumarið 1983 hafi verið gott knattspyrnusumar hjá norð- lensku knattspyrnufólki. Magnús Birgisson fór heim hlað- inn verðlaunum eftir Ingi- mundarmótið í golfi og tilkynnt var að faðir hans hefði verið ráðinn þjálfari KA í handknattleik. Héðinn Gunnarsson varð Norðurlandsmeistari í golfi, og móðir hans, Jónína Pálsdóttir sigr- aði í kvennaflokki. Unglinga- meistari varð Ólafur Gylfason svo Akureyringar hirtu alla meistara- titlana. September: Sundmeistaramót unglinga á Norðurlandi var háð á Siglufirði og mættu þar 180 unglingar til keppni. í stigakeppni félaganna sigraði Óð- inn frá Akureyri sem hlaut 283 stig en Siglfirðingar urðu í öðru sæti með sín 187 stig. „Ég held ég sé hættur núna,“ sagði Jóhann „Donni“ Jakobsson knatt- spymumaður úr KA í vertíðarlok. Hann er þó aldeilis ekki hættur. Var útnefndur „Knattspyrnumaður Ak- ureyrar 1983“ og flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann mun leika með Þrótti. Ekki var Kristján Hjálmarsson golfari frá Húsavík heldur hættur, hann sigraði í Volvo-mótinu á Húsavík en þar mætti 31 keppandi. Kári Elíson varð Norðurlanda- meistari í kraftlyftingum í Laugar- dalshöll, en þeir tvíburabræður Gylfi og Garðar Gíslasynir pökkuðu sínu dóti í töskur og fluttust til Sví- þjóðar þar sem þeir æfa og keppa. Sumir fara í golfmót fullvissir um að þeir muni sigra. Það gerði Þor- bergur Ólafsson GA í haust er „Gullsmiðabikarinn" var á dagskrá. „Mig dreymdi að ég myndi sigra og það stóðst. Hins vegar dreymdi mig einnig að ég færi holu í höggi en það kemur bara seinna," sagði Þorberg- ur eftir mótið. Knattspymuvertíðinni var lokið, og nú sátu forráðamenn KA og Þórs og reiknuðu út fjárhagstapið á sumrinu. „Þetta er nánast allt á Gottlieb Konráðsson skíðakappi frá Ólafsfirði vann til fjölmargra verðlauna í göngukeppni á hinum ýmsu mótum sl. vetur. Guðjón Guðjónsson KA var út- nefndur „Drullukóngur“ eftir „druUuIeikinn“ fræga sl. vor er KA og Þór áttust við á Sanavellinum. Hann hefur sennUega farið í bað eftir leikinn. bólakafi," sagði Gunnar Kárason þáverandi formaður knattspymu- deildar KA og Guðmundur Sigur- bjömsson formaður knattspyrnu- deildar Þórs sagði: „Það má segja að menn taki sveig þegar þeir mæta þessum betlurum á götu.“ „Þetta verður harður skóli fyrir ungu strákana í liðinu," sagði gamla kempan Þorleifur Ananíasson fyrir- liði handboltaliðs KA eftir ósigur gegn Þrótti í fyrsta leiknum í 1. deildinni. - Það mætti hins vegar halda að Kári Elíson kraftlyftinga- kappi og „tígrisköttur" væri í meta- skóla því hann setti íslandsmet í bekkpressu og nálgast það nú óðum að setja íslandsmet í því að setja ís- landsmet, en metin hans eru orðin um 150 talsins. Gunnar Gíslason skrifaði undir atvinnusamning hjá þýska liðinu Osnabruck og Magnús Gauti Gautason markvörður KA varði mark félagsins í 300. skipti gegn Val. Október: Þórsarar byrjuðu vel í 3. deildinni í handbolta, fóru létt með Selfoss og Borgarnes og unnu Skagamenn á Akranesi 19:18. Hins vegar voru körfuboltastrákar félagsins lengur í gang, töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum gegn ÍS og UMFG áður en þeir fóru á sigurbraut. KA gerði jafntefli gegn Haukum í 1. deild handboltans og Alfreð Gíslason átti hvem stórleikinn af öðrum með þýska liðinu Essen sem hann hóf að leika með í haust. Þorsteinn Ólafsson var ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knatt- spyrnu fyrir nk. keppnistímabil og skömmu síðar réðu KA-menn Eyja- manninn Gústaf Baldvinsson til að sjá um þá hlið mála hjá sér. Blakmenn voru komnir af stað með sína keppni og nýja liðið Reynivík vann KA í 1. umferð 2. deildar í Norðurlandsriðlinum. Nóvember: FH var með sýnikennslu er liðið sigr - aði KA 34:14 í 1. deild