Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 19. desember 1983 Par sem jólin eru á næsta leiti og auglýsingar gerast djarftækar á síðum blaðanna, verðum við lík- lega að hafa þetta í styttra máli og kjarnyrtara en oft áður. Það er skemmtileg tilviljun að nú leiða saman hesta sína í þessum þætti, tvær bestu hljómsveitir ís- lands í augnablikinu (að sinfón- íunni undanskilinni - að sjálf- sögðu). Petta eru hinir allt að því heimsfrægu Mezzoforte og svo okkar eiginn BARA- Flokkur. Með slæðast svo liprar jólaplötur. GerUsneyðing Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að Mezzoforte er besta hljómsveitin í dag. Þetta skilja allir hvort svo sem þeir hafa gaman af tónlistinni eða ekki. Mezzoforte er orðinn slíp- aður demantur, af dýrustu gerð. Hin nýja plata Mezzoforte, Yfirsýn er þeirra besta fram að þessu, að hljómleikaplötunni undanskilinni að mínu viti. Hvert einasta lag er fullkomið fram í fingurgóma og þau renna létt og átakalaust í gegn eins og lækjar- spræna á sumardegi. Satt best að segja þá finnst mér Mezzoforte vera orðnir betri en góðu hófi gegnir. Hvergi er slegin feilnóta og maður hefur á tilfinningunni að gerilsneyðing sé að verða rétta orðið yfir hljómsveitina. Þetta háði Mezzoforte ekki á hljóm- leikaplötunni. Þar skapaði áhorf- endaskarinn skemmtilegan bak- grunn en á Yfirsýn er hins vegar allt dauðhreinsað. Það eru líklega hámörk enda- leysunnar þegar gagnrýnendur Mezzoforte - Yfirsýn BARA -Flokkurinn - Gas eru farnir að finna hljómsveit það til foráttu að vera of góð, en það verður bara að hafa það. í dag er djúpt á þeirri lífsgleði sem Mezzoforte urðu frægir fyrir með „Garden party“ og ég held satt best að segja að strákarnir ættu að fara að gera eitthvað í þessu. E.t.v. er Hollendingurinn „fljúg- andi“ sem gekk til liðs við hljóm- sveitina nýlega, liður í andlits- upplyftingunni - og það er víst að þegar Mezzoforte verða orðnir meira spennandi á sviði, þá standa þeim allar dyr opnar - Bandaríkin og allt heila klabbið. Vel á minnst „Miðnætursól“ Ey- þórs Gunnarssonar er með traustari lögum sem ég hef heyrt iengi. - ESE. BARA - GAS Hægt og bítandi hefur BARA- Flokkurinn unnið sig upp í það að verða besta rokkhljómsveit landsins. Með elju, hógværð og kunnáttu sinni hefur BARA- Flokkurinn brotið blað í íslenskri tónlistarsögu og hin nýja hljóm- plata þeirra „GAS“ á vafalaust eftir að gera það gasalega gott á næstunni. Það sem fyrst vekur athygli þegar hlýtt er á BARA- Flokkinn, er hve hrikalega sam- hent hljómsveitin er. Samspilið situr í fyrirrúmi og það virðist ekki pláss fyrir sólara eða þvæl- ara eins og Akureyringar kalla það víst á fótboltamáli. Samspil bassa og tromma er frábært og sömuleiðis fylla gítar og hljóm- borð upp í myndina á frábæran hátt. Þegar við bætist að Ásgeir Jónsson, söngvari flokksins hefur skipað sér í allra fremstu röð sem söngvari og lagasmiður, þá er björninn unninn. Það væri kjánalegt að reyna að pikka einn einstakan hljóðfæra- leikara og hrósa honum sérstak- lega. Allir piltarnir standa sig vel og standa saman sem ein heild á þessari plötu. Líkt og hljómsveitin myndar eina heild, þá er „GAS“ ákaflega heilsteypt plata. BARA-Flokk- urinn hefur að undanförnu verið sagður undir áhrifum frá hinum og þessum og þá einkum og sér í lagi frá Bowie og það má vel vera að eitthvað sé hæft í þessu. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að BARA-Flokkurinn hef- ur skapað sinn eigin stíl og það er svo sannarlega ekkert kuldarokk. Þau lög sem ég er hrifnastur af á plötunni eru „Facts“, „Watch that cat“ og „A matter of time“ en þar með er ekki sagt að hin lögin standi þeim neitt að baki. Plata BARA-Flokksins hefur ýmsar duldar merkingar sem gaman er fyrir fólk að spekúlera í og eins og Ásgeir Jónsson sagði á dögunum: „GAS“ er jólagjöf sem hægt er að gefa öllum ung- lingum og börnum. Það er sumsé ekki til efakorn í mínum huga um það að BARA-Flokk- urinn getur átt fyrir höndum stór- 1 Ji s Jólagleði (bama plata) - Ýmsir kostlega framtíð á erlendri rokk- grundu. Það eina sem vantar í augnablikinu er kynning og það að örlaganornirnar brosi við þeim. Við þær segi ég hér og nú, BARA-Flokkurinn er tilbúinn. Gefíð honum tækifæri. - ESE. Jóla hvað? Þessi jólaplata frá Steinum hf. hefur flest það til að bera sem prýða á góðar barnaplötur. Hún