handboltans, en Þórsarar unnu hins vegar Borg- nesinga í körfuboltanum með um 60 stiga mun í tveimur leikjum. - „Mínir menn þurftu að ræða svo mikið við dómarana að þeir gleymdu að spila handbolta,“ sagði Guðjón Magnússon þjálfari hand- boltaliðs Þórs sem tapaði fyrir Tý í Eyjum 19:22. Stelpurnar í handboltanum hjá Þór hafa hins vegar einbeitt sér að handboltanum og árangurinn orðið samkvæmt því. Þær eru í toppbar- áttu ásamt ÍBV og virðast eiga alla möguleika á að komast í 1. deild. Gylfi Gíslason varð Norðurlanda- meistari í lyftingum í Stokkhólmi, hann sigraði Garðar bróður sinn naumlega í keppninni um titilinn. Óli Þór Magnússon miðherji ÍBK í knattspyrnu tilkynnti að hann hyggðist leika með Þór næsta sumar og hefur verið gengið frá því máli. KA gekk frá samningum við Sigl- firðinginn sterka Hafþór Kolbeins- son um að leika með liðinu næsta sumar og Siglfirðingar missa meira. Björn Ingimundarson flytur til Reykjavíkur „en það eru nokkrir leikmenn að hugsa um að koma til okkar,“ sagði Runólfur Birgisson formaður knattspyrnudeildar KS. Stelpurnar í Völsungi eru góðar í blakinu. Þær unnu hvern leikinn af öðrum í 1. deildinni og eru þegar hér er komið sögu efstar og hafa að- eins tapað einum leik. Blakstelpur KA eiga hins vegar erfiðara með að hala inn stigin, en eru í framför og til alls líklegar er fram líða stundir. Akureyringar gerðu góða ferð á vaxtarræktarmót á Keflavíkur- flugvelli og komu þau Sigurður Gestsson, Sigmar Knútsson og Aldís Amardóttir öll heim með gullverðlaun. Þórsarar vom aldrei í erfiðleikum með Fram í 1. deild körfuboltans. KA tapaði tveimur leikjum naumt í 1. deildinni í handbolta á útivelli. KA hafði yfirhöndina gegn KR og Val lengst af en varð að gefa eftir í lok leikjanna og láta bæði stigin af hendi. Desember: fþróttaviðburðir þessa mánaðar eru mönnum sjálfsagt enn í fersku minni. Úr handboltanum er það helst að frétta að KA gerði jafntefli við Þrótt og Þór tapaði fyrir Ár- manni. í körfuknattleiknum hefur Þór unnið bæði ÍS og UMFL þegar þetta er skrifað og er í baráttu efstu liða í 1. deild. Mikið var um góð afrek á Grét- arsmóti í kraftlyftingum sem fram fór í Sjallanum. Kári Elíson lét ekki sitt eftir liggja og sett tvö íslandsmet í bekkpressu og fer varla í keppni án þess að setja met. 12 ára piltur frá Akureyri, Svavar Þór Guðmundsson vann góð afrek á Unglingameistaramóti fslands í sundi. Hann setti 4 Akureyrarmet og eitt íslandsmet er hann synti 50 metra flugsund á 34,3 sek. og bætti met Inga Þórs Jónssonar frá Akra- nesi. Lokaorð: íþróttaviðburðir ársins eru ekki allir að baki þegar þetta er skrifað þótt ekki séu margir dagar eftir af árinu. Akureyrarmótið í knattspyrnu innanhúss mun verða haldið dagana 29. og 30. desember í íþróttahöll- inni og 27. desember leika þar KA og FH í 1. deildinni í handknattleik. En við látum þessum pistli lokið. Hér hefur verið stiklað á stóru, mörgu sleppt sem hugsanlega hefði átt fullt erindi en einhvers staðar verður að setja mörkin. Kvennaknattspyrna er í sókn á Norðurlandi. Körfuknattleikslið Þórs hefur staðið sig vel á árinu og ungu strákarnir eru í framför. Hér má sjá tvo þeirra í leik gegn UMFS, þá Björn Sveins- son (fjær) og Jóhann Sigurðsson sem á körfuskot. Magnús Gauti Gautason markvörð- ur KA náði þeim áfanga í haust að leika sinn 300. leik með meistara- flokki félagsins, og Gauti hefur ver- ið betri en enginn í marki KA nú í haust. Guðmundssonar voru erfiðir fyrir markverði andstæðinga Þórsliðsins. Ámi Stefánsson fyrmm landsliðs- markvörður og þjálfari Tindastóls leiddi sína menn með mikluin glæsi- brag upp í 2. deild í sumar og verður áfram þjálfari liðsins þar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.