er fjölbreytt og skemmtileg og það sem mestu skiptir, fullorðnir geta líka haft gaman af henni. Meðal flytjenda eru Glámur og Skrámur sem taka jólasveininn á taugum, Ómar Ragnarsson, Hattur og Fattur, Hurðarskellir og Stúfur, Ríó tríóið, Halli og Laddi, Bryndís Schram, Þórður Jólagleði (fullorðinsplata) - Ýmsir húsvörður og Haukur Morthens með hljómsveitinni Mezzoforte. Ein af þessum klassísku barna- plötum fyrir börn á öllum aldri. Það var nú það? Þess má geta að í kaupbæti við barnaplötuna þá fá menn þessa fullorðinsplötu. Báðar plöturnar á verði einnar. Þessi þykir mér ekki eins traust og sú fyrri en það má hafa ýmis- legt gaman af henni þrátt fyrir það. Þetta er svona létt jóla- stemmning í anda Þú.og ég og Bjögga, með Morthensívafi, kryddað með strengjum og fíner- íi frá Gunna Þórðar. Góð jóla- plata en stendur hinni fyrrnendu nokkuð að baki. Perum „Við eram búin að reyna aUt sem við getum gert, m.a. tala við krakkana en það virðist lít- ið duga,“ sagði Vilberg Alex- andersson skólastjóri í Glerár- skóla, en eins og vegfarendur hafa sjálfsagt tekið eftir hefúr verið sett upp á vegum bæjar- ins lítið jólatré vestan við skólann. Það leið ekki á löngu eftir að tréð hafði verið sett upp að búið var að mölva eða hirða af því nær allar perurnar, og sagði Vilberg að krakkar og unglingar ættu þarna ekki einir hlut að máli. „Það hefur sést til fullorðins fólks á vappi þarna við tréð,“ sagði Vilberg. stolið Það er óneitanlega furðulegt að fólk skuli ekki geta séð jóla- tré eins og þetta í friði og væri vel þess virði ef fólk stæði sökudólg- ana að verki að vísa á þá. Margir sem búa í Glerárþorpi hafa haft samband við Dag og borið sig aumlega vegna þess að tréð hefur ekki fengið að vera í friði. „Við eium „Þorparar“ vegna þess að við búum í Þorpinu, en við vilj- um ekki vera þorparar í orðsins fyllstu merkingu," sagði einn þeirra. Þess má geta að tré sem sett var upp við Lundarskóla hefur fengið að vera í friði og ættu Þorparar að sjá til þess að ástand- ið verði eins fyrir utan á. Athugasemd Hr. ritstjóri. Að gefnu tilefni biður Áfengis- varnaráð fyrir eftirfarandi: í dálknum Smátt og stórt er birt örlítið brot af alllöngu máli sem Áfengisvarnaráð sendi um öimálið. - Þar er látið að því liggja að Áfengisvarnaráði hafi borið að geta um á hvern hátt dreifingu milliöls í Svíþjóð var háttað á sínum tíma. - Hvergi í þessum minnisgreinum er minnst á með hverjum hætti þessu efni er dreift í þeim löndum sem þar er um ritað og' því vandséð hvernig menn þykjast lesa eitt- hvað út úr þessu um dreifingar- mál Svía. í Svíþjóð var sala milli- öls háð leyfum sem vissar mat- vöruverslanir fengu. Hins vegar var reynslan af því slík að þingið ákvað ekki að flytja dreifingu þess til vínverslana og áfengis- söluhúsa heldur bannaði alger- lega bæði gerð þess og sölu. Mergurinn málsins er sá að nýjar tegundir áfengis bætast að jafnaði við neyslu þeirra sem fyrir eru og stuðla gjarnan að aukningu hennar. Hvergi hefur Áfengisráði tekist að finna land þar sem öldrykkja hefur bætt ástand í áfengismálum. Áfengisvarnaráð er ríkisstofn- un sem ber að leiðbeina og skýra frá því sem best er vitað um áfengismál hverju sinni. Það hef- ur hvorki ábata af bjórsölu né bjórbanni og ekkert fé til að bera á fjölmiðlafólk, ekki einu sinni í fríðu. Það stendur ekki í „áróð- ursstríði“ heldur veitir upplýsing- ar. Hins vegar er ástæðulaust að þegja yfir því að svo mikið er nú vitað um afleiðingar ýmissa ákvarðana stjórnvalda í áfengis- málum að óþarfi er að byggja á brjóstvitinu einu og gömlu yfir- lýsingunum um að menn álíti eitthvað eða séu á þessari eða hinni skoðuninni. Hið ágæta blað, Dagur, stuðl- aði því að miðlun staðreynda og sannleika ef það birti það sem Áfengisvarnaráð hefur sent því óstytt. Okkur þætti líka mjög við hæfi að áróður fyrir drykkju yrði ekki jafn augljós hjá ykkur og þeim „aumustu allra“ hér syðra. Við hefðum tæpast svarað jafn tilefn- islausum útúrsnúningum ef önn- ur blöð en Dagur hefðu átt hlut að máli. Erlingur Davíðsson gnæfði nefnilega yfir flesta rit- stjóra á síðasta áratug, ekki ein- ungis hvað varðaði fagurt málfar á blaði ykkar heldur og siðferð- isþrek þegar drykkjutíska og áfengisgróði knúðu dyra. - Það er því úr háum söðli að detta. Áfengisvarnaráð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.